Fá 48 tíma til að vinna saman tölvuleik Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2018 07:00 Alexandra Bjargardóttir hjá CCP, einn skipuleggjenda alþjóðlega leikjadjammsins. Vísir/eyþór Samband íslenskra leikjaframleiðenda (IGI) heldur leikjadjamm í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Þátttakendur fá 48 klukkustundir til að vinna að nýjum leik. „Fulltrúi frá alþjóðlegu samtökunum hafði samband við okkur og við ákváðum að prófa að halda svona viðburð hér. Síðast þegar ég vissi voru þátttakendur frá 113 löndum búnir að skrá sig,“ segir Alexandra Bjargardóttir, sem er varamaður í stjórn hjá IGI og markaðssérfræðingur hjá CCP. Þetta er stærsta leikjadjamm í heiminum. Fyrsta alþjóðlega leikjadjammið var haldið árið 2009. „Við fáum að vita á föstudaginn hvert þemað er. Þetta er gert svo fólk sé ekki að undirbúa sig eða byrjað að vinna í einhverju áður en það mætir. Fólk fær því einungis þessar 48 klukkustundir til að vinna að einhverju nýju saman,“ segir Alexandra. IGI hélt samtals fjögur leikjadjömm 2017, sem skiluðu 35 fjölbreyttum og skemmtilegum leikjum. „Það er svipaður fjöldi skráður og hefur verið að mæta á okkar viðburði. Það hefur yfirleitt verið um þriðjungur þátttakenda sem er ekki endilega að vinna við að búa til leiki eða hefur gert það áður, heldur hefur það sem sérstakt áhugamál. Líkt og fólk sem býr til tónlist eða tekur ljósmyndir, þá hafa margir það sem áhugamál að búa til tölvuleiki,“ segir Alexandra. Leikjadjammið er haldið í fyrsta sinn í Reykjavík í ár, en viðburðurinn var haldinn á Kollafossi árið 2016. Djammið hefst klukkan 17.00 í dag, föstudag og verður stofa M110 í HR þátttakendum opin alla helgina. Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Samband íslenskra leikjaframleiðenda (IGI) heldur leikjadjamm í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Þátttakendur fá 48 klukkustundir til að vinna að nýjum leik. „Fulltrúi frá alþjóðlegu samtökunum hafði samband við okkur og við ákváðum að prófa að halda svona viðburð hér. Síðast þegar ég vissi voru þátttakendur frá 113 löndum búnir að skrá sig,“ segir Alexandra Bjargardóttir, sem er varamaður í stjórn hjá IGI og markaðssérfræðingur hjá CCP. Þetta er stærsta leikjadjamm í heiminum. Fyrsta alþjóðlega leikjadjammið var haldið árið 2009. „Við fáum að vita á föstudaginn hvert þemað er. Þetta er gert svo fólk sé ekki að undirbúa sig eða byrjað að vinna í einhverju áður en það mætir. Fólk fær því einungis þessar 48 klukkustundir til að vinna að einhverju nýju saman,“ segir Alexandra. IGI hélt samtals fjögur leikjadjömm 2017, sem skiluðu 35 fjölbreyttum og skemmtilegum leikjum. „Það er svipaður fjöldi skráður og hefur verið að mæta á okkar viðburði. Það hefur yfirleitt verið um þriðjungur þátttakenda sem er ekki endilega að vinna við að búa til leiki eða hefur gert það áður, heldur hefur það sem sérstakt áhugamál. Líkt og fólk sem býr til tónlist eða tekur ljósmyndir, þá hafa margir það sem áhugamál að búa til tölvuleiki,“ segir Alexandra. Leikjadjammið er haldið í fyrsta sinn í Reykjavík í ár, en viðburðurinn var haldinn á Kollafossi árið 2016. Djammið hefst klukkan 17.00 í dag, föstudag og verður stofa M110 í HR þátttakendum opin alla helgina.
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira