Eldri borgarar í strætó snuðaðir um afslátt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. janúar 2018 08:08 67-69 ára eru eldri borgarar alls staðar nema í strætó Vísir/anton Samræma þarf afslátt eldri borgara hjá Reykjavíkurborg segir stjórnarformaður Strætó bs. Eldriborgaraafsláttur í strætó miðast við 70 ára aldur og eldri en nær alls staðar annars staðar við 67 ár. Ákvörðun um að lækka aldursmörk Strætó aftur niður í 67 ár strandaði á því að stjórnin vildi vita hver fjárhagsleg áhrif þess yrðu. „Við báðum um að það yrði skoðað hver áætlaður kostnaður við að lækka aldurinn aftur yrði,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. Hún segir að til hafi staðið að samræma eldriborgaraafsláttinn áður en ný gjaldskrá fyrirtækisins var samþykkt á dögunum en því var frestað af áðurnefndri ástæðu. Í ársbyrjun 2011 ákváðu ráðamenn Reykjavíkur í hagræðingarskyni að hækka aldursmörk afsláttarkjara í strætó úr 67 árum í 70. Sömuleiðis var ákveðið að hækka aldursmörk vegna gjaldfrelsis í sundlaugar á vegum borgarinnar í 70 ár. Í maí 2016 voru aldursmörkin í sund hins vegar lækkuð aftur, en ekki í strætó. Almennt fargjald er í dag 460 krónur en 220 krónur fyrir 70 ára og eldri. Aldursviðmiðahækkun Strætó bs. var umdeild og meðal annars harðlega gagnrýnd af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á sínum tíma. Þegar hún var ákveðin viðurkenndu ráðamenn að vita ekki hversu mikið myndi sparast á hagræðingaraðgerðinni. Þáverandi formaður velferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, sagði þó að vonir stæðu til að það yrði um fimm milljónir króna á ári. Ljóst er á ákvörðun stjórnarinnar nú að hinn meinti sparnaður hefur aldrei legið fyrir. „Það liggur ekki fyrir hvað þetta sparaði upphaflega,“ viðurkennir Heiða Björg en bætir við að það geti verið flókið að skoða þar sem fólk þurfi til dæmis ekki að gefa upp aldur sinn þegar það kaupir sér árskort eða farmiða. Stjórnarformaðurinn tekur undir þá gagnrýni að það gangi ekki að fólk á aldrinum 67 til 69 ára teljist til eldri borgara alls staðar nema í vögnum Strætó. „Algjörlega. Þetta gengur ekki og eðlilegt að það sé samræmt.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Samræma þarf afslátt eldri borgara hjá Reykjavíkurborg segir stjórnarformaður Strætó bs. Eldriborgaraafsláttur í strætó miðast við 70 ára aldur og eldri en nær alls staðar annars staðar við 67 ár. Ákvörðun um að lækka aldursmörk Strætó aftur niður í 67 ár strandaði á því að stjórnin vildi vita hver fjárhagsleg áhrif þess yrðu. „Við báðum um að það yrði skoðað hver áætlaður kostnaður við að lækka aldurinn aftur yrði,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó bs. Hún segir að til hafi staðið að samræma eldriborgaraafsláttinn áður en ný gjaldskrá fyrirtækisins var samþykkt á dögunum en því var frestað af áðurnefndri ástæðu. Í ársbyrjun 2011 ákváðu ráðamenn Reykjavíkur í hagræðingarskyni að hækka aldursmörk afsláttarkjara í strætó úr 67 árum í 70. Sömuleiðis var ákveðið að hækka aldursmörk vegna gjaldfrelsis í sundlaugar á vegum borgarinnar í 70 ár. Í maí 2016 voru aldursmörkin í sund hins vegar lækkuð aftur, en ekki í strætó. Almennt fargjald er í dag 460 krónur en 220 krónur fyrir 70 ára og eldri. Aldursviðmiðahækkun Strætó bs. var umdeild og meðal annars harðlega gagnrýnd af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á sínum tíma. Þegar hún var ákveðin viðurkenndu ráðamenn að vita ekki hversu mikið myndi sparast á hagræðingaraðgerðinni. Þáverandi formaður velferðarráðs, Björk Vilhelmsdóttir, sagði þó að vonir stæðu til að það yrði um fimm milljónir króna á ári. Ljóst er á ákvörðun stjórnarinnar nú að hinn meinti sparnaður hefur aldrei legið fyrir. „Það liggur ekki fyrir hvað þetta sparaði upphaflega,“ viðurkennir Heiða Björg en bætir við að það geti verið flókið að skoða þar sem fólk þurfi til dæmis ekki að gefa upp aldur sinn þegar það kaupir sér árskort eða farmiða. Stjórnarformaðurinn tekur undir þá gagnrýni að það gangi ekki að fólk á aldrinum 67 til 69 ára teljist til eldri borgara alls staðar nema í vögnum Strætó. „Algjörlega. Þetta gengur ekki og eðlilegt að það sé samræmt.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?