Mætti með belginn fullan af bjór og frönskum en lokaði markinu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 10:00 Arpad Sterbik er stórkostlegur markvörður og það sýndi hann í Króatíu. vísir/getty Spænski markvörðurinn Arpad Sterbik fór á kostum í seinni hálfleik í gærkvöldi þegar að Spánn varð Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á lærisveinum Kristjáns Andréssonar í úrslitaleik EM 2018 í Króatíu. Sterbik lokaði markinu og lagði grunninn að sigri þeirra spænsku. Sterbik, sem fór einnig hamförum á HM 2013 þegar að Spánn varð heimsmeistari á heimavelli, var hættur í markinu hjá spænska landsliðinu en gaf leyfi fyrir því að vera á 28 manna listanum þannig að hægt væri að kalla á hann ef eitthvað kæmi upp á. Svo fór að aðalmarkvörður spænska liðsins, Gonzalo Pérez de Vargas, meiddist og voru þá góð ráð dýr fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frakklandi. Sterbik mætti til leiks og kom inn á bara til að reyna að vera vítaköst franska liðsins. Hann varði þrjú af fjórum er Spánn komst alla leið í úrslit. Sterbik spilaði svo allan seinni hálfleikinn í gær og lokaði rammanum en hann var útnefndur maður leiksins í leikslok. Ekki amaleg uppskera að fá þann titil og eina gullmedalíu fyrir að spila minna en heilan leik í heildina á öllu mótinu. En hvernig lagði þessi magnaði markvörður grunninn að því að vera svona tilbúinn í slaginn? „Ég var bara að slappa af heima. Ég var að drekka bjór og éta franskar áður en ég fékk boð um að mæta til Króatíu,“ sagði Arpad Sterbik hreinskilinn eftir sigurinn í gær. Geggjaða vörslu frá því í gærkvöldi og vítin þrjú sem Sterbik varði á móti Frakklandi má sjá hér að neðan. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30 Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03 Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43 Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Spænski markvörðurinn Arpad Sterbik fór á kostum í seinni hálfleik í gærkvöldi þegar að Spánn varð Evrópumeistari í fyrsta sinn eftir sigur á lærisveinum Kristjáns Andréssonar í úrslitaleik EM 2018 í Króatíu. Sterbik lokaði markinu og lagði grunninn að sigri þeirra spænsku. Sterbik, sem fór einnig hamförum á HM 2013 þegar að Spánn varð heimsmeistari á heimavelli, var hættur í markinu hjá spænska landsliðinu en gaf leyfi fyrir því að vera á 28 manna listanum þannig að hægt væri að kalla á hann ef eitthvað kæmi upp á. Svo fór að aðalmarkvörður spænska liðsins, Gonzalo Pérez de Vargas, meiddist og voru þá góð ráð dýr fyrir undanúrslitaleikinn á móti Frakklandi. Sterbik mætti til leiks og kom inn á bara til að reyna að vera vítaköst franska liðsins. Hann varði þrjú af fjórum er Spánn komst alla leið í úrslit. Sterbik spilaði svo allan seinni hálfleikinn í gær og lokaði rammanum en hann var útnefndur maður leiksins í leikslok. Ekki amaleg uppskera að fá þann titil og eina gullmedalíu fyrir að spila minna en heilan leik í heildina á öllu mótinu. En hvernig lagði þessi magnaði markvörður grunninn að því að vera svona tilbúinn í slaginn? „Ég var bara að slappa af heima. Ég var að drekka bjór og éta franskar áður en ég fékk boð um að mæta til Króatíu,“ sagði Arpad Sterbik hreinskilinn eftir sigurinn í gær. Geggjaða vörslu frá því í gærkvöldi og vítin þrjú sem Sterbik varði á móti Frakklandi má sjá hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30 Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03 Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43 Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Gottfridsson mikilvægastur á EM Spánverjar eiga tvo fulltrúa í úrvalsliði Evrópumótsins í handbolta sem gefið var út í dag. 28. janúar 2018 17:30
Spánverjar eru Evrópumeistarar │ Svíar hrundu í seinni hálfleik Spánverjar eru Evrópumeistarar í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í úrslitaleiknum. 28. janúar 2018 21:03
Frakkar tóku bronsið Frakkar fara heim með bronsverðlaun af Evrópumótinu í Króatíu eftir sigur á Dönum í bronsleiknum, 32-29. 28. janúar 2018 18:43
Svíar fengu silfur Annað Evrópumótið í handbolta í röð var íslenskur þjálfari í úrslitum. Kristjáni Andréssyni tókst þó ekki að leika sama leik og Degi Sigurðssyni, sem gerði Þýskaland að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. 29. janúar 2018 06:00