Röð mistaka Landspítalans talin upp í dómi Hæstaréttar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 19:45 Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. Lögmaður konunnar segir undirmatsgerð telja upp öll mistök Landspítalans við meðferð mannsins í fjórum stafliðum. Páll Hersteinsson lést fimm klukkustundum eftir útskrift af Landspítalanum eftir vikudvöl þar. Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur en hvorki hann né Ástríður Pálsdóttir, eiginkona hans, fengu að vita sjúkdómsgreininguna. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum lýsir Ástríður baráttu sinni við kerfið frá andláti eiginmannsins, takmörkuðum aðgangi að gögnum og litlum vilja yfirvalda til að rannsaka málið, og segir hún engan vafa leika á að um endurtekin mistök, vanrækslu og kolranga meðferð hafi verið að ræða. Og í dag dæmdi hæstiréttur Íslands í málinu. „Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Landlæknir taldi ekkert að meðferðinni, Sjúkratryggingar Íslands töldu það ekki, lögregla vildi ekki hafa afskipti af málinu. Árið 2013 stefndum við ríkinu og erum nú 2018 að fá niðurstöðu í þessu máli," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ástríðar. Ástríði eru dæmdar alls 27 milljónir í bætur og málskostnað sem Sigurður telur vera einsdæmi þegar kemur að bótum fyrir missi maka. Einnig sé dómurinn merkilegur vegna undirmatsgerðar sem gerð var. „Þetta mál er mjög merkilegt að því leyti að til grundvallar dómsniðurstöðu liggur undirmatsgerð þar sem farið er yfir læknismeðferðina frá a til ö og talin upp í fjórum stafliðum öll þau mistök sem gerð voru á Landspítalanum við meðferð þessa sjúklings. Þannig að dómurinn og öll gögnin að baki honum eru kennslugögn fyrir læknadeildina á Íslandi.“ Á dánarvottorði Páls kemur fram að dánarorsök hafi verið hjartastopp. Ástríður hefur alltaf gert athugasemd við þetta, enda þótt hjartað hafi vissulega stoppað þá liggi ákveðnar ástæður að baki því. Næstu skref hjá Ástríði verður að kæra krufningu á líkinu. „Ég sagði það við flutning í Hæstarétti að það væri í raun líkrán þegar lík er krufið án samþykkis aðstandanda þegar í raun hefði átt að fara fram réttarkrufning undir lögreglueftirliti.“ Tengdar fréttir Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. Lögmaður konunnar segir undirmatsgerð telja upp öll mistök Landspítalans við meðferð mannsins í fjórum stafliðum. Páll Hersteinsson lést fimm klukkustundum eftir útskrift af Landspítalanum eftir vikudvöl þar. Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur en hvorki hann né Ástríður Pálsdóttir, eiginkona hans, fengu að vita sjúkdómsgreininguna. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum lýsir Ástríður baráttu sinni við kerfið frá andláti eiginmannsins, takmörkuðum aðgangi að gögnum og litlum vilja yfirvalda til að rannsaka málið, og segir hún engan vafa leika á að um endurtekin mistök, vanrækslu og kolranga meðferð hafi verið að ræða. Og í dag dæmdi hæstiréttur Íslands í málinu. „Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Landlæknir taldi ekkert að meðferðinni, Sjúkratryggingar Íslands töldu það ekki, lögregla vildi ekki hafa afskipti af málinu. Árið 2013 stefndum við ríkinu og erum nú 2018 að fá niðurstöðu í þessu máli," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ástríðar. Ástríði eru dæmdar alls 27 milljónir í bætur og málskostnað sem Sigurður telur vera einsdæmi þegar kemur að bótum fyrir missi maka. Einnig sé dómurinn merkilegur vegna undirmatsgerðar sem gerð var. „Þetta mál er mjög merkilegt að því leyti að til grundvallar dómsniðurstöðu liggur undirmatsgerð þar sem farið er yfir læknismeðferðina frá a til ö og talin upp í fjórum stafliðum öll þau mistök sem gerð voru á Landspítalanum við meðferð þessa sjúklings. Þannig að dómurinn og öll gögnin að baki honum eru kennslugögn fyrir læknadeildina á Íslandi.“ Á dánarvottorði Páls kemur fram að dánarorsök hafi verið hjartastopp. Ástríður hefur alltaf gert athugasemd við þetta, enda þótt hjartað hafi vissulega stoppað þá liggi ákveðnar ástæður að baki því. Næstu skref hjá Ástríði verður að kæra krufningu á líkinu. „Ég sagði það við flutning í Hæstarétti að það væri í raun líkrán þegar lík er krufið án samþykkis aðstandanda þegar í raun hefði átt að fara fram réttarkrufning undir lögreglueftirliti.“
Tengdar fréttir Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45