Sér ekki loftslagsmarkmið og olíuvinnslu ganga saman Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. janúar 2018 16:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það ljóst að Vinstri Græn eru á móti olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Mynd/samsett „Almennt séð að þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum“ Segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en Orkustofnun tilkynnti í gær að CNOOC Iceland ehf, og Petoro Iceland AS, dótturfélög Kínversku og Norsku ríkisolíufyrirtækjanna, hefðu skilað inn leyfum sínum til kolvetnisrannsókna á svæðinu á milli Íslands og Jan Mayen og þar af leiðandi rétti til olíuvinnslu. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun metur það sem svo að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, telur að önnur fyrirtæki geti komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro Iceland.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö í gær að ákvörðun ríkisolíufyrirtækjanna hafi komið sér á óvart. Á fundi fyrir tveimur mánuðum hafi legið fyrir vilji til að halda áfram rannsóknum. Sjá: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík“ „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ sagði Heiðar en fyrirtækið leitar nú skýringa og vill halda áfram rannsóknum. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Guðmundur Ingi er efins um að liðkað verði fyrir frekari leyfisveitingum vegna kolvetnisrannsókna á kjörtímabilinu. „Það er alveg ljóst að Vinstri Græn eru ekki hlynnt olíuvinnslu á Drekasvæðinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að það þurfi að skoða þetta allt með loftslagsmálin í huga. Getum við virkilega gert þetta hvoru tveggja? Gert okkur gildandi í loftslagsumræðunni og loftslagsmálaflokknum og fara í olíuleit en ég sé þessi markmið ekki fara saman.“ Loftslagsmál Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Almennt séð að þá finnst mér það ekki fara saman að ráðast í olíuvinnslu á þessu svæði á sama tíma og við erum að reyna að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum“ Segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra en Orkustofnun tilkynnti í gær að CNOOC Iceland ehf, og Petoro Iceland AS, dótturfélög Kínversku og Norsku ríkisolíufyrirtækjanna, hefðu skilað inn leyfum sínum til kolvetnisrannsókna á svæðinu á milli Íslands og Jan Mayen og þar af leiðandi rétti til olíuvinnslu. Eykon Energy hefur ekki skilað inn leyfi sínu en Orkustofnun metur það sem svo að Eykon Energy hafi ekki burði til að standa undir næsta rannsóknaráfanga án hinna fyrirtækjanna. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, telur að önnur fyrirtæki geti komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro Iceland.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Eykons Energy, sagði í samtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö í gær að ákvörðun ríkisolíufyrirtækjanna hafi komið sér á óvart. Á fundi fyrir tveimur mánuðum hafi legið fyrir vilji til að halda áfram rannsóknum. Sjá: „Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík“ „Þá var ákveðið að halda áfram með leyfið og ákveðið að fara í grunnboranir og frekari rannsóknir, en ekki að hætta við. Þannig að þetta kemur okkur óþægilega á óvart,“ sagði Heiðar en fyrirtækið leitar nú skýringa og vill halda áfram rannsóknum. „Ég tel að það sé möguleiki að fá inn aðra aðila sem geta þá komið inn í staðinn fyrir CNOOC og Petoro,“ segir Heiðar. Guðmundur Ingi er efins um að liðkað verði fyrir frekari leyfisveitingum vegna kolvetnisrannsókna á kjörtímabilinu. „Það er alveg ljóst að Vinstri Græn eru ekki hlynnt olíuvinnslu á Drekasvæðinu,“ segir Guðmundur Ingi. „Ég held að það þurfi að skoða þetta allt með loftslagsmálin í huga. Getum við virkilega gert þetta hvoru tveggja? Gert okkur gildandi í loftslagsumræðunni og loftslagsmálaflokknum og fara í olíuleit en ég sé þessi markmið ekki fara saman.“
Loftslagsmál Umhverfismál Olíuleit á Drekasvæði Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira