Krakkar og kennarar streyma úr Breiðholtsskóla vegna óróa Lovísa Arnardóttir skrifar 29. janúar 2018 06:00 Silja Dögg Andradóttir hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í Breiðholtsskóla. vísir/ernir „Dóttir mín ákvað sjálf að þetta væri ekki hægt lengur,“ segir Silja Andradóttir, móðir stúlku í 9. bekk sem í nóvember skipti um skóla vegna slæmrar aðstöðu í Breiðholtsskóla. „Hana vantaði betri aðstöðu. Þetta er hennar vinnustaður. Hún hefur verið með sjö mismunandi umsjónarkennara síðan hún byrjaði þarna fyrir fjórum og hálfu ári. Það er mjög lítill stöðugleiki í því,“ útskýrir Silja. Silja er sjálf úr Breiðholti og var, að eigin sögn, í tíu gleðileg ár í Breiðholtsskóla. Hún flutti með börnin sín þrjú í Breiðholtið og var spennt fyrir því að þau gætu notið þess, eins og hún. „Ég var svo ánægð með að þau kæmust í svona góðan skóla. Svo er maður bara að sjá eitthvað allt annað í dag,“ segir Silja. Hún telur kennarana sjálfa ekki vera vandamálið, heldur tíðar uppsagnir þeirra og óstöðugleika. „Kennararnir eru flestir frábærir. En málið er að þeir stoppa svo stutt í skólanum, eitt skólaár eða jafnvel bara eina önn. Það hefur skapað ójafnvægi og slæmt andrúmsloft í Breiðholtsskóla. Það segir sig kannski sjálft að þegar kennarar stoppa stutt, þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ segir Silja. Samkvæmt Skóla- og frístundasviði hafa 54 börn hætt í skólanum síðastliðna tólf mánuði, af þeim fluttu 38 úr hverfinu. Sextán búa enn í hverfinu, en hafa kosið að sækja aðra skóla. Á sama tíma hafa níu kennarar sagt upp störfum, þar af hættu sjö kennarar síðasta vor og tveir núna um áramótin. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, er sammála staðhæfingum um óánægju innan skólans en segir margar ólíkar ástæður fyrir því að bæði kennararnir og börnin hafi hætt. „Tveir fluttu út á land og svo hafa einhverjir einfaldlega hætt vegna þessarar óánægju. Ekki vegna minna stjórnunarhátta. Heldur vegna þess að kennarar hafa talið þessar vinnuaðstæður ómögulegar.“ Hún telur enn fremur breytingar á skólastarfi og nýja stjórnunarhætti hafa eitthvað að segja. Hún segir nemendur ánægða, að skólinn komi framúrskarandi vel út úr mælingum á læsi og samræmdum prófum og faglegt og gott starf sé unnið í skólanum. Mikil úrbótavinna var sett af stað innan skólans í kjölfar óánægju meðal foreldra síðastliðið ár. Umbótatillögur hafa helst snúið að skólabrag, samskiptum, stjórnun og mannauði. Áfangaskýrsla um umbótavinnu er væntanleg síðar í mánuðinum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
„Dóttir mín ákvað sjálf að þetta væri ekki hægt lengur,“ segir Silja Andradóttir, móðir stúlku í 9. bekk sem í nóvember skipti um skóla vegna slæmrar aðstöðu í Breiðholtsskóla. „Hana vantaði betri aðstöðu. Þetta er hennar vinnustaður. Hún hefur verið með sjö mismunandi umsjónarkennara síðan hún byrjaði þarna fyrir fjórum og hálfu ári. Það er mjög lítill stöðugleiki í því,“ útskýrir Silja. Silja er sjálf úr Breiðholti og var, að eigin sögn, í tíu gleðileg ár í Breiðholtsskóla. Hún flutti með börnin sín þrjú í Breiðholtið og var spennt fyrir því að þau gætu notið þess, eins og hún. „Ég var svo ánægð með að þau kæmust í svona góðan skóla. Svo er maður bara að sjá eitthvað allt annað í dag,“ segir Silja. Hún telur kennarana sjálfa ekki vera vandamálið, heldur tíðar uppsagnir þeirra og óstöðugleika. „Kennararnir eru flestir frábærir. En málið er að þeir stoppa svo stutt í skólanum, eitt skólaár eða jafnvel bara eina önn. Það hefur skapað ójafnvægi og slæmt andrúmsloft í Breiðholtsskóla. Það segir sig kannski sjálft að þegar kennarar stoppa stutt, þá hlýtur eitthvað að vera að hjá stjórnendum skólans,“ segir Silja. Samkvæmt Skóla- og frístundasviði hafa 54 börn hætt í skólanum síðastliðna tólf mánuði, af þeim fluttu 38 úr hverfinu. Sextán búa enn í hverfinu, en hafa kosið að sækja aðra skóla. Á sama tíma hafa níu kennarar sagt upp störfum, þar af hættu sjö kennarar síðasta vor og tveir núna um áramótin. Jónína Ágústsdóttir, skólastjóri í Breiðholtsskóla, er sammála staðhæfingum um óánægju innan skólans en segir margar ólíkar ástæður fyrir því að bæði kennararnir og börnin hafi hætt. „Tveir fluttu út á land og svo hafa einhverjir einfaldlega hætt vegna þessarar óánægju. Ekki vegna minna stjórnunarhátta. Heldur vegna þess að kennarar hafa talið þessar vinnuaðstæður ómögulegar.“ Hún telur enn fremur breytingar á skólastarfi og nýja stjórnunarhætti hafa eitthvað að segja. Hún segir nemendur ánægða, að skólinn komi framúrskarandi vel út úr mælingum á læsi og samræmdum prófum og faglegt og gott starf sé unnið í skólanum. Mikil úrbótavinna var sett af stað innan skólans í kjölfar óánægju meðal foreldra síðastliðið ár. Umbótatillögur hafa helst snúið að skólabrag, samskiptum, stjórnun og mannauði. Áfangaskýrsla um umbótavinnu er væntanleg síðar í mánuðinum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira