Tveir til viðbótar í gæsluvarðhald grunaðir um meiriháttar fíkniefnainnflutning Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 11:47 Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá því að fjórði maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við málið á vef DV. Upphaflega voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Öðrum þeirra var sleppt í liðinni viku en hinn úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna.Fréttablaðið greindi svo frá því á laugardaginn að þriðji maðurinn hefði verið handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins er um sama mann að ræða og var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Maðurinn situr hins vegar nú í gæsluvarðhaldi hér heima vegna gruns um aðild að fíkniefnamálinu auk þriðja mannsins sem einnig sætir vikulöngu gæsluvarðhaldi. Margeir vildi aðspurður ekki fara út í það hversu mikið magn fíkniefna málið snýst um eða um hvaða efni er að ræða. Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í stórum skákmunum og fór lögreglan meðal annars í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands vegna málsins. Starfsmenn sambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu. Lögreglumál Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47 Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Tveir menn til viðbótar voru í lok síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi, en fyrst var greint frá því að fjórði maðurinn hefði verið handtekinn í tengslum við málið á vef DV. Upphaflega voru tveir menn handteknir og úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald. Öðrum þeirra var sleppt í liðinni viku en hinn úrskurðaður í fjögurra vikna varðhald á grundvelli almannahagsmuna.Fréttablaðið greindi svo frá því á laugardaginn að þriðji maðurinn hefði verið handtekinn við komuna til Íslands frá Spáni á fimmtudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins er um sama mann að ræða og var handtekinn á Spáni um miðjan janúar vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot gagnvart konu sinni. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Maðurinn situr hins vegar nú í gæsluvarðhaldi hér heima vegna gruns um aðild að fíkniefnamálinu auk þriðja mannsins sem einnig sætir vikulöngu gæsluvarðhaldi. Margeir vildi aðspurður ekki fara út í það hversu mikið magn fíkniefna málið snýst um eða um hvaða efni er að ræða. Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í stórum skákmunum og fór lögreglan meðal annars í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands vegna málsins. Starfsmenn sambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47 Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Fíkniefnin í stórum skákmunum Aðgerðir lögreglu á Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ og í húsnæði Skáksambands Íslands eru hluti af umfangsmeira fíkniefnamáli. Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir tengdar málinu í vikunni. Forseti Skáksambandsins segir efnin hafa borist í stórum skákmunum. 13. janúar 2018 20:00
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um innflutning á verulegu magni fíkniefna Annar mannanna sem hnepptir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald fyrr í mánuðinum grunaðir um innflutning á verulegu magni fíkniefna var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 23. janúar 2018 18:47
Í gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á talsverðu magni fíkniefna Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær vegna gruns um innflutning á talsverðu magni af fíkniefnum til landsins. 10. janúar 2018 18:30