Gekk á þjófinn og endurheimti pelsinn Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2018 11:19 Margrét fann þjófinn eftir mikla leit, gekk á manninn sem sá sér þann kost vænstan í stöðunni að skila flíkinni. Útaf stendur sími og húslyklar sem Margrét ætlar sér að endurheimta. Margrét Bjarnadóttir hefur endurheimt pels sinn þann sem var stolið á nýársfagnaði fyrir rúmri viku. Vísir greindi frá þjófnaðinum. Margrét þurfti að sýna talsverða hugkvæmni, djörfung og dug við að endurheimta flíkina. Atburðarásin er reyndar æsispennandi. „Já, loksins. Eftir mikla vinnu, tíma sem ég lagði í þetta og símtöl þá fann ég manninn sem stal pelsinum,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Hún fann vitni, eitt af öðru sem svo sáu manninn um kvöldið. Rakti sig áfram. „Það tók mig fjóra daga að finna út hver maðurinn er. Ég fékk aðstoð við að safna upplýsingum og fann hann loksins. Hann skilaði pelsinum og bíllyklum. Ég veit að hann er með restina af dótinu en hann vill ekki kannast við það. En, ég ætla mér að ná þessu öllu saman til baka. Vonandi kemst það í réttar hendur,“ segir Margrét en er þar einkum að vísa til síma og húslykla sem voru í pelsinum.Margrét ánægð að hafa endurheimt pelsinn. Hún rakti sig áfram þar til hún fann þjófinn og gekk á hann.Baldvin afi ánægður með sína stelpu Það er ljóst að Margrét gefst ekki svo auðveldlega upp þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur. En, þess má geta að hún er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnuðar. Baldvin Jónsson, sem að undanförnu hefur fengist við markaðssetningu íslensks lambakjöts í Bandaríkjunum, er þannig afi Margrétar og hann er ánægður með sína stelpu. Og segir á Facebooksíðu hennar, í tilefni af þessu, laggott: „Wonderwoman!“ „Já, þetta hefur verið ótrúlegt allt saman. Ég fékk smávægilega aðstoð frá lögreglu, til að sigta út hver hann væri. Ég vildi síst af öllu ganga á rangan mann,“ segir Margrét létt í bragði. „Jájá, ég lagði mig alla fram, er frekar þrjósk og það borgaði sig sannarlega í þetta skiptið.“Þjófurinn á fertugsaldri Aðspurð segir Margrét þjófinn ekki vera það sem heitir að vera góðkunningi lögreglunnar. „Nei. En, ef þetta skilar sér ekki allt aftur þá er ekki um annað að ræða í stöðunni en afhenda lögreglunni öll gögn í málinu.“ Margrét vildi ekki að svo stöddu máli upplýsa nánar um þjófinn. Hún telur það ekki rétt. Hún segist aðspurð ekki hafa verið hrædd, en þjófurinn var á fertugsaldri. Margrét telur að hann hafi metið það svo að ekki hafi verið annað í stöðunni fyrir sig en skila þýfinu.Ég efa að karlmaður vilji að það sé gert veður yfir því að hann hafi verið að ræna kvenmannspelsi af stelpu á þrítugsaldri. Þá fyrst yrði málið vandræðalegt fyrir hann. En, núna vona ég bara að húslyklar og sími skili sér.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Margrét Bjarnadóttir hefur endurheimt pels sinn þann sem var stolið á nýársfagnaði fyrir rúmri viku. Vísir greindi frá þjófnaðinum. Margrét þurfti að sýna talsverða hugkvæmni, djörfung og dug við að endurheimta flíkina. Atburðarásin er reyndar æsispennandi. „Já, loksins. Eftir mikla vinnu, tíma sem ég lagði í þetta og símtöl þá fann ég manninn sem stal pelsinum,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Hún fann vitni, eitt af öðru sem svo sáu manninn um kvöldið. Rakti sig áfram. „Það tók mig fjóra daga að finna út hver maðurinn er. Ég fékk aðstoð við að safna upplýsingum og fann hann loksins. Hann skilaði pelsinum og bíllyklum. Ég veit að hann er með restina af dótinu en hann vill ekki kannast við það. En, ég ætla mér að ná þessu öllu saman til baka. Vonandi kemst það í réttar hendur,“ segir Margrét en er þar einkum að vísa til síma og húslykla sem voru í pelsinum.Margrét ánægð að hafa endurheimt pelsinn. Hún rakti sig áfram þar til hún fann þjófinn og gekk á hann.Baldvin afi ánægður með sína stelpu Það er ljóst að Margrét gefst ekki svo auðveldlega upp þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur. En, þess má geta að hún er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnuðar. Baldvin Jónsson, sem að undanförnu hefur fengist við markaðssetningu íslensks lambakjöts í Bandaríkjunum, er þannig afi Margrétar og hann er ánægður með sína stelpu. Og segir á Facebooksíðu hennar, í tilefni af þessu, laggott: „Wonderwoman!“ „Já, þetta hefur verið ótrúlegt allt saman. Ég fékk smávægilega aðstoð frá lögreglu, til að sigta út hver hann væri. Ég vildi síst af öllu ganga á rangan mann,“ segir Margrét létt í bragði. „Jájá, ég lagði mig alla fram, er frekar þrjósk og það borgaði sig sannarlega í þetta skiptið.“Þjófurinn á fertugsaldri Aðspurð segir Margrét þjófinn ekki vera það sem heitir að vera góðkunningi lögreglunnar. „Nei. En, ef þetta skilar sér ekki allt aftur þá er ekki um annað að ræða í stöðunni en afhenda lögreglunni öll gögn í málinu.“ Margrét vildi ekki að svo stöddu máli upplýsa nánar um þjófinn. Hún telur það ekki rétt. Hún segist aðspurð ekki hafa verið hrædd, en þjófurinn var á fertugsaldri. Margrét telur að hann hafi metið það svo að ekki hafi verið annað í stöðunni fyrir sig en skila þýfinu.Ég efa að karlmaður vilji að það sé gert veður yfir því að hann hafi verið að ræna kvenmannspelsi af stelpu á þrítugsaldri. Þá fyrst yrði málið vandræðalegt fyrir hann. En, núna vona ég bara að húslyklar og sími skili sér.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56