Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2018 14:00 Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Vísir Frá miðjum desember hafa verið framin fjörutíu innbrot á höfuðborgarsvæðinu og er lögreglan engu nær um hver ber ábyrgð á þeim. Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Í síðustu viku var ekkert innbrot tilkynnt í Garðabæ en hins vegar nokkur í Kópavogi og Grafarvogi. „Við höfum ekki handtekið neinn vegna málsins en við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar,“ segir Skúli og því megi leiða að því líkur að sami hópurinn standi að baki mörgum þessara innbrota en ekki sé hægt að útiloka að um sé að ræða fleiri en einn hóp. Í flestum þessum innbrota hafa þjófarnir komist inn í húsin með því að spenna upp glugga eða hurðir baka til. Hafa mörg þeirra verið framin á virkum degi þegar fólk er ýmist í vinnu eða í skóla.Lögreglan hefur fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima.Vísir/GVASegja ekki neitt og þakka fyrir sig Skúli segir lögreglu hafa fengið töluvert af ábendingum frá borgurum um grunsamlegar mannaferðir eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem fólk var beðið um að vera á varðbergi. Skúli segir lögreglu fylgja því eftir og geri allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta þennan faraldur með eftirliti. Hann segir að einhverjum tilviki hafi lögreglan fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. „Þegar svarað er segja þeir ekki neitt og þakka bara fyrir sig,“ segir Skúli.Leita í hjónaherbergi Hann segir hluta af því sem er sammerkt með mörgum af þessum innbrotum er þýfið sem þjófarnir hafa á brott. Þeir hafa að mestu látið stóra muni á borð við sjónvörp og fleira í þeim dúr í friði en beina sjónum sínum frekar að hjónaherbergjum þar sem þeir sækja í peninga eða skartgripi sem þar er geymt. Þeir hafa einnig haft á brott minni raftæki á borð við veglega farsíma, spjaldtölvur og fartölvur.Leitað var með drónum að grunsamlegum mönnum í Garðabæ í síðustu viku.Vísir/Sigurjón ÓlasonDrónaleit skilaði engu Síðastliðinn miðvikudag barst lögreglu ábending um grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ. Tilkynningin var á þá leið að tveir dökkklæddir menn bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi en hlupu á brott þegar í ljós kom að einhver væri heima. Beindist leit lögreglu að Akra – og Mýrarhverfum í Garðabæ þar sem talið var að mennirnir væru í felum. Ákvað lögreglan að setja dróna á loft til að reyna að koma auga á mennina en Skúli segir slíkt tæki nýtast vel við leit að mönnum þar sem dróninn hafi mikla yfirsýn og þannig hægt að sjá hvort þeir feli sig einhvers staðar og þá er auðveldara að vakta leiðir út úr þessum hverfum, sem eru margar. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki. Skúli segir lítið hægt að segja um þá sem standa að baki þessum innbrotum en bendir á að þau halda áfram þó að mikill fréttaflutningur hafi verið af þeim. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Frá miðjum desember hafa verið framin fjörutíu innbrot á höfuðborgarsvæðinu og er lögreglan engu nær um hver ber ábyrgð á þeim. Fjallað hefur verið um innbrotahrinu í Garðabæ en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir allt höfuðborgarsvæðið undir. Í síðustu viku var ekkert innbrot tilkynnt í Garðabæ en hins vegar nokkur í Kópavogi og Grafarvogi. „Við höfum ekki handtekið neinn vegna málsins en við erum að sjá að aðferðirnar eru svipaðar,“ segir Skúli og því megi leiða að því líkur að sami hópurinn standi að baki mörgum þessara innbrota en ekki sé hægt að útiloka að um sé að ræða fleiri en einn hóp. Í flestum þessum innbrota hafa þjófarnir komist inn í húsin með því að spenna upp glugga eða hurðir baka til. Hafa mörg þeirra verið framin á virkum degi þegar fólk er ýmist í vinnu eða í skóla.Lögreglan hefur fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima.Vísir/GVASegja ekki neitt og þakka fyrir sig Skúli segir lögreglu hafa fengið töluvert af ábendingum frá borgurum um grunsamlegar mannaferðir eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu fyrr í janúar þar sem fólk var beðið um að vera á varðbergi. Skúli segir lögreglu fylgja því eftir og geri allt sem í hennar valdi stendur til að uppræta þennan faraldur með eftirliti. Hann segir að einhverjum tilviki hafi lögreglan fengið ábendingar um aðila sem hafa bankað upp á heima hjá fólki að því er virðist í þeim eina tilgangi að athuga hvort einhver sé heima. „Þegar svarað er segja þeir ekki neitt og þakka bara fyrir sig,“ segir Skúli.Leita í hjónaherbergi Hann segir hluta af því sem er sammerkt með mörgum af þessum innbrotum er þýfið sem þjófarnir hafa á brott. Þeir hafa að mestu látið stóra muni á borð við sjónvörp og fleira í þeim dúr í friði en beina sjónum sínum frekar að hjónaherbergjum þar sem þeir sækja í peninga eða skartgripi sem þar er geymt. Þeir hafa einnig haft á brott minni raftæki á borð við veglega farsíma, spjaldtölvur og fartölvur.Leitað var með drónum að grunsamlegum mönnum í Garðabæ í síðustu viku.Vísir/Sigurjón ÓlasonDrónaleit skilaði engu Síðastliðinn miðvikudag barst lögreglu ábending um grunsamlegar mannaferðir í Garðabæ. Tilkynningin var á þá leið að tveir dökkklæddir menn bönkuðu upp á í húsi í Mýrarhverfi en hlupu á brott þegar í ljós kom að einhver væri heima. Beindist leit lögreglu að Akra – og Mýrarhverfum í Garðabæ þar sem talið var að mennirnir væru í felum. Ákvað lögreglan að setja dróna á loft til að reyna að koma auga á mennina en Skúli segir slíkt tæki nýtast vel við leit að mönnum þar sem dróninn hafi mikla yfirsýn og þannig hægt að sjá hvort þeir feli sig einhvers staðar og þá er auðveldara að vakta leiðir út úr þessum hverfum, sem eru margar. Þrátt fyrir mikla leit fundust mennirnir ekki. Skúli segir lítið hægt að segja um þá sem standa að baki þessum innbrotum en bendir á að þau halda áfram þó að mikill fréttaflutningur hafi verið af þeim.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Fjögur innbrot í Flatahverfi einu Hrina innbrota hefur gengið yfir Garðabæ á nýju ári og hafa íbúar fundið fyrir því. Fjögur keimlík innbrot hafa verið framin í skjóli myrkurs á virkum dögum frá áramótum í Flatahverfi einu. Garðbæingar kalla eftir aukinni sýnilegri gæslu. 15. janúar 2018 07:00