Finnur: Spiluðum hrikalega illa á köflum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. janúar 2018 19:11 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. Vísir/Anton „Ánægður með að vera kominn í bikarúrslitin fjórða árið í röð,“ voru fyrstu viðbrögð Finns Freys Stefánssonar, þjálfara KR, eftir sigurinn á Breiðabliki í undanúrslitum Maltbikarsins í kvöld. „Það er eitthvað sem við erum stoltir af, en að sama skapi verkefni sem er ekki búið.“ KR fór með 90-71 sigur á 1. deildar liði Blika, en leikurinn var þó ekki eins auðveldur og stigaskorið gæti gefið til kynna, Blikar voru inni í leiknum allt fram í lokaleikhlutann. „Blikarnir byrja vel, og mér fannst við á köflum spila hrikalega illa, bæði í vörn og sókn. Mér fannst ekki vera mikil einbeiting í okkar leik og við vorum að gera mikið af mistökum.“ „Ég vona innilega að þetta séu ekki fyrirheitin fyrir það sem verður á laugardaginn,“ sagði Finnur. Hann játaði því að ef mótherjinn hefði verið sterkari í dag þá væri KR ekki endilega á leið í úrslitaleikinn. „Við réðum ekkert við Jeremy hjá þeim, hann skoraði nánast að vild. Snorri átti gríðarlega góðan leik og tuskaði okkar menn þrátt fyrir að hann væri höfðinu minni. Ég held við verðum, og ætlum, að gera töluvert betur ef við ætlum að vinna bikarinn aftur.“ „Þetta er mikið afrek að vera kominn hingað einu sinni enn, sérstaklega þar sem það eru mörg góð lið í deildinni. Þetta er leikur sem er ólíkur úrslitakeppninni, þetta fræga dagsform ræður svo miklu, þú færð ekki annan leik til.“ „Við þurfum að vera klárir á laugardaginn og sýna töluvert betri leik en við gerðum í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira
„Ánægður með að vera kominn í bikarúrslitin fjórða árið í röð,“ voru fyrstu viðbrögð Finns Freys Stefánssonar, þjálfara KR, eftir sigurinn á Breiðabliki í undanúrslitum Maltbikarsins í kvöld. „Það er eitthvað sem við erum stoltir af, en að sama skapi verkefni sem er ekki búið.“ KR fór með 90-71 sigur á 1. deildar liði Blika, en leikurinn var þó ekki eins auðveldur og stigaskorið gæti gefið til kynna, Blikar voru inni í leiknum allt fram í lokaleikhlutann. „Blikarnir byrja vel, og mér fannst við á köflum spila hrikalega illa, bæði í vörn og sókn. Mér fannst ekki vera mikil einbeiting í okkar leik og við vorum að gera mikið af mistökum.“ „Ég vona innilega að þetta séu ekki fyrirheitin fyrir það sem verður á laugardaginn,“ sagði Finnur. Hann játaði því að ef mótherjinn hefði verið sterkari í dag þá væri KR ekki endilega á leið í úrslitaleikinn. „Við réðum ekkert við Jeremy hjá þeim, hann skoraði nánast að vild. Snorri átti gríðarlega góðan leik og tuskaði okkar menn þrátt fyrir að hann væri höfðinu minni. Ég held við verðum, og ætlum, að gera töluvert betur ef við ætlum að vinna bikarinn aftur.“ „Þetta er mikið afrek að vera kominn hingað einu sinni enn, sérstaklega þar sem það eru mörg góð lið í deildinni. Þetta er leikur sem er ólíkur úrslitakeppninni, þetta fræga dagsform ræður svo miklu, þú færð ekki annan leik til.“ „Við þurfum að vera klárir á laugardaginn og sýna töluvert betri leik en við gerðum í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira