Einhverfir bruggarar vilja opna huga atvinnurekenda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 21:00 Tilgangur brugghússins People like us er fjölþættur, fyrir utan að brugga úrvals bjór eru sköpuð störf fyrir einhverfa og öðrum atvinnurekendum veittur innblástur til að gera slíkt hið sama. „Um 60-80% þeirra sem eru á einhverfurófinu í Danmörku eru ekki á vinnumarkaði,“ segir Alberte Jannicke, kynningar- og fjölmiðlafulltrúi People like us. „Það er ekki af því að þau vilja það ekki eða geta það ekki. En uppbygging vinnumarkaðarins kemur í veg fyrir að þau komist út á markaðinn og fordómarnir eyðileggja möguleika þeirra til að sýna hvað þau geta. Það sem við gerum í People like us er að ráða fólk til starfa til að gera það sem það er hæft til, sem samræmist áhuga þeirra og hæfileikum, en gerum ekki kröfur um að þau geri það sem þau eiga erfitt með.“Alberte og Ronnie eru bæði á einhverfurófinu og starfa í bruggverksmiðjunni People like usvísir/stillaAlberte er sjálf með asperger og nýtur sín vel í starfi kynningarstjóra brugghússins. „Ég er líka með ADHD og hausinn á mér starfar hratt og stöðugt. En ég hef fundið stað þar sem það er kostur, að þróa verkefni, vera skapandi og taka frumkvæði. En ég gæti ekki starfað við bókhald og gera sömu verkefnin sí og æ. Þá kemuru fötlunin fram, en á öðrum stöðum er hún kostur.“ Ronnie Ferdinandsen er einhverfur og með félagsfælni en starfar þó við að hitta fólk í Brugghúsinu. „Framkvæmdastjórinn kom til mín og bað mig um að vera andlit brugghússins og segja mína sögu út á við. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég gæti það ekki af því að ég er með félagsfælni og því starfi þyrfti ég að tala við fólk. En svo hugsaði ég að þetta gæti verið eina leiðin til að vinna með fælnina og ná framförum. Og nú stend ég hér á Íslandi og tala við þig.“ Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Tilgangur brugghússins People like us er fjölþættur, fyrir utan að brugga úrvals bjór eru sköpuð störf fyrir einhverfa og öðrum atvinnurekendum veittur innblástur til að gera slíkt hið sama. „Um 60-80% þeirra sem eru á einhverfurófinu í Danmörku eru ekki á vinnumarkaði,“ segir Alberte Jannicke, kynningar- og fjölmiðlafulltrúi People like us. „Það er ekki af því að þau vilja það ekki eða geta það ekki. En uppbygging vinnumarkaðarins kemur í veg fyrir að þau komist út á markaðinn og fordómarnir eyðileggja möguleika þeirra til að sýna hvað þau geta. Það sem við gerum í People like us er að ráða fólk til starfa til að gera það sem það er hæft til, sem samræmist áhuga þeirra og hæfileikum, en gerum ekki kröfur um að þau geri það sem þau eiga erfitt með.“Alberte og Ronnie eru bæði á einhverfurófinu og starfa í bruggverksmiðjunni People like usvísir/stillaAlberte er sjálf með asperger og nýtur sín vel í starfi kynningarstjóra brugghússins. „Ég er líka með ADHD og hausinn á mér starfar hratt og stöðugt. En ég hef fundið stað þar sem það er kostur, að þróa verkefni, vera skapandi og taka frumkvæði. En ég gæti ekki starfað við bókhald og gera sömu verkefnin sí og æ. Þá kemuru fötlunin fram, en á öðrum stöðum er hún kostur.“ Ronnie Ferdinandsen er einhverfur og með félagsfælni en starfar þó við að hitta fólk í Brugghúsinu. „Framkvæmdastjórinn kom til mín og bað mig um að vera andlit brugghússins og segja mína sögu út á við. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég gæti það ekki af því að ég er með félagsfælni og því starfi þyrfti ég að tala við fólk. En svo hugsaði ég að þetta gæti verið eina leiðin til að vinna með fælnina og ná framförum. Og nú stend ég hér á Íslandi og tala við þig.“
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira