Flugliðar WOW sendir í launalaust leyfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:02 Samkvæmt Svönu Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúa WOW, náði aðgerðin ekki til fastráðinna flugliða. Wow Air WOW air hefur sent hóp flugliða í tímabundið launalaust leyfi í vetur. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að brugðið sé á þetta ráð til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum í rekstri flugfélagsins. Sé þetta gert til að forðast hópuppsagnir. „Rétt eins og hjá all flestum evrópskum flugfélögum þá er meira flug yfir sumarið hjá WOW air en um vetur. WOW air hefur brugðist við þessum árstíðabundnu sveiflum með því að skipta vinnu á milli flugliða yfir veturinn frekar en að segja upp stórum hóp flugliða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „WOW air er ekki undanskilið öðrum fyrirtækjum sem glíma við árstíðabundin rekstur að reyna eftir fremsta megni að hagræða þegar minna er að gera.“Ekki náð til fastráðinna flugliða Svana segir að launalausu leyfin hafi ekki náð til fastráðinna flugliða heldur einungis til flugliða með tímabundna ráðningu og að með þessum aðgerðum hafi verið hægt að gefa fleirum tækifæri til að vinna stóran hluta vetrar. Ekki fengust svör við fyrirspurn um hversu margra flugliða aðgerðin náði til. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist í samtali við Vísi ekki kannast við sambærilegar aðgerðir hjá flugfélaginu. Icelandair ráði annars vegar sumarstarfsfólk sem starfi mest milli maí og september ár hvert og hins vegar fastráðna flugliða sem starfi allt árið. Eitthvað sé um hlutastarfsmenn hjá Icelandair en það fari minnkandi. Hins vegar hefur Icelandair gripið til svipaðra aðgerða varðandi flugmenn. Síðasta sumar var 115 flugmönnum sagt upp og voru 70 flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns yfir veturinn. Þá sagði Guðjón uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair, að flugmenn væru ráðnir inn á vorin og síðan sagt upp á haustin. Í ágúst voru svo uppsagnir um 50 flugmanna dregnar til baka. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
WOW air hefur sent hóp flugliða í tímabundið launalaust leyfi í vetur. Svana Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að brugðið sé á þetta ráð til að bregðast við árstíðabundnum sveiflum í rekstri flugfélagsins. Sé þetta gert til að forðast hópuppsagnir. „Rétt eins og hjá all flestum evrópskum flugfélögum þá er meira flug yfir sumarið hjá WOW air en um vetur. WOW air hefur brugðist við þessum árstíðabundnu sveiflum með því að skipta vinnu á milli flugliða yfir veturinn frekar en að segja upp stórum hóp flugliða,“ segir Svana í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „WOW air er ekki undanskilið öðrum fyrirtækjum sem glíma við árstíðabundin rekstur að reyna eftir fremsta megni að hagræða þegar minna er að gera.“Ekki náð til fastráðinna flugliða Svana segir að launalausu leyfin hafi ekki náð til fastráðinna flugliða heldur einungis til flugliða með tímabundna ráðningu og að með þessum aðgerðum hafi verið hægt að gefa fleirum tækifæri til að vinna stóran hluta vetrar. Ekki fengust svör við fyrirspurn um hversu margra flugliða aðgerðin náði til. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist í samtali við Vísi ekki kannast við sambærilegar aðgerðir hjá flugfélaginu. Icelandair ráði annars vegar sumarstarfsfólk sem starfi mest milli maí og september ár hvert og hins vegar fastráðna flugliða sem starfi allt árið. Eitthvað sé um hlutastarfsmenn hjá Icelandair en það fari minnkandi. Hins vegar hefur Icelandair gripið til svipaðra aðgerða varðandi flugmenn. Síðasta sumar var 115 flugmönnum sagt upp og voru 70 flugstjórar færðir niður í stöðu flugmanns yfir veturinn. Þá sagði Guðjón uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair, að flugmenn væru ráðnir inn á vorin og síðan sagt upp á haustin. Í ágúst voru svo uppsagnir um 50 flugmanna dregnar til baka.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45 Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Draga til baka uppsagnir um 50 flugmanna Félagið sagði upp 115 flugmönnum í júní en um 520 flugmenn starfa hjá Icelandair. 15. ágúst 2017 15:45
Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. 25. júní 2017 11:32