Krefjast skýringa á ummælum Trump um "skítaholur“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 10:47 Trump skildi ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka á móti fólki frá löndum sem hann telur vera skítaholur. Vísir/AFP Sendiherra Haítí í Bandaríkjunum krefst þess að embættismenn Bandaríkjastjórnar útskýri ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kallaði landið og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Ummælin hafa valdið hneykslan víða um heim.Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ þegar hann ræddi við þingmenn um málamiðlun í innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í gær. Skildi hann ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka við fólki frá þessum löndum. Fulltrúar demókrata og nokkrir repúblikanar hafa fordæmt ummæli Trump. Uppákoman hefur endurnýjað gagnrýni um að Trump sé rasisti. „Ef þessi sláandi og skammarlegu ummæli Bandaríkjaforseta eru staðfest þá þykir mér það leitt en það eru engin önnur orð um það en rasisti,“ segir Rupert Colville, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, að sögn BBC. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn skipað nýjan sendiherra á Haítí en fulltrúi sendiráðsins mun funda með Jovenel Moïse, forseta landsins, vegna ummælanna í dag, að sögn CNN. Laurent Lamothe, fyrrverandi forseti Haítí, segir að heimsbyggðin hafi orðið vitni að „nýjum lægðum“ með ummælum Trump. Þau séu algerlega óásættanleg. „Þau sýna algert virðingarleysi og vanþekkingu af hálfu forseta sem hefur aldrei áður sést í sögu Bandaríkjanna,“ tísti Lamothe.Vicente Fox hefur verið harður og berorður gagnrýnandi Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPVicente Fox, fyrrverandi forseti Mexíkó sem hefur verið harður andstæðingur Trump, gekk enn lengra á Twitter. Sagði hann að mikilfengleiki Bandaríkjanna byggði á fjölbreytni og spurði Trump hvort að hann hefði gleymt því að hann kæmi sjálfur af innflytjendum. „Donald Trump, munnurinn á þér er fúlasta skítaholan í heiminum,“ tísti Fox. Ekki eru þó allir óánægðir með orðbragð Bandaríkjaforseta. CNN segir að starfsmenn Hvíta hússins telja að ummælin falli stuðingsmönnum forsetans vel í geð, svipað og þegar hann réðist að svörtum ruðningsleikmönnum sem krjúpa undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum.According to a White House official, staffers predict the President's “shithole” remark will resonate with his base, @kaitlancollins reports https://t.co/DNed8UOO8b pic.twitter.com/PycLhX7yDV— The Situation Room (@CNNSitRoom) January 11, 2018 Álitsgjafar Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið Trump sérlega hliðholl, voru á sama máli og gerðu lítið úr ummælum forsetans, að því er kemur fram í umfjöllun Daily Beast. „Ég held að þetta séu annað hvort falsfréttir eða, ef þetta er satt, þá er það svona sem gleymda fólkið í Bandaríkjunum talar á barnum. Svona tengir Trump við fólk,“ sagði Jesse Watters, álitsgjafi stöðvarinnar. Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sendiherra Haítí í Bandaríkjunum krefst þess að embættismenn Bandaríkjastjórnar útskýri ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem kallaði landið og nokkur Afríkuríki „skítaholur“. Ummælin hafa valdið hneykslan víða um heim.Washington Post sagði frá því í gær að Trump hefði kallað Haítí, El Salvador, Hondúras og nokkur Afríkuríki „skítaholur“ þegar hann ræddi við þingmenn um málamiðlun í innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í Hvíta húsinu í gær. Skildi hann ekki hvers vegna Bandaríkin ættu að taka við fólki frá þessum löndum. Fulltrúar demókrata og nokkrir repúblikanar hafa fordæmt ummæli Trump. Uppákoman hefur endurnýjað gagnrýni um að Trump sé rasisti. „Ef þessi sláandi og skammarlegu ummæli Bandaríkjaforseta eru staðfest þá þykir mér það leitt en það eru engin önnur orð um það en rasisti,“ segir Rupert Colville, talsmaður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, að sögn BBC. Bandaríkjastjórn hefur ekki enn skipað nýjan sendiherra á Haítí en fulltrúi sendiráðsins mun funda með Jovenel Moïse, forseta landsins, vegna ummælanna í dag, að sögn CNN. Laurent Lamothe, fyrrverandi forseti Haítí, segir að heimsbyggðin hafi orðið vitni að „nýjum lægðum“ með ummælum Trump. Þau séu algerlega óásættanleg. „Þau sýna algert virðingarleysi og vanþekkingu af hálfu forseta sem hefur aldrei áður sést í sögu Bandaríkjanna,“ tísti Lamothe.Vicente Fox hefur verið harður og berorður gagnrýnandi Bandaríkjaforseta.Vísir/AFPVicente Fox, fyrrverandi forseti Mexíkó sem hefur verið harður andstæðingur Trump, gekk enn lengra á Twitter. Sagði hann að mikilfengleiki Bandaríkjanna byggði á fjölbreytni og spurði Trump hvort að hann hefði gleymt því að hann kæmi sjálfur af innflytjendum. „Donald Trump, munnurinn á þér er fúlasta skítaholan í heiminum,“ tísti Fox. Ekki eru þó allir óánægðir með orðbragð Bandaríkjaforseta. CNN segir að starfsmenn Hvíta hússins telja að ummælin falli stuðingsmönnum forsetans vel í geð, svipað og þegar hann réðist að svörtum ruðningsleikmönnum sem krjúpa undir þjóðsöng Bandaríkjanna til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum.According to a White House official, staffers predict the President's “shithole” remark will resonate with his base, @kaitlancollins reports https://t.co/DNed8UOO8b pic.twitter.com/PycLhX7yDV— The Situation Room (@CNNSitRoom) January 11, 2018 Álitsgjafar Fox News, hægrisinnuðu sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið Trump sérlega hliðholl, voru á sama máli og gerðu lítið úr ummælum forsetans, að því er kemur fram í umfjöllun Daily Beast. „Ég held að þetta séu annað hvort falsfréttir eða, ef þetta er satt, þá er það svona sem gleymda fólkið í Bandaríkjunum talar á barnum. Svona tengir Trump við fólk,“ sagði Jesse Watters, álitsgjafi stöðvarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Hondúras Mexíkó Mið-Ameríka Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira