Um brenglað gildismat – svar til Skúla Helgasonar Hjördís Albertsdóttir skrifar 22. janúar 2018 08:03 Sæll, Skúli.Kærar þakkir fyrir svarið við opnu bréfi mínu til þín. Í svari þínu bendir þú á að laun kennara (sé miðað við launavísitölu) eru nánast nákvæmlega þau sömu í dag og þau voru árið 2010. Laun annars háskólafólks hafa hinsvegar versnað á sama tíma. Kjör grunnskólakennara hafi ekki versnað eins mikið og sumra annarra. Þú bendir á að launin séu of lág en kennir „brengluðu gildismati“ um. Að ríkið beri mikla ábyrgð á því. Ennfremur segist þú talsmaður þess á vettvangi sveitarfélaga að hækka laun kennara. Ég veit ekki hvort skilja eigi það þannig að aðrir þar innanborðs séu andstæðingar þess. Þú nefnir réttilega að fórnarkostnaður grunnskólakennara við að fá að fylgja launavísitölu hefur verið nokkur. Þeir kenna meira og þeir elstu töluvert meira. Fyrir því eru auðvitað engar faglegar ástæður. Ástæða þess að þið í sveitarfélögunum gerðuð þessa kröfu um aukna vinnu er sú að kennarar eru hættir að fást til starfa á þeim kjörum sem þið bjóðið. Framundan er verulegur skortur. Horfum nú vítt á sviðið. Grunnskólakennarar búa við brengluð launakjör. Eðlilega verður sífellt erfiðara að fá þá til starfa á slíkum kjörum. Í stað þess að bæta kjörin eru kennarar látnir axla sífellt þyngri byrðar gegn því að fá að halda hlutfallslega sömu kjörum og áður. Nú er það svo að sveitarfélögin semja við grunnskólakennara. Það eru sveitarfélögin sem ráða nákvæmlega hvaða skilaboð þau senda út í atvinnulífið um verðmæti starfa grunnskólakennara. Það er engin nefnd eða opinber aðili sem ákveður lág laun kennara á einhverjum brengluðum forsendum. Hið augljósa er að grunnskólakennarar eru að flýja sveitarfélögin og grunnskólana til að starfa á öðrum vettvangi. Það er vegna þess að þar bjóðast þeim bæði betri kjör og starfsaðstæður. Þannig hafa markaðslögmálin orðið til þess að grunnskólakennarar leita í önnur störf. Grunnskólakerfið sjálft, sem sveitarfélögin reka, virðist því vera einhverskonar uppspretta hins brenglaða gildismats sem þú talar um. Þú segist vilja hækka laun grunnskólakennara. Gott og vel. Samningar eru lausir núna. Það má ganga í verkið strax eftir helgi. Staða sveitarfélaganna hefur ekki verið jafn góð í langan tíma. Það mun aldrei koma betri tími til að sýna forgangsröðun sveitarstjórnarfólks í verki. Ef fyrirstaða er hjá öðrum sveitarfélögum er mikilvægt að afhjúpa hana og slíta sig frá aðilum sem slá vörð um banvæna láglaunastefnu. Gildismat þjóðarinnar þarftu ekki að óttast. Þið getið t.d. byrjað á því að jafna kjör grunnskólakennara sem starfa hjá ykkur og þeirra sem farið hafa til starfa hjá öðrum. Þetta er sama fólkið, með sömu menntunina. Launamunurinn er ykkur að kenna. Þú veist manna best að grunnskólakennarar eiga inni bætt launakjör t.d. vegna aukinna menntunarkrafna og lífeyrimála. Nú þarft þú að ganga á undan og hafa hugrekki til að sýna óbrenglað gildismat í verki. Það er ekkert til að státa sig af að hafa haldið kjörum grunnskólakennara í horfinu gegn því að þeir bættu á sig álagi og vinnu. Það er síðan í sjálfu sér skammarlegt hve sveitarfélögin hafa gengið hart fram í að draga úr verðmæti háskólamenntunar þegar kemur að launum. Það er líka skammarlegt að hafa í mörg ár horft á hættumerkin hrannast upp án þess að grípa til aðgerða. Ef sveitarfélögin treysta sér ekki til að reka óbrenglaðan grunnskóla hafa þau ekkert við grunnskólann að gera. Ef stjórnmálamenn þora ekki að taka opinberlega afstöðu með launahækkunum grunnskólakennara hafa þeir ekkert í sveitarstjórnir að gera. Nú bíðum við grunnskólakennarar þess að sjá í verki hvert gildismat frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum er. Það er algjörlega eðlilegt að þeir sem nú halda um stjórnartaumana verði dæmdir af verkum sínum. Og eins og ég sagði í fyrra bréfi mínu: Verkinu er ekki enn lokið. Ég óska þér góðs gengis í að klára verkefnin sem nú blasa við og vona að athafnir fylgi nú orðum.Kveðja,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Opið bréf til Skúla Helgasonar Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja. 18. janúar 2018 08:15 Svar við opnu bréfi Hjördísar Albertsdóttur Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. 19. janúar 2018 09:57 Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Sæll, Skúli.Kærar þakkir fyrir svarið við opnu bréfi mínu til þín. Í svari þínu bendir þú á að laun kennara (sé miðað við launavísitölu) eru nánast nákvæmlega þau sömu í dag og þau voru árið 2010. Laun annars háskólafólks hafa hinsvegar versnað á sama tíma. Kjör grunnskólakennara hafi ekki versnað eins mikið og sumra annarra. Þú bendir á að launin séu of lág en kennir „brengluðu gildismati“ um. Að ríkið beri mikla ábyrgð á því. Ennfremur segist þú talsmaður þess á vettvangi sveitarfélaga að hækka laun kennara. Ég veit ekki hvort skilja eigi það þannig að aðrir þar innanborðs séu andstæðingar þess. Þú nefnir réttilega að fórnarkostnaður grunnskólakennara við að fá að fylgja launavísitölu hefur verið nokkur. Þeir kenna meira og þeir elstu töluvert meira. Fyrir því eru auðvitað engar faglegar ástæður. Ástæða þess að þið í sveitarfélögunum gerðuð þessa kröfu um aukna vinnu er sú að kennarar eru hættir að fást til starfa á þeim kjörum sem þið bjóðið. Framundan er verulegur skortur. Horfum nú vítt á sviðið. Grunnskólakennarar búa við brengluð launakjör. Eðlilega verður sífellt erfiðara að fá þá til starfa á slíkum kjörum. Í stað þess að bæta kjörin eru kennarar látnir axla sífellt þyngri byrðar gegn því að fá að halda hlutfallslega sömu kjörum og áður. Nú er það svo að sveitarfélögin semja við grunnskólakennara. Það eru sveitarfélögin sem ráða nákvæmlega hvaða skilaboð þau senda út í atvinnulífið um verðmæti starfa grunnskólakennara. Það er engin nefnd eða opinber aðili sem ákveður lág laun kennara á einhverjum brengluðum forsendum. Hið augljósa er að grunnskólakennarar eru að flýja sveitarfélögin og grunnskólana til að starfa á öðrum vettvangi. Það er vegna þess að þar bjóðast þeim bæði betri kjör og starfsaðstæður. Þannig hafa markaðslögmálin orðið til þess að grunnskólakennarar leita í önnur störf. Grunnskólakerfið sjálft, sem sveitarfélögin reka, virðist því vera einhverskonar uppspretta hins brenglaða gildismats sem þú talar um. Þú segist vilja hækka laun grunnskólakennara. Gott og vel. Samningar eru lausir núna. Það má ganga í verkið strax eftir helgi. Staða sveitarfélaganna hefur ekki verið jafn góð í langan tíma. Það mun aldrei koma betri tími til að sýna forgangsröðun sveitarstjórnarfólks í verki. Ef fyrirstaða er hjá öðrum sveitarfélögum er mikilvægt að afhjúpa hana og slíta sig frá aðilum sem slá vörð um banvæna láglaunastefnu. Gildismat þjóðarinnar þarftu ekki að óttast. Þið getið t.d. byrjað á því að jafna kjör grunnskólakennara sem starfa hjá ykkur og þeirra sem farið hafa til starfa hjá öðrum. Þetta er sama fólkið, með sömu menntunina. Launamunurinn er ykkur að kenna. Þú veist manna best að grunnskólakennarar eiga inni bætt launakjör t.d. vegna aukinna menntunarkrafna og lífeyrimála. Nú þarft þú að ganga á undan og hafa hugrekki til að sýna óbrenglað gildismat í verki. Það er ekkert til að státa sig af að hafa haldið kjörum grunnskólakennara í horfinu gegn því að þeir bættu á sig álagi og vinnu. Það er síðan í sjálfu sér skammarlegt hve sveitarfélögin hafa gengið hart fram í að draga úr verðmæti háskólamenntunar þegar kemur að launum. Það er líka skammarlegt að hafa í mörg ár horft á hættumerkin hrannast upp án þess að grípa til aðgerða. Ef sveitarfélögin treysta sér ekki til að reka óbrenglaðan grunnskóla hafa þau ekkert við grunnskólann að gera. Ef stjórnmálamenn þora ekki að taka opinberlega afstöðu með launahækkunum grunnskólakennara hafa þeir ekkert í sveitarstjórnir að gera. Nú bíðum við grunnskólakennarar þess að sjá í verki hvert gildismat frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum er. Það er algjörlega eðlilegt að þeir sem nú halda um stjórnartaumana verði dæmdir af verkum sínum. Og eins og ég sagði í fyrra bréfi mínu: Verkinu er ekki enn lokið. Ég óska þér góðs gengis í að klára verkefnin sem nú blasa við og vona að athafnir fylgi nú orðum.Kveðja,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara.
Svar við opnu bréfi Hjördísar Albertsdóttur Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. 19. janúar 2018 09:57
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun