51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. janúar 2018 06:00 Lögreglu barst 51 tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum í fyrra. Heldur færri en undanfarin ár. Myndin er sviðsett. vísir/vilhelm Fimmtíu og ein tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, sem er 25 prósentum færri tilkynningar en bárust að meðaltali síðustu þrjú ár þar á undan. Þetta kemur fram í svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá eru nú 29 mál er varða kynferðisbrot gegn börnum til rannsóknar hjá lögreglu. Þykja þau óvenju mörg og hefur farið fjölgandi síðustu mánuði. Í samantekt lögreglunnar á upplýsingum um fjölda tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum árin 2011 til 2017 og stöðu þeirra segir að rúm 40 prósent kynferðisbrota gegn börnum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra séu enn í rannsókn. Ákært var í 22,7 prósentum mála í fyrra en rannsókn hætt hjá ákæruvaldi í rúmlega 12 prósentum mála.Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.vísir/arnþórÁrið 2013 sker sig verulega úr í fjölda tilkynninga sem skýrist af umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot gegn börnum, meðal annars mál Karls Vignis Þorsteinssonar. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir að þar á bæ hafi fólk ekki fundið fyrir óeðlilegu álagi undanfarið, á því kunni þó að vera skýringar. „Það er búið að vera jafnt og þétt álag á okkur. En það getur komið seinna til okkar. Sérstaklega ef um er að ræða unglinga sem eru 15-17 ára sem fara í skýrslutöku hjá lögreglu, þá líður alltaf ákveðinn tími þar til óskað er eftir meðferð í Barnahúsi fyrir þau. Þunginn kemur til lögreglu fyrst og við finnum seinna fyrir því,“ segir Ólöf Ásta. Hún segir sömu sögu vera að segja af yngstu börnunum, þar hafi verið jafnt og þétt álag. „En þar var svolítið mikið um jólin, mikill þungi.“Heimild: LRHSamkvæmt upplýsingum frá Barnahúsi komu 294 börn þangað í fyrra. Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefnd, þar sem grunur er um kynferðisbrot eða gerandi er ósakhæfur, voru 116. Skýrslutökur fyrir dómi voru 114 og því samtals 230 rannsóknarviðtöl í það heila árið 2017. „Svo er að fjölga hjá okkur vegalausu börnunum. Það var talið að það yrðu fjögur til fimm á ári en við fengum tuttugu vegalaus, eða hælisleitandi, börn í fyrra. Það er aukning þar.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Fimmtíu og ein tilkynning um kynferðisbrot gegn börnum barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, sem er 25 prósentum færri tilkynningar en bárust að meðaltali síðustu þrjú ár þar á undan. Þetta kemur fram í svörum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Fréttablaðsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá eru nú 29 mál er varða kynferðisbrot gegn börnum til rannsóknar hjá lögreglu. Þykja þau óvenju mörg og hefur farið fjölgandi síðustu mánuði. Í samantekt lögreglunnar á upplýsingum um fjölda tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum árin 2011 til 2017 og stöðu þeirra segir að rúm 40 prósent kynferðisbrota gegn börnum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í fyrra séu enn í rannsókn. Ákært var í 22,7 prósentum mála í fyrra en rannsókn hætt hjá ákæruvaldi í rúmlega 12 prósentum mála.Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss.vísir/arnþórÁrið 2013 sker sig verulega úr í fjölda tilkynninga sem skýrist af umfjöllun fjölmiðla um kynferðisbrot gegn börnum, meðal annars mál Karls Vignis Þorsteinssonar. Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, segir að þar á bæ hafi fólk ekki fundið fyrir óeðlilegu álagi undanfarið, á því kunni þó að vera skýringar. „Það er búið að vera jafnt og þétt álag á okkur. En það getur komið seinna til okkar. Sérstaklega ef um er að ræða unglinga sem eru 15-17 ára sem fara í skýrslutöku hjá lögreglu, þá líður alltaf ákveðinn tími þar til óskað er eftir meðferð í Barnahúsi fyrir þau. Þunginn kemur til lögreglu fyrst og við finnum seinna fyrir því,“ segir Ólöf Ásta. Hún segir sömu sögu vera að segja af yngstu börnunum, þar hafi verið jafnt og þétt álag. „En þar var svolítið mikið um jólin, mikill þungi.“Heimild: LRHSamkvæmt upplýsingum frá Barnahúsi komu 294 börn þangað í fyrra. Könnunarviðtöl fyrir barnaverndarnefnd, þar sem grunur er um kynferðisbrot eða gerandi er ósakhæfur, voru 116. Skýrslutökur fyrir dómi voru 114 og því samtals 230 rannsóknarviðtöl í það heila árið 2017. „Svo er að fjölga hjá okkur vegalausu börnunum. Það var talið að það yrðu fjögur til fimm á ári en við fengum tuttugu vegalaus, eða hælisleitandi, börn í fyrra. Það er aukning þar.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira