Svíar fengu silfur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Spánverjar fagna fyrsta Evrópumeistaratitlinum. vísir/getty Strákarnir hans Kristjáns Andréssonar í sænska handboltalandsliðinu urðu að gera sér silfurverðlaun að góðu eftir tap fyrir Spáni, 29-23, í úrslitaleik EM í Króatíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Spánverja sem unnu seinni hálfleikinn 17-9. Svíar voru yfir í hálfleik en leikur þeirra hrundi algjörlega í seinni hálfleik. Kristján hefur gert frábæra hluti síðan hann tók við þjálfun sænska liðsins haustið 2016. Svíar enduðu í 6. sæti á HM í Frakklandi í fyrra og í ár komust þeir alla leið í úrslitaleik EM þrátt fyrir að hafa tapað þremur leikjum á leiðinni þangað. Þetta er besti árangur Svía á EM síðan þeir urðu Evrópumeistarar á heimavelli árið 2002. Svíar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum þriggja marka forskoti. Mikael Appelgren var frábær í markinu og Svíþjóð fékk mörg ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Spánverjar tóku völdin í upphafi seinni hálfleiks en 5-1 vörn þeirra sló vopnin úr höndum Svía. Töpuðu boltarnir hrönnuðust upp hjá sænska liðinu og þá gerði markvörðurinn reyndi, Arpad Sterbik, sænsku leikmönnunum lífið leitt. Hann var kallaður inn í spænska hópinn fyrir úrslitahelgina vegna meiðsla Gonzalo Pérez de Vargas. Sterbik varði þrjú víti í sigrinum á Frökkum í undanúrslitunum og svo átta skot (38%) í úrslitaleiknum. Einstakur markvörður þar á ferð. Svíar fundu engar leiðir í gegnum spænska varnarmúrinn en til marks um það skoruðu þeir bara tvö mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks. Á meðan röðuðu Spánverjar inn mörkum. Úrslitin voru nánast ráðin um miðjan seinni hálfleikinn og á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 29-23. Svekkjandi niðurstaða fyrir Svía en árangurinn á EM verður samt að teljast stórgóður. EM 2018 í handbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Strákarnir hans Kristjáns Andréssonar í sænska handboltalandsliðinu urðu að gera sér silfurverðlaun að góðu eftir tap fyrir Spáni, 29-23, í úrslitaleik EM í Króatíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Spánverja sem unnu seinni hálfleikinn 17-9. Svíar voru yfir í hálfleik en leikur þeirra hrundi algjörlega í seinni hálfleik. Kristján hefur gert frábæra hluti síðan hann tók við þjálfun sænska liðsins haustið 2016. Svíar enduðu í 6. sæti á HM í Frakklandi í fyrra og í ár komust þeir alla leið í úrslitaleik EM þrátt fyrir að hafa tapað þremur leikjum á leiðinni þangað. Þetta er besti árangur Svía á EM síðan þeir urðu Evrópumeistarar á heimavelli árið 2002. Svíar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu nokkrum sinnum þriggja marka forskoti. Mikael Appelgren var frábær í markinu og Svíþjóð fékk mörg ódýr mörk úr hraðaupphlaupum. Spánverjar tóku völdin í upphafi seinni hálfleiks en 5-1 vörn þeirra sló vopnin úr höndum Svía. Töpuðu boltarnir hrönnuðust upp hjá sænska liðinu og þá gerði markvörðurinn reyndi, Arpad Sterbik, sænsku leikmönnunum lífið leitt. Hann var kallaður inn í spænska hópinn fyrir úrslitahelgina vegna meiðsla Gonzalo Pérez de Vargas. Sterbik varði þrjú víti í sigrinum á Frökkum í undanúrslitunum og svo átta skot (38%) í úrslitaleiknum. Einstakur markvörður þar á ferð. Svíar fundu engar leiðir í gegnum spænska varnarmúrinn en til marks um það skoruðu þeir bara tvö mörk á fyrstu 19 mínútum seinni hálfleiks. Á meðan röðuðu Spánverjar inn mörkum. Úrslitin voru nánast ráðin um miðjan seinni hálfleikinn og á endanum munaði sex mörkum á liðunum, 29-23. Svekkjandi niðurstaða fyrir Svía en árangurinn á EM verður samt að teljast stórgóður.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Í beinni: Brighton - Man. City | Tapar City fjórða leiknum í röð? Enski boltinn Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira