Um brenglað gildismat – svar til Skúla Helgasonar Hjördís Albertsdóttir skrifar 22. janúar 2018 08:03 Sæll, Skúli.Kærar þakkir fyrir svarið við opnu bréfi mínu til þín. Í svari þínu bendir þú á að laun kennara (sé miðað við launavísitölu) eru nánast nákvæmlega þau sömu í dag og þau voru árið 2010. Laun annars háskólafólks hafa hinsvegar versnað á sama tíma. Kjör grunnskólakennara hafi ekki versnað eins mikið og sumra annarra. Þú bendir á að launin séu of lág en kennir „brengluðu gildismati“ um. Að ríkið beri mikla ábyrgð á því. Ennfremur segist þú talsmaður þess á vettvangi sveitarfélaga að hækka laun kennara. Ég veit ekki hvort skilja eigi það þannig að aðrir þar innanborðs séu andstæðingar þess. Þú nefnir réttilega að fórnarkostnaður grunnskólakennara við að fá að fylgja launavísitölu hefur verið nokkur. Þeir kenna meira og þeir elstu töluvert meira. Fyrir því eru auðvitað engar faglegar ástæður. Ástæða þess að þið í sveitarfélögunum gerðuð þessa kröfu um aukna vinnu er sú að kennarar eru hættir að fást til starfa á þeim kjörum sem þið bjóðið. Framundan er verulegur skortur. Horfum nú vítt á sviðið. Grunnskólakennarar búa við brengluð launakjör. Eðlilega verður sífellt erfiðara að fá þá til starfa á slíkum kjörum. Í stað þess að bæta kjörin eru kennarar látnir axla sífellt þyngri byrðar gegn því að fá að halda hlutfallslega sömu kjörum og áður. Nú er það svo að sveitarfélögin semja við grunnskólakennara. Það eru sveitarfélögin sem ráða nákvæmlega hvaða skilaboð þau senda út í atvinnulífið um verðmæti starfa grunnskólakennara. Það er engin nefnd eða opinber aðili sem ákveður lág laun kennara á einhverjum brengluðum forsendum. Hið augljósa er að grunnskólakennarar eru að flýja sveitarfélögin og grunnskólana til að starfa á öðrum vettvangi. Það er vegna þess að þar bjóðast þeim bæði betri kjör og starfsaðstæður. Þannig hafa markaðslögmálin orðið til þess að grunnskólakennarar leita í önnur störf. Grunnskólakerfið sjálft, sem sveitarfélögin reka, virðist því vera einhverskonar uppspretta hins brenglaða gildismats sem þú talar um. Þú segist vilja hækka laun grunnskólakennara. Gott og vel. Samningar eru lausir núna. Það má ganga í verkið strax eftir helgi. Staða sveitarfélaganna hefur ekki verið jafn góð í langan tíma. Það mun aldrei koma betri tími til að sýna forgangsröðun sveitarstjórnarfólks í verki. Ef fyrirstaða er hjá öðrum sveitarfélögum er mikilvægt að afhjúpa hana og slíta sig frá aðilum sem slá vörð um banvæna láglaunastefnu. Gildismat þjóðarinnar þarftu ekki að óttast. Þið getið t.d. byrjað á því að jafna kjör grunnskólakennara sem starfa hjá ykkur og þeirra sem farið hafa til starfa hjá öðrum. Þetta er sama fólkið, með sömu menntunina. Launamunurinn er ykkur að kenna. Þú veist manna best að grunnskólakennarar eiga inni bætt launakjör t.d. vegna aukinna menntunarkrafna og lífeyrimála. Nú þarft þú að ganga á undan og hafa hugrekki til að sýna óbrenglað gildismat í verki. Það er ekkert til að státa sig af að hafa haldið kjörum grunnskólakennara í horfinu gegn því að þeir bættu á sig álagi og vinnu. Það er síðan í sjálfu sér skammarlegt hve sveitarfélögin hafa gengið hart fram í að draga úr verðmæti háskólamenntunar þegar kemur að launum. Það er líka skammarlegt að hafa í mörg ár horft á hættumerkin hrannast upp án þess að grípa til aðgerða. Ef sveitarfélögin treysta sér ekki til að reka óbrenglaðan grunnskóla hafa þau ekkert við grunnskólann að gera. Ef stjórnmálamenn þora ekki að taka opinberlega afstöðu með launahækkunum grunnskólakennara hafa þeir ekkert í sveitarstjórnir að gera. Nú bíðum við grunnskólakennarar þess að sjá í verki hvert gildismat frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum er. Það er algjörlega eðlilegt að þeir sem nú halda um stjórnartaumana verði dæmdir af verkum sínum. Og eins og ég sagði í fyrra bréfi mínu: Verkinu er ekki enn lokið. Ég óska þér góðs gengis í að klára verkefnin sem nú blasa við og vona að athafnir fylgi nú orðum.Kveðja,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Opið bréf til Skúla Helgasonar Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja. 18. janúar 2018 08:15 Svar við opnu bréfi Hjördísar Albertsdóttur Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. 19. janúar 2018 09:57 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sæll, Skúli.Kærar þakkir fyrir svarið við opnu bréfi mínu til þín. Í svari þínu bendir þú á að laun kennara (sé miðað við launavísitölu) eru nánast nákvæmlega þau sömu í dag og þau voru árið 2010. Laun annars háskólafólks hafa hinsvegar versnað á sama tíma. Kjör grunnskólakennara hafi ekki versnað eins mikið og sumra annarra. Þú bendir á að launin séu of lág en kennir „brengluðu gildismati“ um. Að ríkið beri mikla ábyrgð á því. Ennfremur segist þú talsmaður þess á vettvangi sveitarfélaga að hækka laun kennara. Ég veit ekki hvort skilja eigi það þannig að aðrir þar innanborðs séu andstæðingar þess. Þú nefnir réttilega að fórnarkostnaður grunnskólakennara við að fá að fylgja launavísitölu hefur verið nokkur. Þeir kenna meira og þeir elstu töluvert meira. Fyrir því eru auðvitað engar faglegar ástæður. Ástæða þess að þið í sveitarfélögunum gerðuð þessa kröfu um aukna vinnu er sú að kennarar eru hættir að fást til starfa á þeim kjörum sem þið bjóðið. Framundan er verulegur skortur. Horfum nú vítt á sviðið. Grunnskólakennarar búa við brengluð launakjör. Eðlilega verður sífellt erfiðara að fá þá til starfa á slíkum kjörum. Í stað þess að bæta kjörin eru kennarar látnir axla sífellt þyngri byrðar gegn því að fá að halda hlutfallslega sömu kjörum og áður. Nú er það svo að sveitarfélögin semja við grunnskólakennara. Það eru sveitarfélögin sem ráða nákvæmlega hvaða skilaboð þau senda út í atvinnulífið um verðmæti starfa grunnskólakennara. Það er engin nefnd eða opinber aðili sem ákveður lág laun kennara á einhverjum brengluðum forsendum. Hið augljósa er að grunnskólakennarar eru að flýja sveitarfélögin og grunnskólana til að starfa á öðrum vettvangi. Það er vegna þess að þar bjóðast þeim bæði betri kjör og starfsaðstæður. Þannig hafa markaðslögmálin orðið til þess að grunnskólakennarar leita í önnur störf. Grunnskólakerfið sjálft, sem sveitarfélögin reka, virðist því vera einhverskonar uppspretta hins brenglaða gildismats sem þú talar um. Þú segist vilja hækka laun grunnskólakennara. Gott og vel. Samningar eru lausir núna. Það má ganga í verkið strax eftir helgi. Staða sveitarfélaganna hefur ekki verið jafn góð í langan tíma. Það mun aldrei koma betri tími til að sýna forgangsröðun sveitarstjórnarfólks í verki. Ef fyrirstaða er hjá öðrum sveitarfélögum er mikilvægt að afhjúpa hana og slíta sig frá aðilum sem slá vörð um banvæna láglaunastefnu. Gildismat þjóðarinnar þarftu ekki að óttast. Þið getið t.d. byrjað á því að jafna kjör grunnskólakennara sem starfa hjá ykkur og þeirra sem farið hafa til starfa hjá öðrum. Þetta er sama fólkið, með sömu menntunina. Launamunurinn er ykkur að kenna. Þú veist manna best að grunnskólakennarar eiga inni bætt launakjör t.d. vegna aukinna menntunarkrafna og lífeyrimála. Nú þarft þú að ganga á undan og hafa hugrekki til að sýna óbrenglað gildismat í verki. Það er ekkert til að státa sig af að hafa haldið kjörum grunnskólakennara í horfinu gegn því að þeir bættu á sig álagi og vinnu. Það er síðan í sjálfu sér skammarlegt hve sveitarfélögin hafa gengið hart fram í að draga úr verðmæti háskólamenntunar þegar kemur að launum. Það er líka skammarlegt að hafa í mörg ár horft á hættumerkin hrannast upp án þess að grípa til aðgerða. Ef sveitarfélögin treysta sér ekki til að reka óbrenglaðan grunnskóla hafa þau ekkert við grunnskólann að gera. Ef stjórnmálamenn þora ekki að taka opinberlega afstöðu með launahækkunum grunnskólakennara hafa þeir ekkert í sveitarstjórnir að gera. Nú bíðum við grunnskólakennarar þess að sjá í verki hvert gildismat frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum er. Það er algjörlega eðlilegt að þeir sem nú halda um stjórnartaumana verði dæmdir af verkum sínum. Og eins og ég sagði í fyrra bréfi mínu: Verkinu er ekki enn lokið. Ég óska þér góðs gengis í að klára verkefnin sem nú blasa við og vona að athafnir fylgi nú orðum.Kveðja,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara.
Svar við opnu bréfi Hjördísar Albertsdóttur Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. 19. janúar 2018 09:57
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun