Veigar Páll á kaflaskilum: Sárt að rifja upp viðskilnaðinn við landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. janúar 2018 12:30 Veigar í leik með Stjörnunni. vísir/hanna Veigar Páll Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ákvað nýverið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og taka stöðu í þjálfaraliði Stjörnunnar, æskufélagi sínu. Veigar Páll varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en fór frá félaginu fyrir ári síðan og gekk í raðir FH. Þaðan fór hann til Víkings í sumar. Hann lék einni lengi með Stabæk í Noregi sem og Strömsgodset og Vålerenga þar í landi. Hann var einnig á mála hjá Nancy í Frakklandi á sínum tíma. „Þetta er nýtt fyrir mér og ég á örugglega eftir að fá sjokkið,“ sagði Veigar Páll í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu. „En þetta var orðið erfitt fyrir mig og þetta var orðið vont. Leikmenn í dag eru orðnir aðeins of fljótir fyrir mig. Ég fann fyrir því sjálfur að þetta er rétti tímapunkturinn til að hætta,“ sagði hann. Veigar Páll fór um víðan völl í viðtalinu en meðal þess sem þeir ræddu var viðskilnaðurinn við landsliðið árið 2011. Veigar Páll hafði þá verið í landsliðinu í áratug og skorað alls sex mörk í 34 leikjum. „Það er sárt og erfitt. En þetta gerðist og ég þarf að kyngja því,“ sagði hann en honum sinnaðist við Ólaf Jóhannesson, þáverandi landsliðsþjálfara, og viðurkenndi Veigar að hafa brotið reglur landsliðsins um áfengisbann. „Maður lærir af mistökum og þetta er eitthvað sem ég mun vara unga og efnilega leikmenn við að gera. Að gera ekki sömu mistök.“ „En eins og ég segi. Þetta er búið og gert. Ég geng sáttur frá borði.“ Veigar Páll þurfti oft að sætta sig við bekkjarsetu í landsleikjum en hann hann hafði skýringu á því. „Maður hefði viljað fleiri leiki í byrjunarliðinu en því miður var maður að nafni Eiður Smári í sömu stöðu og ég. Ég hafði skilning á því,“ sagði hann í léttum dúr. Viðtalið allt má heyra hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, ákvað nýverið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna og taka stöðu í þjálfaraliði Stjörnunnar, æskufélagi sínu. Veigar Páll varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 en fór frá félaginu fyrir ári síðan og gekk í raðir FH. Þaðan fór hann til Víkings í sumar. Hann lék einni lengi með Stabæk í Noregi sem og Strömsgodset og Vålerenga þar í landi. Hann var einnig á mála hjá Nancy í Frakklandi á sínum tíma. „Þetta er nýtt fyrir mér og ég á örugglega eftir að fá sjokkið,“ sagði Veigar Páll í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu. „En þetta var orðið erfitt fyrir mig og þetta var orðið vont. Leikmenn í dag eru orðnir aðeins of fljótir fyrir mig. Ég fann fyrir því sjálfur að þetta er rétti tímapunkturinn til að hætta,“ sagði hann. Veigar Páll fór um víðan völl í viðtalinu en meðal þess sem þeir ræddu var viðskilnaðurinn við landsliðið árið 2011. Veigar Páll hafði þá verið í landsliðinu í áratug og skorað alls sex mörk í 34 leikjum. „Það er sárt og erfitt. En þetta gerðist og ég þarf að kyngja því,“ sagði hann en honum sinnaðist við Ólaf Jóhannesson, þáverandi landsliðsþjálfara, og viðurkenndi Veigar að hafa brotið reglur landsliðsins um áfengisbann. „Maður lærir af mistökum og þetta er eitthvað sem ég mun vara unga og efnilega leikmenn við að gera. Að gera ekki sömu mistök.“ „En eins og ég segi. Þetta er búið og gert. Ég geng sáttur frá borði.“ Veigar Páll þurfti oft að sætta sig við bekkjarsetu í landsleikjum en hann hann hafði skýringu á því. „Maður hefði viljað fleiri leiki í byrjunarliðinu en því miður var maður að nafni Eiður Smári í sömu stöðu og ég. Ég hafði skilning á því,“ sagði hann í léttum dúr. Viðtalið allt má heyra hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira