Rúnar: Eina leiðin fyrir íslenska þjálfara að komast út er að þekkja einhvern Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 11:00 Rúnar Kristinsson er kominn heim í KR. vísir/anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sneri aftur til Íslands síðasta haust eftir nokkur ár erlendis sem þjálfari Lilleström og Lokeren. Hann vann 7-0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurbikarnum í síðustu viku sem kom KR í undanúrslit mótsins. Rúnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn þar sem hann viðurkenndi fúslega að þrátt fyrir góðan árangur sem þjálfari KR væri sú staðreynd að hann þekkti vel til hjá Lilleström og Lokeren ástæðan fyrir því að hann fékk þar tækifæri til að þjálfa. Íslenskir þjálfarar hafa ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildum utan Íslands þrátt fyrir góðan árangur hér heima fyrir. Oft vill verða í svona atvinnumannadeildum að sömu mennirnir eru ráðnir aftur og aftur og lítið horft út fyrir kassann. „Það eru margir góðir þjálfarar hérna heima og margir þeirra gætu staðið sig mjög vel til dæmis í Belgíu og í Noregi þar sem ég hef verið,“ segir Rúnar.Rúnar stýrði Lokeren þar sem hann spilaði við góðan orðstír.vísir/gettyAlltaf sömu mennirnir „Það er alltaf saman flóran sem að rúllar. Það eru enn þá þjálfarar í Belgíu sem voru þegar að ég kom fyrst þangað fyrir 17 árum síðan. Sumir eru búnir að þjálfa kannski tíu úrvalsdeildarfélög. Sumir þeirra voru ekkert sérstakir þegar ég var þarna fyrir 17 árum en eru samt enn þá að þjálfa.“ „Heimir er vissulega kominn til Færeyja núna. Það eru útlönd og því fylgir reynsla. Heimir Hallgrímsson er búinn að standa sig frábærlega sem og Óli Jó, Rúnar Páll og allir þessir þjálfarar geta staðið sig vel úti,“ segir Rúnar. Hann segir að Heimir Hallgrímsson sé í einstakri stöðu þessa dagana vegna árangurs með íslenska landsliðinu og að hann sé mikið erlendis með strákana okkar þar sem hann fær mikla athygli. „Sem þjálfari KR fæ ég ekki athygli erlendis nema kannski að ég vinni deildina tíu ár í röð. Ég hefði ekki farið til Lilleström nema að ég hefði þekkt til í klúbbnum. Sama gildir með Lokeren. Auðvitað er ég bara heppinn að hafa spilað með þessum félögum og væntanlega skildi ég eftir gott orð. Annars hefði ég ekki verið kallaður til.“Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.vísir/gettyGott að eiga vin „Þetta er í rauninni eina leiðin. Ég myndi segja það væri mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara sem ekki hafa spilað erlendis að komast í úrvalsdeild. Einhverjir eigendur félaga í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð eða Danmörku eru ekkert að horfa til Íslands. Það líta allir upp fyrir sig eða á jafninga,“ segir Rúnar. Rúnar var að þjálfa erlendis á sama tíma og Ólafur Kristjánsson sem stýrði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur er einnig kominn heim og tók við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu FH. „Það hefði hjálpað til ef við hefðum náð að hanga úti í fimm til tíu ár. Við stóðum okkur ágætlega en við vorum á endanum sendir heim. Við hefðum hugsanlega getað opnað einhverjar dyr fyrir fleiri íslenska þjálfara að koma út,“ segir Rúnar. „Þetta er eins og með fótboltamennina sjálfa. Ef einhver íslenskur leikmaður stendur sig vel í Noregi þá fylgja þrír til fjórar þar á eftir og svo koll af kolli. Það þarf eitthvað svona til. Þú þarft helst að hafa spilað erlendis og þekkja til hjá félaginu. Þekkja vin,“ segir Rúnar Kristinsson. Allt viðtalið við Rúnar má heyra hér að neðan en það hefst á 29:30 og endar á 1:15:40. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sneri aftur til Íslands síðasta haust eftir nokkur ár erlendis sem þjálfari Lilleström og Lokeren. Hann vann 7-0 sigur á Þrótti í Reykjavíkurbikarnum í síðustu viku sem kom KR í undanúrslit mótsins. Rúnar var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardaginn þar sem hann viðurkenndi fúslega að þrátt fyrir góðan árangur sem þjálfari KR væri sú staðreynd að hann þekkti vel til hjá Lilleström og Lokeren ástæðan fyrir því að hann fékk þar tækifæri til að þjálfa. Íslenskir þjálfarar hafa ekki fengið mörg tækifæri í úrvalsdeildum utan Íslands þrátt fyrir góðan árangur hér heima fyrir. Oft vill verða í svona atvinnumannadeildum að sömu mennirnir eru ráðnir aftur og aftur og lítið horft út fyrir kassann. „Það eru margir góðir þjálfarar hérna heima og margir þeirra gætu staðið sig mjög vel til dæmis í Belgíu og í Noregi þar sem ég hef verið,“ segir Rúnar.Rúnar stýrði Lokeren þar sem hann spilaði við góðan orðstír.vísir/gettyAlltaf sömu mennirnir „Það er alltaf saman flóran sem að rúllar. Það eru enn þá þjálfarar í Belgíu sem voru þegar að ég kom fyrst þangað fyrir 17 árum síðan. Sumir eru búnir að þjálfa kannski tíu úrvalsdeildarfélög. Sumir þeirra voru ekkert sérstakir þegar ég var þarna fyrir 17 árum en eru samt enn þá að þjálfa.“ „Heimir er vissulega kominn til Færeyja núna. Það eru útlönd og því fylgir reynsla. Heimir Hallgrímsson er búinn að standa sig frábærlega sem og Óli Jó, Rúnar Páll og allir þessir þjálfarar geta staðið sig vel úti,“ segir Rúnar. Hann segir að Heimir Hallgrímsson sé í einstakri stöðu þessa dagana vegna árangurs með íslenska landsliðinu og að hann sé mikið erlendis með strákana okkar þar sem hann fær mikla athygli. „Sem þjálfari KR fæ ég ekki athygli erlendis nema kannski að ég vinni deildina tíu ár í röð. Ég hefði ekki farið til Lilleström nema að ég hefði þekkt til í klúbbnum. Sama gildir með Lokeren. Auðvitað er ég bara heppinn að hafa spilað með þessum félögum og væntanlega skildi ég eftir gott orð. Annars hefði ég ekki verið kallaður til.“Rúnar er leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi.vísir/gettyGott að eiga vin „Þetta er í rauninni eina leiðin. Ég myndi segja það væri mjög erfitt fyrir íslenska þjálfara sem ekki hafa spilað erlendis að komast í úrvalsdeild. Einhverjir eigendur félaga í Belgíu, Hollandi, Svíþjóð eða Danmörku eru ekkert að horfa til Íslands. Það líta allir upp fyrir sig eða á jafninga,“ segir Rúnar. Rúnar var að þjálfa erlendis á sama tíma og Ólafur Kristjánsson sem stýrði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni. Ólafur er einnig kominn heim og tók við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu FH. „Það hefði hjálpað til ef við hefðum náð að hanga úti í fimm til tíu ár. Við stóðum okkur ágætlega en við vorum á endanum sendir heim. Við hefðum hugsanlega getað opnað einhverjar dyr fyrir fleiri íslenska þjálfara að koma út,“ segir Rúnar. „Þetta er eins og með fótboltamennina sjálfa. Ef einhver íslenskur leikmaður stendur sig vel í Noregi þá fylgja þrír til fjórar þar á eftir og svo koll af kolli. Það þarf eitthvað svona til. Þú þarft helst að hafa spilað erlendis og þekkja til hjá félaginu. Þekkja vin,“ segir Rúnar Kristinsson. Allt viðtalið við Rúnar má heyra hér að neðan en það hefst á 29:30 og endar á 1:15:40.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Sjá meira