Varaformaður VG vill að Sigríður segi af sér Hersir Aron Ólafsson skrifar 27. janúar 2018 20:30 Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ætti að segja af sér. Hann skaut föstum skotum að kjósendum Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundiVG í dag og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. Komandi sveitarstjórnarkosningar voru megin viðfangsefni fundarins sem settur var á Grand hóteli í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hélt ræðu í upphafi dags og fór um víðan völl. Hún vék meðal annars að hrottalegri árás á hælisleitanda á Litla Hrauni og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna. „Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólki eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál?“ sagði Katrín. Varaformaðurinn Edward Huijbens hélt hins vegar opnunarerindi fundarins. Þar var hann ómyrkur í máli og sagði meðal annars að farið væri að hitna undir Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þó þyrfti að gæta þess að kynda ekki of hratt í bálinu. „Svo það eldist nú allt vel og brenni ekki, þá er gott að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og uppskar hlátur.Ertu að ýja að einhverju? Ætti hún að segja af sér? „Já mér þætti það nú eðlilegt,“ sagði Edward svo við Stöð 2 í dag. „Ef ég segi það fyrir mína parta. En það er eiginlega hennar að sjá um það, hennar flokks og hennar flokksformanns sérstaklega að sjá um það.“ Katrín sagði þetta mál ekki hafa verið áberandi á fundinum. „Enda lá það ljóst fyrir þegar við fórum inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf, þá lá að sjálfsögðu fyrir það nefndarálit, sem ég lagði fram ásamt öðrum í vor, við afgreiðslu málsins á Alþingi. Þá lá fyrir Héraðsdómur. Þannig að stóru línurnar lágu fyrir. Það breytir því ekki að auðvitað tökum við þennan hæstaréttardóm alvarlega.“ Þau telja þó hvorugt rétt að krefjast afsagnar Sigríðar þvert á vilja Sjálfstæðismanna. Réttara sé að málið fái sína meðferð hjá þingnefnd og eftir atvikum, hjá Umboðsmanni Alþingis. Edward var þó beinskeyttur í garð kjósenda Sjálfstæðisflokksins og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. „Erum við sátt við það að kjósa til þings fólk sem er að fara á svig við lög og reglur og er með alls kyns pukur og makk í farteskinu? Á alltaf að kjósa það bara?“ Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Edward Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir að Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra, ætti að segja af sér. Hann skaut föstum skotum að kjósendum Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundiVG í dag og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. Komandi sveitarstjórnarkosningar voru megin viðfangsefni fundarins sem settur var á Grand hóteli í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hélt ræðu í upphafi dags og fór um víðan völl. Hún vék meðal annars að hrottalegri árás á hælisleitanda á Litla Hrauni og kynferðislegu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna. „Lifum við í því opna samfélagi sem við viljum búa í? Erum við að bjóða fólki eins velkomið og við teljum okkur vera að gera? Þurfum við ekki að fara yfir þessi mál?“ sagði Katrín. Varaformaðurinn Edward Huijbens hélt hins vegar opnunarerindi fundarins. Þar var hann ómyrkur í máli og sagði meðal annars að farið væri að hitna undir Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. Þó þyrfti að gæta þess að kynda ekki of hratt í bálinu. „Svo það eldist nú allt vel og brenni ekki, þá er gott að hækka hitann rólega,“ sagði Edward og uppskar hlátur.Ertu að ýja að einhverju? Ætti hún að segja af sér? „Já mér þætti það nú eðlilegt,“ sagði Edward svo við Stöð 2 í dag. „Ef ég segi það fyrir mína parta. En það er eiginlega hennar að sjá um það, hennar flokks og hennar flokksformanns sérstaklega að sjá um það.“ Katrín sagði þetta mál ekki hafa verið áberandi á fundinum. „Enda lá það ljóst fyrir þegar við fórum inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf, þá lá að sjálfsögðu fyrir það nefndarálit, sem ég lagði fram ásamt öðrum í vor, við afgreiðslu málsins á Alþingi. Þá lá fyrir Héraðsdómur. Þannig að stóru línurnar lágu fyrir. Það breytir því ekki að auðvitað tökum við þennan hæstaréttardóm alvarlega.“ Þau telja þó hvorugt rétt að krefjast afsagnar Sigríðar þvert á vilja Sjálfstæðismanna. Réttara sé að málið fái sína meðferð hjá þingnefnd og eftir atvikum, hjá Umboðsmanni Alþingis. Edward var þó beinskeyttur í garð kjósenda Sjálfstæðisflokksins og sagði rétt að skila skömminni til þeirra. „Erum við sátt við það að kjósa til þings fólk sem er að fara á svig við lög og reglur og er með alls kyns pukur og makk í farteskinu? Á alltaf að kjósa það bara?“
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15 Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13 Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Fleiri fréttir Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Sjá meira
Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. 23. janúar 2018 19:15
Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðu Í umræðuhóp kvenna af erlendum uppruna á Facebook hafa 660 konur rætt sín á milli um kynferðisofbeldi, fordóma og útilokun. 97 þeirra hafa undirritað yfirlýsingu sem birtist á Kjarnanum í morgun. Meðfram yfirlýsingunni er áskorun til samfélagsins og 34 reynslusögur. 25. janúar 2018 09:13
Óskaði eftir gögnum frá ráðherra vegna skipunar dómara við Landsrétt Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, ritaði Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, bréf þann 8. janúar síðastliðinn þar sem hann óskaði eftir gögnum frá henni vegna skipunar dómara við Landsrétt. 23. janúar 2018 21:08
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46