Eldri borgarar vilja ganga skrefinu lengra og fara frítt með strætó Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. janúar 2018 07:00 Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Vísir/eyþór „Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hagræðingarskyni árið 2011 þegar aldursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir samþykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækkuninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsaðgerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins.Sjá einnig: Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borgarar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatryggingagreiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldursmörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjaldfrjálst í strætó fyrir eldri borgara.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
„Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Fréttablaðið fjallaði í gær um hvernig miðað er við 70 ára aldur vegna afsláttarkjara hjá Strætó eftir breytingar sem gerðar voru í hagræðingarskyni árið 2011 þegar aldursmörkin voru hækkuð úr 67 árum. Stjórn Strætó bs. ræddi, fyrir samþykkt gjaldskrár ársins 2018, að færa mörkin aftur niður en var því frestað til að kanna kostnaðinn við það. Um mitt ár 2016 varð aftur gjaldfrjálst fyrir 67 ára í sundlaugar borgarinnar, eftir sömu aldurshækkun árið 2011. Gísli telur þetta misræmi ótækt. FEB mótmælti aldursmarkahækkuninni harðlega á sínum tíma og segir Gísli að málið hafi verið mikið hitamál síðan. Eldri borgarar vilji ná til baka því sem þeir höfðu áður en farið var í hinar ýmsu aðhaldsaðgerðir ríkis og sveitarfélaga í kjölfar hrunsins.Sjá einnig: Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt „Það hefur enginn reiknað út hvort nokkur hagræðing hafi verið af þessu fyrir borgina. Eldri borgarar hafa tekið á sig ýmislegt, eins og skerðingu á almannatryggingagreiðslum og ef þetta átti að vera hagræðingaraðgerð hjá Strætó, þá hefðum við ætlað að farið yrði í að vinda ofan af þessu, nú þegar vel árar,“ segir Gísli. Krafa eldri borgara sé að aldursmörkin verði færð aftur niður í 67, sem stjórnarformaður Strætó bs. hefur sagt að vilji sé fyrir, en Gísli vill að gengið verði lengra en að veita bara afslátt. „Við viljum samræmingu í 67 ár og ganga skrefinu lengra og fá gjaldfrjálst í strætó fyrir eldri borgara.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Farþegar Strætó teljast ekki eldri borgarar fyrr en þeir verða sjötugir. Aldursmörkin á afslætti voru hækkuð árið 2011 í hagræðingarskyni. Stjórn Strætó frestaði því að lækka mörkin aftur í 67 ár og vill vita hvað það myndi kosta. 25. janúar 2018 08:08