Domino's Körfuboltakvöld: Klókt bragð hjá Borche │Dómararnir eiga ekki að skipta sér af stúkunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. janúar 2018 22:30 Ljónagryfjan í Njarðvík er lítið og þröngt íþróttahús sem stenst ekki stuðla FIBA. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, nýtti sér það mjög vel í leik Njarðvíkur og ÍR þegar hann fiskaði innkast fyrir lið sitt. Á sjónvarpsupptökum af leiknum sést hvar Borche pressar Snjólf Marel Stefánsson í innkast, sem ýtir honum frá sér, og fær svo boltann dæmdan af Njarðvík því Snjólfur er dæmdur hafa stigið inn á völlinn í innkastinu. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi höfðu mjög gaman af þessu uppátæki Borche og tók Kristinn Geir Friðriksson hattinn ofan fyrir honum. „Þetta er bara mjög vel gert. Þetta er bara klókt,“ sagði Kristinn. Kjartan Atli Kjartansson reyndi að malda í móinn og segja að þetta væri nú ólöglegt hjá þjálfaranum, en dómararnir dæmdu ekkert. „Sem gamall þjálfari finnst mér þetta bara brilljant. Labbar í hann og leikur svo fórnarlambið. Dómararnir bara pappakassar að hafa ekki dæmt á þetta,“ sagði Kristinn. Stærð Ljónagryfjunnar hafði áhrif á annað atvik í leiknum, þegar Ísak Ernir Kristjánsson lætur stuðningsmann ÍR yfirgefa fremsta bekk og fara annað hvort efst í stúkuna eða út úr húsi fyrir það að kalla hann rasista. Mikið hefur verið fjallað um það mál í vikunni og þeir tóku þetta líka fyrir í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.Sjá einnig: Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband „Á Ísak húsið eða?“ spyr Fannar Ólafsson. „Dómarinn hefur stjórn á allri framkvæmd innan ákveðis svæðis. Ef ég skil það rétt er það útlínur vallarins og aðeins fyrir utan það. Ég sé hvergi að hann ráði yfir stúkunni.“ Hann vildi þó taka það fram að hann væri að sjálfsögðu ekki að samþykkja hegðun stuðningsmannsins, hún sé ekki boðleg. Hins vegar ætti að einbeita sér að leiknum, ekki áhorfendunum. Umræðurnar um bæði atvik má sjá í spilurunum í fréttinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
Ljónagryfjan í Njarðvík er lítið og þröngt íþróttahús sem stenst ekki stuðla FIBA. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, nýtti sér það mjög vel í leik Njarðvíkur og ÍR þegar hann fiskaði innkast fyrir lið sitt. Á sjónvarpsupptökum af leiknum sést hvar Borche pressar Snjólf Marel Stefánsson í innkast, sem ýtir honum frá sér, og fær svo boltann dæmdan af Njarðvík því Snjólfur er dæmdur hafa stigið inn á völlinn í innkastinu. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi höfðu mjög gaman af þessu uppátæki Borche og tók Kristinn Geir Friðriksson hattinn ofan fyrir honum. „Þetta er bara mjög vel gert. Þetta er bara klókt,“ sagði Kristinn. Kjartan Atli Kjartansson reyndi að malda í móinn og segja að þetta væri nú ólöglegt hjá þjálfaranum, en dómararnir dæmdu ekkert. „Sem gamall þjálfari finnst mér þetta bara brilljant. Labbar í hann og leikur svo fórnarlambið. Dómararnir bara pappakassar að hafa ekki dæmt á þetta,“ sagði Kristinn. Stærð Ljónagryfjunnar hafði áhrif á annað atvik í leiknum, þegar Ísak Ernir Kristjánsson lætur stuðningsmann ÍR yfirgefa fremsta bekk og fara annað hvort efst í stúkuna eða út úr húsi fyrir það að kalla hann rasista. Mikið hefur verið fjallað um það mál í vikunni og þeir tóku þetta líka fyrir í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.Sjá einnig: Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband „Á Ísak húsið eða?“ spyr Fannar Ólafsson. „Dómarinn hefur stjórn á allri framkvæmd innan ákveðis svæðis. Ef ég skil það rétt er það útlínur vallarins og aðeins fyrir utan það. Ég sé hvergi að hann ráði yfir stúkunni.“ Hann vildi þó taka það fram að hann væri að sjálfsögðu ekki að samþykkja hegðun stuðningsmannsins, hún sé ekki boðleg. Hins vegar ætti að einbeita sér að leiknum, ekki áhorfendunum. Umræðurnar um bæði atvik má sjá í spilurunum í fréttinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Í beinni: Þór Þ. - Valur | Meistararnir komnir á skrið? „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Sjá meira
„Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00