Röð mistaka Landspítalans talin upp í dómi Hæstaréttar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 19:45 Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. Lögmaður konunnar segir undirmatsgerð telja upp öll mistök Landspítalans við meðferð mannsins í fjórum stafliðum. Páll Hersteinsson lést fimm klukkustundum eftir útskrift af Landspítalanum eftir vikudvöl þar. Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur en hvorki hann né Ástríður Pálsdóttir, eiginkona hans, fengu að vita sjúkdómsgreininguna. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum lýsir Ástríður baráttu sinni við kerfið frá andláti eiginmannsins, takmörkuðum aðgangi að gögnum og litlum vilja yfirvalda til að rannsaka málið, og segir hún engan vafa leika á að um endurtekin mistök, vanrækslu og kolranga meðferð hafi verið að ræða. Og í dag dæmdi hæstiréttur Íslands í málinu. „Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Landlæknir taldi ekkert að meðferðinni, Sjúkratryggingar Íslands töldu það ekki, lögregla vildi ekki hafa afskipti af málinu. Árið 2013 stefndum við ríkinu og erum nú 2018 að fá niðurstöðu í þessu máli," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ástríðar. Ástríði eru dæmdar alls 27 milljónir í bætur og málskostnað sem Sigurður telur vera einsdæmi þegar kemur að bótum fyrir missi maka. Einnig sé dómurinn merkilegur vegna undirmatsgerðar sem gerð var. „Þetta mál er mjög merkilegt að því leyti að til grundvallar dómsniðurstöðu liggur undirmatsgerð þar sem farið er yfir læknismeðferðina frá a til ö og talin upp í fjórum stafliðum öll þau mistök sem gerð voru á Landspítalanum við meðferð þessa sjúklings. Þannig að dómurinn og öll gögnin að baki honum eru kennslugögn fyrir læknadeildina á Íslandi.“ Á dánarvottorði Páls kemur fram að dánarorsök hafi verið hjartastopp. Ástríður hefur alltaf gert athugasemd við þetta, enda þótt hjartað hafi vissulega stoppað þá liggi ákveðnar ástæður að baki því. Næstu skref hjá Ástríði verður að kæra krufningu á líkinu. „Ég sagði það við flutning í Hæstarétti að það væri í raun líkrán þegar lík er krufið án samþykkis aðstandanda þegar í raun hefði átt að fara fram réttarkrufning undir lögreglueftirliti.“ Tengdar fréttir Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða konu alls 27 milljónir króna í bætur og málskostnað vegna mistaka við greiningu og meðferð á eiginmanni hennar á Landspítalanum. Lögmaður konunnar segir undirmatsgerð telja upp öll mistök Landspítalans við meðferð mannsins í fjórum stafliðum. Páll Hersteinsson lést fimm klukkustundum eftir útskrift af Landspítalanum eftir vikudvöl þar. Páll var greindur með blóðtappa í bláæðum í meltingarvegi sem er lífshættulegur sjúkdómur en hvorki hann né Ástríður Pálsdóttir, eiginkona hans, fengu að vita sjúkdómsgreininguna. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir fjórum árum lýsir Ástríður baráttu sinni við kerfið frá andláti eiginmannsins, takmörkuðum aðgangi að gögnum og litlum vilja yfirvalda til að rannsaka málið, og segir hún engan vafa leika á að um endurtekin mistök, vanrækslu og kolranga meðferð hafi verið að ræða. Og í dag dæmdi hæstiréttur Íslands í málinu. „Þetta er búið að vera mikil þrautaganga. Landlæknir taldi ekkert að meðferðinni, Sjúkratryggingar Íslands töldu það ekki, lögregla vildi ekki hafa afskipti af málinu. Árið 2013 stefndum við ríkinu og erum nú 2018 að fá niðurstöðu í þessu máli," segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ástríðar. Ástríði eru dæmdar alls 27 milljónir í bætur og málskostnað sem Sigurður telur vera einsdæmi þegar kemur að bótum fyrir missi maka. Einnig sé dómurinn merkilegur vegna undirmatsgerðar sem gerð var. „Þetta mál er mjög merkilegt að því leyti að til grundvallar dómsniðurstöðu liggur undirmatsgerð þar sem farið er yfir læknismeðferðina frá a til ö og talin upp í fjórum stafliðum öll þau mistök sem gerð voru á Landspítalanum við meðferð þessa sjúklings. Þannig að dómurinn og öll gögnin að baki honum eru kennslugögn fyrir læknadeildina á Íslandi.“ Á dánarvottorði Páls kemur fram að dánarorsök hafi verið hjartastopp. Ástríður hefur alltaf gert athugasemd við þetta, enda þótt hjartað hafi vissulega stoppað þá liggi ákveðnar ástæður að baki því. Næstu skref hjá Ástríði verður að kæra krufningu á líkinu. „Ég sagði það við flutning í Hæstarétti að það væri í raun líkrán þegar lík er krufið án samþykkis aðstandanda þegar í raun hefði átt að fara fram réttarkrufning undir lögreglueftirliti.“
Tengdar fréttir Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Fær sautján milljónir frá ríkinu eftir margra ára baráttu Ástríður Pálsdóttir hefur frá árinu 2011 barist við ríkið vegna læknamistaka sem leiddu til dauða eiginmanns hennar. 25. janúar 2018 16:45