Stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í fjölmiðlum ytra hafa á undanförnum mánuðum varið mikilli orku í að ráðast gegn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og Robert Mueller, sérstökum saksóknara dómsmálaráðuneytisins. Samsæriskenningar um „Djúpríkið“ (Deep State), opinbera starfsmenn og starfsmenn öryggisstofnanna Bandaríkjanna sem berjast gegn hægri sinnuðum stjórnmálamönnum og gildum þeirra, hafa farið víða um á internetinu og jafnvel náð inn á stóra fjölmiðla eins og Fox. Breitbart hefur sömuleiðis tekið virkan þátt í þeirri umræðu. Þar að auki hafa nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tekið upp hinar ýmsu samsæriskenningar. Meðal annars þá kenningu að Djúpríkið hefði falsað upplýsingar um efnavopnaáætlun Saddam Hussein til að grafa undan George W. Bush. Meðal þess sem Trump-liðar hafa haldið fram er að stjórnendur FBI séu andsnúnir Trump. Að gífurleg spilling ríki innan FBI og þar sé mögulega leynifélag sem hittist reglulega til að finna leiðir til að herja á forsetann. Farið verður nánar yfir þau atriði hér að neðan. Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins.Elskaði FBI í tvær vikur Rætur þessara árása má rekja til tveggja vikna tímabils undir lok ársins 2016. Þá steig James Comey, þáverandi yfirmaður FBI, fram og sagði að hið umdeilda tölvupóstamál Hillary Clinton væri enn til rannsóknar eftir að nýir póstar hefðu fundist. Trump nýtti hvert tækifæri á þessum tveimur vikum til að lofa Comey, Alríkislögregluna og rannsókn þeirra á meðferð Hillary Clinton á opinberum tölvupóstum. Skömmu eftir forsetakosningarnar kom þó í ljós að FBI væri að rannsaka afskipti rússneskra stjórnvalda af kosningunum og mögulega aðkomu framboðs Trump af þeim afskiptum. Trump brást við þeim fregnum með því að gagnrýna Comey og FBI harðlega. Sömuleiðis gagnrýndi hann leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna en forsvarsmenn þeirra lýstu því yfir að þeir væru sannfærðir um að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum og markmið þeirra hefði verið að tryggja Trump sigur. Í mars í fyrra hélt Trump því fram á Twitter að leyniþjónustur hefðu hlerað höfuðstöðvar framboðs hans í Trump-turninum í New York. Bent er á í umfjöllun Washington Post að sú staðhæfing var sett fram án nokkurra raka og í ljós hefur komið að hún var með öllu ósönn.Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017How low has President Obama gone to tapp my phones during the very sacred election process. This is Nixon/Watergate. Bad (or sick) guy! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Trump hélt því einnig fram að Obama hefði fengið leyniþjónustu Bretlands til að hlera turninn. Bretar brugðust reiðir við. Þeir sögðu staðhæfingu Trump vera vitleysu og þær væru algerlega rangar og kröfðust þess að yfirvöld Bandaríkjanna myndu aldrei endurtaka þessar ásakanir. Hvíta húsið samþykkti það.Staðhæfingar forsetans voru rannsakaðar í nokkrum þingnefndum og leiðtogar Repúblikanaflokksins höfnuðu þeim alfarið.Sjá einnig: Comey afneitar ásökunum Trump um hleranirStarfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Trump komu honum hins vegar strax til aðstoðar. Varnirnar hættu þó fljótt að snúast um ranga staðhæfingu forsetans og þess í stað snerust þær um að hann væri fórnarlamb ósanngjarnar rannsóknar sem væri drifin áfram af lygum og pólitískum andstæðingum hans. Starfsmaður Hvíta hússins veitti svo þingmanninum Devin Nunes leynileg gögn sem sýndu að starfsmenn Barack Obama hefðu aflétt leynd af nöfnum bandamanna Trump sem voru hleraðir af leyniþjónustum Bandaríkjanna. Hvíta hús Trump neitaði upprunalega fyrir að hafa lekið gögnunum til Nunes.Sjá einnig: Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Leyniþjónusturnar voru þó að hlera erlenda aðila, eins og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, þegar upptökur náðust af samtölum hans við bandamenn Trump. Þegar slíkt gerist eru nöfn Bandaríkjamannanna sem um ræðir hulin á skýrslum um upptökurnar. Ef opinber starfsmaður, sem vinnur við þjóðaröryggismál, telur sig þurfa að vita hvaða bandaríska aðila um sé að ræða í skýrslum um umræddar hleranir, getur sá farið fram á að fá nafnið. Hver öryggisstofnun er svo með eigin starfsreglur um það hvernig slíkt ferli fer fram og hvort beiðnin sé samþykkt. Farið er nánar yfir þá ferla á vef USA Today.Rauði þráðurinn í umræðu stuðningsmanna Trump hefur verið á þessa leið síðan. Hann hafi ekki gert neitt af sér og sé hið raunverulega fórnarlamb.Umdeilt minnisblað Nýjasta dæmið um tilraunir repúblikana til að dreifa athygli frá rannsókn Mueller er minnisblað sem Devin Nunes skrifaði. Í því heldur hann fram að öryggisstofnanir hafi brotið á rétti Trump og beitt ólöglegum leiðum til að hlera hann og starfsmenn hans. Þá er því haldið fram að rannsókn FBI byggi á umdeildri skýrslu sem unnin var af fyrirtækinu Fusion GPS og fjallaði meðal annars um tengingar Trump við Rússland. Leynd hvílir yfir minnisblaðinu og hafa engir séð það nema meðlimir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál. Nunes stýrir nefndinni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins segir ásakanirnar í minnisblaðinu vera „verri en Watergate“. Sjálfur hefur Nunes sagt lítið en varaformaður nefndarinnar, Demókratinn Adam Schiff, segir minnisblaðið var fullt af rangfærslum og vitnað sé í leynileg skjöl sem flestir meðlimir nefndarinnar hafi viðurkennt að þeir hafi ekki séð. Þá hefur nefndin neitað að veita FBI eða dómsmálaráðuneytinu aðgang að skjalinu, svo forsvarsmenn þeirra stofnana hafa hvorki geta skoðað það eða tjáð sig um það. Þingnefnd öldungadeildarinnar um njósnamál hefur heldur ekki fengið aðgang að minnisblaðinu. Blaðamenn Lawfare hringdu í alla Repúblikana í njósnanefndinni og spurðu þá hvort þeir væru tilbúnir til að standa með því sem Nunes heldur fram í minnisblaðinu. Einungis tveir af tólf sögðu já.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sent opinbert bréf til Nunes og krafist þess að fá að sjá minnisblaðið áður en það verður gert opinbert. Annað væri „einstaklega glæfralegt“, þar sem það gæti opinberað leyndarmál og jafnvel heimildarmenn. Sérstaklega með tilliti til þess að þingmenn hafi viðurkennt að þeir viti ekki hvaðan meintar leyniupplýsingar koma. Nokkrir þingmenn hafa haldið minnisblaðinu á lofti sem sönnun þess að illa hafi verið komið fram við Trump og lög hafi verið brotin, án þess þó að veita nokkrum aðgang að því.Stuðningsmenn forsetans í fjölmiðlum hafa einnig hyllt minnisblaðið, án þess að hafa hugmynd um hvað stendur í því og hvort eitthvað af því sé satt, og kallað eftir því að það verði opinberað. #ReleaseTheMemo hefur verið notað óspart á Twitter, Facebook og öðrum samfélagsmiðlum síðustu vikuna og er allt útlit að minnisblaðið verði opinberað á næstunni. Sérfræðingar hafa þó rekið notkun #ReleaseTheMemo til svokallaðra botta á Twitter sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Þá hefur Wikileaks heitið milljón dala til þess sem útvegar þeim minnisblaðið. Demókratar segja það til marks um yfirstandandi árás Rússlands gegn lýðveldi í Bandaríkjunum. „Það kemur ekki á óvart að sömu öfl og gengu til liðs við Repúblikana í framboði Trump eru nú að hjálpa þeim við árásir þeirra á FBI. Wikileaks, Julian Assange og rússneskir bottar kynda nú árásirnar,“ segir i minnisblaði sem Demókratar í njósnanefnd fulltrúadeildarinnar gerðu.Skýrslan Áðurnefnd skýrsla Fusion GPS hefur lengi verið notuð til að ráðast á FBI og rannsókn Mueller. Skýrslan var unnin úr gögnum fyrrverandi bresks njósnara sem heitir Christopher Steele. Upprunalega borgaði fréttamiðillinn hægri sinnaði, Free Beacon, fyrir gerð skýrslunnar og var markmiðið að finna upplýsingar sem kæmu niður á Donald Trump þegar hann var einn frambjóðenda í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Framboð Hillary Clinton tók svo við eftir að Trump tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Stuðningsmenn Trump, þar á meðal á Fox, segja FBI hafa notað skýrsluna til að fá heimildir til að hlera menn sem komu að framboði Trump. Steele hóf rannsókn sína í júní 2016 og rannsókn FBI hófst í júlí.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Áðurnefndir stuðningsmenn segja, iðulega og án nokkurs rökstuðnings, að búið sé að sýna fram á að skýrsla Steele sé eintómur þvættingur og því hefði ekki átt að veita FBI heimildir til hleranna og rannsókn FBI á framboði Trump hefði aldrei átt að komast á laggirnar. Glenn Simpson, framkvæmdastjóri Fusion GPS, ræddi við þingmenn í fyrra og þá sagði hann að Steele hefði rætt við útsendara FBI í fyrra og kynnt honum niðurstöður sínar vegna þess að hann óttaðist að yfirvöld Rússlands hefðu náð til Trump og starfsmanna hans fyrir kosningarnar. Steele var hins vegar sagt að FBI hefði þegar fengið upplýsingar um slíkt. Þar virðist hann hafa átt við að George Papadopoulos, ráðgjafi framboðs Trump varðandi utanríkismál, sagði embættismanni frá Ástralíu að Rússar sætu á upplýsingum sem myndu koma sér illa fyrir Hillary Clinton. Það gerði hann í London um tveimur mánuðum áður en upplýsingar úr tölvuárásum á landsnefnd Demókrataflokksins voru gerðar opinberar. Yfirvöld Ástralíu gerðu FBI viðvart.Sjá einnig: Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbertPapadopoulos hefur nú játað að hafa logið að starfsmanni FBI um fundi sína við rússneska embættismenn og er vitni í rannsókn Mueller.Smáskilaboðin Hluti af samsæriskenningum repúblikana um rannsókn Mueller lýtur að samskiptum tveggja fyrrverandi starfsmanna við rannsóknina. Starfsmaður FBI sem heitir Peter Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Þar að auki voru nokkur óljós skilaboð sem vísuðu til „tryggingar“ og „leynisamfélags“ en samhengi skilaboðanna liggur ekki fyrir. Stuðningsmenn og starfsmenn Trump segja skilaboðin til marks um það að rannsóknin gegn Trump hafi verið sett af stað á skuggalegum forsendum. Þingmaðurinn Ron Johnson sagði á Fox á þriðjudaginn að hann vissi af uppljóstrara sem hefði sagt þinginu frá leynifundum. Johnson sagði þó ekkert meira um hverjir hefðu sótt meintan fund og hver tilgangur hans hefði verið. Þá sagði FBI að tugir þúsunda smáskilaboða starfsmanna sinna frá því í desember 2016 og til maí 2017 hefðu ekki verið vistuð. FBI segir að um tæknileg mistök hafi verið að ræða en ýmsir Trump-liðar hafa gefið í skyn að eitthvað dularfullt sé á seiði. Þar á meðal er Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sem sagði „útlit fyrir óeðlilegt og mögulega ólöglegt athæfi“ innan Alríkislögreglunnar. Þá hefur Lou Dobbs í þætti sínum á Fox sagt að starfsmenn U.S. Marshals löggæslustofnunarinnar hefðu átt að ráðast til atlögu gegn dómsmálaráðuneytinu og FBI. Tími væri kominn til að „lýsa yfir stríðið“ gegn Djúpríkinu.Robert Mueller vísaði Strzok frá rannsókninni í júlí, þegar smáskilaboðin uppgötvuðust svo aðkoma hans hefur verið takmörkuð. Þá er vert að taka fram að þau töluðu einnig illa um aðra stjórnmálamenn eins og Bernie Sanders.Sjá einnig: Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Varðandi hina meintu tryggingu og hið meinta leynifélag er ómögulegt að segja hvert samhengið var. Í öðrum skilaboðum ræddi Strzok um að hann hefði ekki mikla trú á því að rannsókn Mueller myndi finna eitthvað saknæmt og var hann því efins um að ganga til liðs við hana. Það er ekki til marks um að hann hafi farið á fundi leynifélags sem hafði ákveðið að gera út af við forsetatíð Trump, ef hann yrði kosinn forseti, með ólöglegri rannsókn og fölsuðum sönnunargögnum. Þar að auki hefur komið í ljós að skilaboðin um leynifélag innan FBI voru brandari meðal starfsmanna, sem snýr að grín-gjöf á dagatali með myndum af Vladimir Putin. Eftir að það kom í ljós hefur alger þögn ríkt um hið meinta leynifélag á Fox. Á þriðjudaginn og miðvikudaginn kom orðið „leynifélag“ rúmlega hundrað sinnum upp á sjónvarpsstöðinni en svo virðist sem að það hafi ekki verið nefnt einu sinni í gær. Ekkert var sagt um hvernig leynifélag innan FBI væri að reyna að koma Trump frá völdum og þar að auki var ekkert fjallað um að um brandara hefði verið að ræða.Þingmenn Repúblikanaflokksins, sem hafa tekið þátt í umræðunni um leynifélagið, hafa nú einnig dregið í land með ásakanir sínar. Varðandi hin týndu skilaboð, sem nú hafa fundist, þá þýðir það að þúsundir skilaboða hafi tapast ekki að eitthvað gruggugt sé á kreiki. Trump hefur þó ítrekað notast við slík rök og þá sérstaklega varðandi tölvupósta Hillary Clinton. Hún eyddi rúmlega 30 þúsund tölvupóstum frá því hún starfaði fyrir Hvíta húsið og sagði þá hafa verið persónulegs eðlis.Sjá einnig: Trump hvetur Rússa til að leka tölvupóstum Hillary Clinton Trump hefur ávallt gefið í skyn að hún hafi gert það til að fela upplýsingar sem hefðu komið niður á henni og eðli málsins samkvæmt er ómögulegt að berjast gegn slíkum ásökunum þar sem tölvupóstunum hefur verið eytt. Hin týndu skilaboð fundust svo í gær en ekki hefur komið fram hvað er í þeim. Næstráðandi FBI Andrew McGabe, næstráðandi FBI, leiddi rannsókn stofnunarinnar á meðferð Hillary Clinton á opinberum tölvupóstum. Hann hefur ítrekað verið skotmark Trump og stuðningsmanna hans og er sagður ekki hafa sinnt áðurnefndri rannsókn af heilindum. Ástæðan sem Trump nefnir er að árið 2015 bauð eiginkona McCabe sig fram til ríkisþings Virginíu fyrir Demókrataflokkinn og fékk framboð hennar fjárhagslegan stuðning frá samtökum sem Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri og bandamaður Hillary Clinton, stýrir. Þá gagnrýndi Trump McGabe á Twitter í síðasta mánuði og virtist óánægður með að hann myndi mögulega ekki geta rekið hann áður en hann sest í helgan stein.FBI Deputy Director Andrew McCabe is racing the clock to retire with full benefits. 90 days to go?!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2017 Vert er að benda á að framboð eiginkonu McGabe var misheppnað og því lauk árið 2015, áður en hann varð næstráðandi FBI. Þegar hann var settur yfir tölvupóstarannsóknina úrskurðuðu innri rannsakendur FBI að enginn hagsmunaárekstur væri til staðar.Þingmenn byrjaðir að gagnrýna FBI Á sama tíma og aukinn kraftur virðist vera að færast í rannsókn Robert Mueller, sem hefur rætt við fjölda starfsmanna Hvíta hússins og helstu ráðgjafa Trump og hefur einnig gefið út að hann vilji ræða við forsetann sjálfan, hafa árásir Trump-liða færst í aukana. Bæði hvað varðar fjölda og umsvif. Þær ásakanir hafa iðulega snúið að samsæriskenningum sem lítill fótur er fyrir. Þáttastjórnendur Fox hafa tekið virkan þátt i að dreifa umræddum samsæriskenningum en nú eru þingmenn Repúblikanaflokksins einnig farnir að taka virkan þátt í því, sem þeir hafa flestir ekki gert áður. Formenn þingnefnda hafa kallað eftir rannsóknum á FBI og þingmenn hafa jafnvel kallað eftir því að skipt verði um stjórenndur stofnunarinnar. Hér má sjá Sean Hannity í gær ræða fregnir um að Donald Trump hafi krafist þess að í júní að Mueller yrði rekinn. Í fyrstu sagði Hannity að um falskar fréttir væri að ræða og sagði hann New York Times hafa iðulega rangt fyrir sér. Nokkrum mínútum seinna höfðu fregnirnar þó verið staðfestar. Þá vildi Hannity ekki ræða það að öðru leyti en að Trump hefði rétt á því að reka Mueller. Í stað þess að ræða það frekar sýndi hann myndband af árekstri.Sean Hannity: The New York Times is trying to distract you. They say Trump tried to fire Mueller, but our sources aren't confirming that!Sean Hannity, minutes later: Alright, yeah, maybe our sources confirm Trump wanted to fire Mueller. But so what? That's his right. Anywho... pic.twitter.com/yUIt7Un56d— Matt Fuller (@MEPFuller) January 26, 2018 Ástralía Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Rússarannsóknin Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent
Stuðningsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í fjölmiðlum ytra hafa á undanförnum mánuðum varið mikilli orku í að ráðast gegn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og Robert Mueller, sérstökum saksóknara dómsmálaráðuneytisins. Samsæriskenningar um „Djúpríkið“ (Deep State), opinbera starfsmenn og starfsmenn öryggisstofnanna Bandaríkjanna sem berjast gegn hægri sinnuðum stjórnmálamönnum og gildum þeirra, hafa farið víða um á internetinu og jafnvel náð inn á stóra fjölmiðla eins og Fox. Breitbart hefur sömuleiðis tekið virkan þátt í þeirri umræðu. Þar að auki hafa nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tekið upp hinar ýmsu samsæriskenningar. Meðal annars þá kenningu að Djúpríkið hefði falsað upplýsingar um efnavopnaáætlun Saddam Hussein til að grafa undan George W. Bush. Meðal þess sem Trump-liðar hafa haldið fram er að stjórnendur FBI séu andsnúnir Trump. Að gífurleg spilling ríki innan FBI og þar sé mögulega leynifélag sem hittist reglulega til að finna leiðir til að herja á forsetann. Farið verður nánar yfir þau atriði hér að neðan. Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins.Elskaði FBI í tvær vikur Rætur þessara árása má rekja til tveggja vikna tímabils undir lok ársins 2016. Þá steig James Comey, þáverandi yfirmaður FBI, fram og sagði að hið umdeilda tölvupóstamál Hillary Clinton væri enn til rannsóknar eftir að nýir póstar hefðu fundist. Trump nýtti hvert tækifæri á þessum tveimur vikum til að lofa Comey, Alríkislögregluna og rannsókn þeirra á meðferð Hillary Clinton á opinberum tölvupóstum. Skömmu eftir forsetakosningarnar kom þó í ljós að FBI væri að rannsaka afskipti rússneskra stjórnvalda af kosningunum og mögulega aðkomu framboðs Trump af þeim afskiptum. Trump brást við þeim fregnum með því að gagnrýna Comey og FBI harðlega. Sömuleiðis gagnrýndi hann leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna en forsvarsmenn þeirra lýstu því yfir að þeir væru sannfærðir um að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum og markmið þeirra hefði verið að tryggja Trump sigur. Í mars í fyrra hélt Trump því fram á Twitter að leyniþjónustur hefðu hlerað höfuðstöðvar framboðs hans í Trump-turninum í New York. Bent er á í umfjöllun Washington Post að sú staðhæfing var sett fram án nokkurra raka og í ljós hefur komið að hún var með öllu ósönn.Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017How low has President Obama gone to tapp my phones during the very sacred election process. This is Nixon/Watergate. Bad (or sick) guy! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Trump hélt því einnig fram að Obama hefði fengið leyniþjónustu Bretlands til að hlera turninn. Bretar brugðust reiðir við. Þeir sögðu staðhæfingu Trump vera vitleysu og þær væru algerlega rangar og kröfðust þess að yfirvöld Bandaríkjanna myndu aldrei endurtaka þessar ásakanir. Hvíta húsið samþykkti það.Staðhæfingar forsetans voru rannsakaðar í nokkrum þingnefndum og leiðtogar Repúblikanaflokksins höfnuðu þeim alfarið.Sjá einnig: Comey afneitar ásökunum Trump um hleranirStarfsmenn Hvíta hússins og stuðningsmenn Trump komu honum hins vegar strax til aðstoðar. Varnirnar hættu þó fljótt að snúast um ranga staðhæfingu forsetans og þess í stað snerust þær um að hann væri fórnarlamb ósanngjarnar rannsóknar sem væri drifin áfram af lygum og pólitískum andstæðingum hans. Starfsmaður Hvíta hússins veitti svo þingmanninum Devin Nunes leynileg gögn sem sýndu að starfsmenn Barack Obama hefðu aflétt leynd af nöfnum bandamanna Trump sem voru hleraðir af leyniþjónustum Bandaríkjanna. Hvíta hús Trump neitaði upprunalega fyrir að hafa lekið gögnunum til Nunes.Sjá einnig: Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Leyniþjónusturnar voru þó að hlera erlenda aðila, eins og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, þegar upptökur náðust af samtölum hans við bandamenn Trump. Þegar slíkt gerist eru nöfn Bandaríkjamannanna sem um ræðir hulin á skýrslum um upptökurnar. Ef opinber starfsmaður, sem vinnur við þjóðaröryggismál, telur sig þurfa að vita hvaða bandaríska aðila um sé að ræða í skýrslum um umræddar hleranir, getur sá farið fram á að fá nafnið. Hver öryggisstofnun er svo með eigin starfsreglur um það hvernig slíkt ferli fer fram og hvort beiðnin sé samþykkt. Farið er nánar yfir þá ferla á vef USA Today.Rauði þráðurinn í umræðu stuðningsmanna Trump hefur verið á þessa leið síðan. Hann hafi ekki gert neitt af sér og sé hið raunverulega fórnarlamb.Umdeilt minnisblað Nýjasta dæmið um tilraunir repúblikana til að dreifa athygli frá rannsókn Mueller er minnisblað sem Devin Nunes skrifaði. Í því heldur hann fram að öryggisstofnanir hafi brotið á rétti Trump og beitt ólöglegum leiðum til að hlera hann og starfsmenn hans. Þá er því haldið fram að rannsókn FBI byggi á umdeildri skýrslu sem unnin var af fyrirtækinu Fusion GPS og fjallaði meðal annars um tengingar Trump við Rússland. Leynd hvílir yfir minnisblaðinu og hafa engir séð það nema meðlimir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál. Nunes stýrir nefndinni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins segir ásakanirnar í minnisblaðinu vera „verri en Watergate“. Sjálfur hefur Nunes sagt lítið en varaformaður nefndarinnar, Demókratinn Adam Schiff, segir minnisblaðið var fullt af rangfærslum og vitnað sé í leynileg skjöl sem flestir meðlimir nefndarinnar hafi viðurkennt að þeir hafi ekki séð. Þá hefur nefndin neitað að veita FBI eða dómsmálaráðuneytinu aðgang að skjalinu, svo forsvarsmenn þeirra stofnana hafa hvorki geta skoðað það eða tjáð sig um það. Þingnefnd öldungadeildarinnar um njósnamál hefur heldur ekki fengið aðgang að minnisblaðinu. Blaðamenn Lawfare hringdu í alla Repúblikana í njósnanefndinni og spurðu þá hvort þeir væru tilbúnir til að standa með því sem Nunes heldur fram í minnisblaðinu. Einungis tveir af tólf sögðu já.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sent opinbert bréf til Nunes og krafist þess að fá að sjá minnisblaðið áður en það verður gert opinbert. Annað væri „einstaklega glæfralegt“, þar sem það gæti opinberað leyndarmál og jafnvel heimildarmenn. Sérstaklega með tilliti til þess að þingmenn hafi viðurkennt að þeir viti ekki hvaðan meintar leyniupplýsingar koma. Nokkrir þingmenn hafa haldið minnisblaðinu á lofti sem sönnun þess að illa hafi verið komið fram við Trump og lög hafi verið brotin, án þess þó að veita nokkrum aðgang að því.Stuðningsmenn forsetans í fjölmiðlum hafa einnig hyllt minnisblaðið, án þess að hafa hugmynd um hvað stendur í því og hvort eitthvað af því sé satt, og kallað eftir því að það verði opinberað. #ReleaseTheMemo hefur verið notað óspart á Twitter, Facebook og öðrum samfélagsmiðlum síðustu vikuna og er allt útlit að minnisblaðið verði opinberað á næstunni. Sérfræðingar hafa þó rekið notkun #ReleaseTheMemo til svokallaðra botta á Twitter sem sagðir eru tengjast Rússlandi. Þá hefur Wikileaks heitið milljón dala til þess sem útvegar þeim minnisblaðið. Demókratar segja það til marks um yfirstandandi árás Rússlands gegn lýðveldi í Bandaríkjunum. „Það kemur ekki á óvart að sömu öfl og gengu til liðs við Repúblikana í framboði Trump eru nú að hjálpa þeim við árásir þeirra á FBI. Wikileaks, Julian Assange og rússneskir bottar kynda nú árásirnar,“ segir i minnisblaði sem Demókratar í njósnanefnd fulltrúadeildarinnar gerðu.Skýrslan Áðurnefnd skýrsla Fusion GPS hefur lengi verið notuð til að ráðast á FBI og rannsókn Mueller. Skýrslan var unnin úr gögnum fyrrverandi bresks njósnara sem heitir Christopher Steele. Upprunalega borgaði fréttamiðillinn hægri sinnaði, Free Beacon, fyrir gerð skýrslunnar og var markmiðið að finna upplýsingar sem kæmu niður á Donald Trump þegar hann var einn frambjóðenda í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar. Framboð Hillary Clinton tók svo við eftir að Trump tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins. Stuðningsmenn Trump, þar á meðal á Fox, segja FBI hafa notað skýrsluna til að fá heimildir til að hlera menn sem komu að framboði Trump. Steele hóf rannsókn sína í júní 2016 og rannsókn FBI hófst í júlí.Sjá einnig: Frásagnir af gylltum sturtum og kúgunum Rússa „nornaveiðar“ Áðurnefndir stuðningsmenn segja, iðulega og án nokkurs rökstuðnings, að búið sé að sýna fram á að skýrsla Steele sé eintómur þvættingur og því hefði ekki átt að veita FBI heimildir til hleranna og rannsókn FBI á framboði Trump hefði aldrei átt að komast á laggirnar. Glenn Simpson, framkvæmdastjóri Fusion GPS, ræddi við þingmenn í fyrra og þá sagði hann að Steele hefði rætt við útsendara FBI í fyrra og kynnt honum niðurstöður sínar vegna þess að hann óttaðist að yfirvöld Rússlands hefðu náð til Trump og starfsmanna hans fyrir kosningarnar. Steele var hins vegar sagt að FBI hefði þegar fengið upplýsingar um slíkt. Þar virðist hann hafa átt við að George Papadopoulos, ráðgjafi framboðs Trump varðandi utanríkismál, sagði embættismanni frá Ástralíu að Rússar sætu á upplýsingum sem myndu koma sér illa fyrir Hillary Clinton. Það gerði hann í London um tveimur mánuðum áður en upplýsingar úr tölvuárásum á landsnefnd Demókrataflokksins voru gerðar opinberar. Yfirvöld Ástralíu gerðu FBI viðvart.Sjá einnig: Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbertPapadopoulos hefur nú játað að hafa logið að starfsmanni FBI um fundi sína við rússneska embættismenn og er vitni í rannsókn Mueller.Smáskilaboðin Hluti af samsæriskenningum repúblikana um rannsókn Mueller lýtur að samskiptum tveggja fyrrverandi starfsmanna við rannsóknina. Starfsmaður FBI sem heitir Peter Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Þar að auki voru nokkur óljós skilaboð sem vísuðu til „tryggingar“ og „leynisamfélags“ en samhengi skilaboðanna liggur ekki fyrir. Stuðningsmenn og starfsmenn Trump segja skilaboðin til marks um það að rannsóknin gegn Trump hafi verið sett af stað á skuggalegum forsendum. Þingmaðurinn Ron Johnson sagði á Fox á þriðjudaginn að hann vissi af uppljóstrara sem hefði sagt þinginu frá leynifundum. Johnson sagði þó ekkert meira um hverjir hefðu sótt meintan fund og hver tilgangur hans hefði verið. Þá sagði FBI að tugir þúsunda smáskilaboða starfsmanna sinna frá því í desember 2016 og til maí 2017 hefðu ekki verið vistuð. FBI segir að um tæknileg mistök hafi verið að ræða en ýmsir Trump-liðar hafa gefið í skyn að eitthvað dularfullt sé á seiði. Þar á meðal er Sarah Huckabee Sanders, talskona Trump, sem sagði „útlit fyrir óeðlilegt og mögulega ólöglegt athæfi“ innan Alríkislögreglunnar. Þá hefur Lou Dobbs í þætti sínum á Fox sagt að starfsmenn U.S. Marshals löggæslustofnunarinnar hefðu átt að ráðast til atlögu gegn dómsmálaráðuneytinu og FBI. Tími væri kominn til að „lýsa yfir stríðið“ gegn Djúpríkinu.Robert Mueller vísaði Strzok frá rannsókninni í júlí, þegar smáskilaboðin uppgötvuðust svo aðkoma hans hefur verið takmörkuð. Þá er vert að taka fram að þau töluðu einnig illa um aðra stjórnmálamenn eins og Bernie Sanders.Sjá einnig: Mueller veik FBI-manni til hliðar vegna skilaboða um Trump Varðandi hina meintu tryggingu og hið meinta leynifélag er ómögulegt að segja hvert samhengið var. Í öðrum skilaboðum ræddi Strzok um að hann hefði ekki mikla trú á því að rannsókn Mueller myndi finna eitthvað saknæmt og var hann því efins um að ganga til liðs við hana. Það er ekki til marks um að hann hafi farið á fundi leynifélags sem hafði ákveðið að gera út af við forsetatíð Trump, ef hann yrði kosinn forseti, með ólöglegri rannsókn og fölsuðum sönnunargögnum. Þar að auki hefur komið í ljós að skilaboðin um leynifélag innan FBI voru brandari meðal starfsmanna, sem snýr að grín-gjöf á dagatali með myndum af Vladimir Putin. Eftir að það kom í ljós hefur alger þögn ríkt um hið meinta leynifélag á Fox. Á þriðjudaginn og miðvikudaginn kom orðið „leynifélag“ rúmlega hundrað sinnum upp á sjónvarpsstöðinni en svo virðist sem að það hafi ekki verið nefnt einu sinni í gær. Ekkert var sagt um hvernig leynifélag innan FBI væri að reyna að koma Trump frá völdum og þar að auki var ekkert fjallað um að um brandara hefði verið að ræða.Þingmenn Repúblikanaflokksins, sem hafa tekið þátt í umræðunni um leynifélagið, hafa nú einnig dregið í land með ásakanir sínar. Varðandi hin týndu skilaboð, sem nú hafa fundist, þá þýðir það að þúsundir skilaboða hafi tapast ekki að eitthvað gruggugt sé á kreiki. Trump hefur þó ítrekað notast við slík rök og þá sérstaklega varðandi tölvupósta Hillary Clinton. Hún eyddi rúmlega 30 þúsund tölvupóstum frá því hún starfaði fyrir Hvíta húsið og sagði þá hafa verið persónulegs eðlis.Sjá einnig: Trump hvetur Rússa til að leka tölvupóstum Hillary Clinton Trump hefur ávallt gefið í skyn að hún hafi gert það til að fela upplýsingar sem hefðu komið niður á henni og eðli málsins samkvæmt er ómögulegt að berjast gegn slíkum ásökunum þar sem tölvupóstunum hefur verið eytt. Hin týndu skilaboð fundust svo í gær en ekki hefur komið fram hvað er í þeim. Næstráðandi FBI Andrew McGabe, næstráðandi FBI, leiddi rannsókn stofnunarinnar á meðferð Hillary Clinton á opinberum tölvupóstum. Hann hefur ítrekað verið skotmark Trump og stuðningsmanna hans og er sagður ekki hafa sinnt áðurnefndri rannsókn af heilindum. Ástæðan sem Trump nefnir er að árið 2015 bauð eiginkona McCabe sig fram til ríkisþings Virginíu fyrir Demókrataflokkinn og fékk framboð hennar fjárhagslegan stuðning frá samtökum sem Terry McAuliffe, fyrrverandi ríkisstjóri og bandamaður Hillary Clinton, stýrir. Þá gagnrýndi Trump McGabe á Twitter í síðasta mánuði og virtist óánægður með að hann myndi mögulega ekki geta rekið hann áður en hann sest í helgan stein.FBI Deputy Director Andrew McCabe is racing the clock to retire with full benefits. 90 days to go?!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2017 Vert er að benda á að framboð eiginkonu McGabe var misheppnað og því lauk árið 2015, áður en hann varð næstráðandi FBI. Þegar hann var settur yfir tölvupóstarannsóknina úrskurðuðu innri rannsakendur FBI að enginn hagsmunaárekstur væri til staðar.Þingmenn byrjaðir að gagnrýna FBI Á sama tíma og aukinn kraftur virðist vera að færast í rannsókn Robert Mueller, sem hefur rætt við fjölda starfsmanna Hvíta hússins og helstu ráðgjafa Trump og hefur einnig gefið út að hann vilji ræða við forsetann sjálfan, hafa árásir Trump-liða færst í aukana. Bæði hvað varðar fjölda og umsvif. Þær ásakanir hafa iðulega snúið að samsæriskenningum sem lítill fótur er fyrir. Þáttastjórnendur Fox hafa tekið virkan þátt i að dreifa umræddum samsæriskenningum en nú eru þingmenn Repúblikanaflokksins einnig farnir að taka virkan þátt í því, sem þeir hafa flestir ekki gert áður. Formenn þingnefnda hafa kallað eftir rannsóknum á FBI og þingmenn hafa jafnvel kallað eftir því að skipt verði um stjórenndur stofnunarinnar. Hér má sjá Sean Hannity í gær ræða fregnir um að Donald Trump hafi krafist þess að í júní að Mueller yrði rekinn. Í fyrstu sagði Hannity að um falskar fréttir væri að ræða og sagði hann New York Times hafa iðulega rangt fyrir sér. Nokkrum mínútum seinna höfðu fregnirnar þó verið staðfestar. Þá vildi Hannity ekki ræða það að öðru leyti en að Trump hefði rétt á því að reka Mueller. Í stað þess að ræða það frekar sýndi hann myndband af árekstri.Sean Hannity: The New York Times is trying to distract you. They say Trump tried to fire Mueller, but our sources aren't confirming that!Sean Hannity, minutes later: Alright, yeah, maybe our sources confirm Trump wanted to fire Mueller. But so what? That's his right. Anywho... pic.twitter.com/yUIt7Un56d— Matt Fuller (@MEPFuller) January 26, 2018