Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum Haraldur Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Fasteignaviðskiptum þar sem keypt er yfir ásettu verði hefur fækkað hratt síðan í vor. Fréttablaðið/Vilhelm Viðskipti „Það er ekkert sem bendir til þess að fasteignaverð muni lækka enda hafa vextir lækkað og kaupmáttur að aukast,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala (FF), um þær tölur sem birtast í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um þróun húsnæðismarkaðarins. Í skýrslunni segir að sumir geti orðið varir um sig í ljósi sögunnar eftir að 0,7 prósenta lækkun varð á fasteignaverði í nóvember síðastliðnum. Það hafi verið í fyrsta skipti síðan í júní 2014 sem verð á fjölbýli og sérbýli lækkaði milli mánaða. Sex mánaða hækkun íbúðaverðs sé nú aðeins 1,8 prósent og hækkunartakturinn minnkað mikið síðan í sumar. Einnig er bent á að þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 16 prósent í desember miðað við mánuðinn á undan og 20 prósent miðað við sama mánuð 2016. „Þessi 0,7 prósenta lækkun er mjög óveruleg og segir ekki til um að markaðurinn sé á niðurleið heldur sé þetta allt að ná jafnvægi með minniháttar sveiflum eftir að hann ofreis um síðustu páska. Árið lítur vel út með auknu framboði á nýbyggingum og okkar reynsla er sú að það hefur alltaf ruðningsáhrif og aðrir losa sig við eignir og markaðurinn kemst í eðlilega hringrás,“ segir Kjartan. „Þetta hefur einkennst af meira jafnvægi og framboði og eðlilegri markaði. Þessar tölur sýna hvað er að seljast yfir ásettu verði og er eðlilegt hlutfall að mínu mati,“ segir Kjartan en í skýrslunni kemur fram að um 78 prósent íbúða hafi selst undir ásettu verði í nóvember. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali hjá Híbýlum og fyrrverandi formaður FF, tekur undir með Kjartani og spáir að verð muni hækka. „Þessir mánuðir sem þarna er um að ræða eru einmitt þeir rólegustu á árinu. Núna á nýju ári finn ég strax að markaðurinn er að taka allvel við sér en hins vegar er það fagnaðarefni að það hægist að einhverju leyti á honum því ástandið í byrjun árs í fyrra með þeim hækkunum var ekki gott,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Viðskipti Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Viðskipti „Það er ekkert sem bendir til þess að fasteignaverð muni lækka enda hafa vextir lækkað og kaupmáttur að aukast,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala (FF), um þær tölur sem birtast í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um þróun húsnæðismarkaðarins. Í skýrslunni segir að sumir geti orðið varir um sig í ljósi sögunnar eftir að 0,7 prósenta lækkun varð á fasteignaverði í nóvember síðastliðnum. Það hafi verið í fyrsta skipti síðan í júní 2014 sem verð á fjölbýli og sérbýli lækkaði milli mánaða. Sex mánaða hækkun íbúðaverðs sé nú aðeins 1,8 prósent og hækkunartakturinn minnkað mikið síðan í sumar. Einnig er bent á að þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 16 prósent í desember miðað við mánuðinn á undan og 20 prósent miðað við sama mánuð 2016. „Þessi 0,7 prósenta lækkun er mjög óveruleg og segir ekki til um að markaðurinn sé á niðurleið heldur sé þetta allt að ná jafnvægi með minniháttar sveiflum eftir að hann ofreis um síðustu páska. Árið lítur vel út með auknu framboði á nýbyggingum og okkar reynsla er sú að það hefur alltaf ruðningsáhrif og aðrir losa sig við eignir og markaðurinn kemst í eðlilega hringrás,“ segir Kjartan. „Þetta hefur einkennst af meira jafnvægi og framboði og eðlilegri markaði. Þessar tölur sýna hvað er að seljast yfir ásettu verði og er eðlilegt hlutfall að mínu mati,“ segir Kjartan en í skýrslunni kemur fram að um 78 prósent íbúða hafi selst undir ásettu verði í nóvember. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali hjá Híbýlum og fyrrverandi formaður FF, tekur undir með Kjartani og spáir að verð muni hækka. „Þessir mánuðir sem þarna er um að ræða eru einmitt þeir rólegustu á árinu. Núna á nýju ári finn ég strax að markaðurinn er að taka allvel við sér en hins vegar er það fagnaðarefni að það hægist að einhverju leyti á honum því ástandið í byrjun árs í fyrra með þeim hækkunum var ekki gott,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Viðskipti Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira