Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2017 11:32 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir uppsagnirnar ívið fleiri en í fyrra. Vísir/Anton Brink Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Vísir leitaði svara hjá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins sem sagði uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair. Hann segir að flugmenn séu ráðnir inn á vorin sem síðan sé sagt upp á haustin. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því. Það helgast af því að það er miklu meira um að vera í fluginu og ferðaþjónustunni yfir sumarmánuðina en á veturna,“ segir Guðjón. Hann segir ákvæði kjarasamninga flugmanna kveða á um að sá háttur sé hafður á að flugmenn séu fastráðnir inn á vorin en síðan sagt upp á haustin í stað þess að þeir séu ráðnir inn sem sumarstarfsmenn eins og við á um aðra starfsmenn félagsins eins og til dæmis flugþjóna og starfsfólk „á jörðinni.“ Guðjón segir þetta gerast ár eftir ár en að uppsagnirnar séu ívið fleiri núna heldur en fyrir ári. Aðspurður hvort það sé vegna minni vaxtar félagsins svarar Guðjón neitandi: „Nei, það hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst bara um að hafa réttan fjölda starfsmanna.“En hvers vegna var þá fleirum sagt upp störfum í ár en í fyrra? „Það var vegna þess að vöxturinn var mjög mikill á síðasta ári,“ svarar Guðjón upplýsingafulltrúi Icelandair. Fréttir af flugi Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira
Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Vísir leitaði svara hjá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins sem sagði uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair. Hann segir að flugmenn séu ráðnir inn á vorin sem síðan sé sagt upp á haustin. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því. Það helgast af því að það er miklu meira um að vera í fluginu og ferðaþjónustunni yfir sumarmánuðina en á veturna,“ segir Guðjón. Hann segir ákvæði kjarasamninga flugmanna kveða á um að sá háttur sé hafður á að flugmenn séu fastráðnir inn á vorin en síðan sagt upp á haustin í stað þess að þeir séu ráðnir inn sem sumarstarfsmenn eins og við á um aðra starfsmenn félagsins eins og til dæmis flugþjóna og starfsfólk „á jörðinni.“ Guðjón segir þetta gerast ár eftir ár en að uppsagnirnar séu ívið fleiri núna heldur en fyrir ári. Aðspurður hvort það sé vegna minni vaxtar félagsins svarar Guðjón neitandi: „Nei, það hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst bara um að hafa réttan fjölda starfsmanna.“En hvers vegna var þá fleirum sagt upp störfum í ár en í fyrra? „Það var vegna þess að vöxturinn var mjög mikill á síðasta ári,“ svarar Guðjón upplýsingafulltrúi Icelandair.
Fréttir af flugi Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FSU og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Sjá meira