Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum Haraldur Guðmundsson skrifar 11. janúar 2018 06:00 Fasteignaviðskiptum þar sem keypt er yfir ásettu verði hefur fækkað hratt síðan í vor. Fréttablaðið/Vilhelm Viðskipti „Það er ekkert sem bendir til þess að fasteignaverð muni lækka enda hafa vextir lækkað og kaupmáttur að aukast,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala (FF), um þær tölur sem birtast í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um þróun húsnæðismarkaðarins. Í skýrslunni segir að sumir geti orðið varir um sig í ljósi sögunnar eftir að 0,7 prósenta lækkun varð á fasteignaverði í nóvember síðastliðnum. Það hafi verið í fyrsta skipti síðan í júní 2014 sem verð á fjölbýli og sérbýli lækkaði milli mánaða. Sex mánaða hækkun íbúðaverðs sé nú aðeins 1,8 prósent og hækkunartakturinn minnkað mikið síðan í sumar. Einnig er bent á að þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 16 prósent í desember miðað við mánuðinn á undan og 20 prósent miðað við sama mánuð 2016. „Þessi 0,7 prósenta lækkun er mjög óveruleg og segir ekki til um að markaðurinn sé á niðurleið heldur sé þetta allt að ná jafnvægi með minniháttar sveiflum eftir að hann ofreis um síðustu páska. Árið lítur vel út með auknu framboði á nýbyggingum og okkar reynsla er sú að það hefur alltaf ruðningsáhrif og aðrir losa sig við eignir og markaðurinn kemst í eðlilega hringrás,“ segir Kjartan. „Þetta hefur einkennst af meira jafnvægi og framboði og eðlilegri markaði. Þessar tölur sýna hvað er að seljast yfir ásettu verði og er eðlilegt hlutfall að mínu mati,“ segir Kjartan en í skýrslunni kemur fram að um 78 prósent íbúða hafi selst undir ásettu verði í nóvember. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali hjá Híbýlum og fyrrverandi formaður FF, tekur undir með Kjartani og spáir að verð muni hækka. „Þessir mánuðir sem þarna er um að ræða eru einmitt þeir rólegustu á árinu. Núna á nýju ári finn ég strax að markaðurinn er að taka allvel við sér en hins vegar er það fagnaðarefni að það hægist að einhverju leyti á honum því ástandið í byrjun árs í fyrra með þeim hækkunum var ekki gott,“ segir Ingibjörg. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Viðskipti „Það er ekkert sem bendir til þess að fasteignaverð muni lækka enda hafa vextir lækkað og kaupmáttur að aukast,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala (FF), um þær tölur sem birtast í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs um þróun húsnæðismarkaðarins. Í skýrslunni segir að sumir geti orðið varir um sig í ljósi sögunnar eftir að 0,7 prósenta lækkun varð á fasteignaverði í nóvember síðastliðnum. Það hafi verið í fyrsta skipti síðan í júní 2014 sem verð á fjölbýli og sérbýli lækkaði milli mánaða. Sex mánaða hækkun íbúðaverðs sé nú aðeins 1,8 prósent og hækkunartakturinn minnkað mikið síðan í sumar. Einnig er bent á að þinglýstum kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 16 prósent í desember miðað við mánuðinn á undan og 20 prósent miðað við sama mánuð 2016. „Þessi 0,7 prósenta lækkun er mjög óveruleg og segir ekki til um að markaðurinn sé á niðurleið heldur sé þetta allt að ná jafnvægi með minniháttar sveiflum eftir að hann ofreis um síðustu páska. Árið lítur vel út með auknu framboði á nýbyggingum og okkar reynsla er sú að það hefur alltaf ruðningsáhrif og aðrir losa sig við eignir og markaðurinn kemst í eðlilega hringrás,“ segir Kjartan. „Þetta hefur einkennst af meira jafnvægi og framboði og eðlilegri markaði. Þessar tölur sýna hvað er að seljast yfir ásettu verði og er eðlilegt hlutfall að mínu mati,“ segir Kjartan en í skýrslunni kemur fram að um 78 prósent íbúða hafi selst undir ásettu verði í nóvember. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali hjá Híbýlum og fyrrverandi formaður FF, tekur undir með Kjartani og spáir að verð muni hækka. „Þessir mánuðir sem þarna er um að ræða eru einmitt þeir rólegustu á árinu. Núna á nýju ári finn ég strax að markaðurinn er að taka allvel við sér en hins vegar er það fagnaðarefni að það hægist að einhverju leyti á honum því ástandið í byrjun árs í fyrra með þeim hækkunum var ekki gott,“ segir Ingibjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira