Einkunnir Íslands: Aron maður leiksins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. janúar 2018 20:00 Okkar menn fögnuðu eftir leikinn í kvöld. Vísir/EPA Aron Pálmarsson var maður leiksins samkvæmt einkunnagjöf HB Statz er Íslendingar lögðu Svía að velli á EM í handbolta í kvöld, 26-24. Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Guðmundsson voru ekki langt undan. HB Statz og Vísir munu birta einkunnir, tölfræði og umsagnir um leikmenn Íslands á meðan EM í Króatíu stendur en hér fyrir neðan má sjá einkunnir strákanna okkar fyrir frammistöðuan gegn Svíum.Aron Pálmarsson 8,1 Mörk (skot): 3 (7) Skotnýting: 42,9% Sköpuð færi (stoðsendingar): 10 (8) Tapaðir boltar: 6 Löglegar stöðvanir: 4 Stolnir boltar: 1Umsögn: Stjórnaði íslenska liðinu af mikilli festu og skoraði afar mikilvæg mörk. Þetta var einn besti landsleikur Arons í langan tíma. Hann hélt haus allan leikinn sem hefur verið hans akkilesarhæll undanfarin misseri.Björgvin Páll Gústavsson 7,4 Varin (skot): 15/2 (39/2) Hlutfallsmarkvarsla: 38,5%Umsögn: Var með fýlusvip í leikjunum í Þýskalandi um helgina og var einfaldlega slakur þá. En í Split sýndi hann hvað hann getur þegar mest á reynir. Hann var í sama formi gegn Svíum og hann var í á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tæpum áratug, er Íslendingar unnu silfur. Til hamingju, Björgvin - meira af þessu!Ólafur Guðmundsson 7,3 Mörk (skot): 7 (14) Skotnýting: 50% Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (1) Löglegar stöðvanir: 5Umsögn: Líklegast sá leikmaður sem hefur mátt þola mesta gagnrýni undanfarin ár, eins og hann átti skilið. En sýndi í kvöld og í síðustu leikjum að hann er ekki aðeins ein besta skytta sem við höfum átt heldur var hann frábær í vörninni. Einn besti maður íslenska liðsins.Guðjón Valur Sigurðsson 7,0 Mörk (skot): 5 (9) Skotnýting: 55,6% Löglegar stöðvanir: 1 Stolnir boltar: 1Umsögn: Stóð sig með prýði. Bar liðið á herðum sér, skoraði mikilvæg mörk og virkaði jákvæður á vellinum. Var duglegur að rífa upp samherja sína þegar Svíar komu með áhlaup sín á forystu íslenska liðsins.Arnór Þór Gunnarsson 6,9 Mörk (skot): 5 (6) Skotnýting: 83,3% Stolnir boltar: 2Umsögn: Skilaði frábæru verki og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Nýtti færin sín vel og á ekki langt að sækja góða skapgerð - það geislar af honum eftir frábæra frammistöðu í þýsku B-deildinni í vetur.Rúnar Kárason 6,3 Mörk (skot): 5 (9) Skotnýting: 55,6% Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (1) Tapaðir boltar: 1Umsögn: Var langt frá sínu besta í leikjunum gegn Þýskalandi um helgina en líkt og á HM í fyrra sýndi hann okkur hvað hann getur. Á það hins vegar til að detta út úr leikjum eins og hann gerði í kvöld. Annars hnökralaust af hans hálfu.Bjarki Már Gunnarsson 5,8 Löglegar stöðvanir: 3Umsögn: Stóð sig vel í íslensku vörninni. Geir var gagnrýndur fyrir valið á honum fyrir þetta mót. En hann er maðurinn sem ræður við 100+ kg skrokka og er það jákvæð umsögn um Olísdeildina hversu vel hann stóð sig.Janus Daði Smárason 5,5 Mörk (skot): 1 (2) Skotnýting: 50% Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (0) Fiskuð víti: 1Umsögn: Átti frábæra innkomu undir lok leiksins, sem skipti máli þegar Svíar sóttu að okkar mönnum. Hann var ekki í takti í leikjunum gegn Þýskalandi en er hins vegar mikið efni sem á enn eftir að sýna hvað í honum býr.Ásgeir Örn Hallgrímsson 5,3 Mörk (skot): 0 (2) Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (0) Fiskuð víti: 1 Löglegar stöðvanir: 2 Blokk (varin skot): 1Umsögn: Vanmetinn leikmaður. Besti leikmaður íslensku varnarinnar - það sýndi hann í leikjunum gegn Þýskalandi. Áhorfendur fengu það staðfest í leiknum í kvöld. Fær lítið hrós og á mun meira skilið. Arnar Freyr Arnarsson 5,3 Mörk (skot): 0 (1) Fiskuð víti: 3 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn: Tók sig saman í andlitinu eftir leikina gegn Svíum á Íslandi í október. Það er til fyrirmyndar að sjá hvað hann hefur tekið sjálfan sig vel í gegn. Þetta er leikmaður sem getur orðið mun betri en Rússajeppinn Sigfús Sigurðsson sem á sínum tíma var einn sá besti í heimi.Ómar Ingi Magnússon 4,8 Tapaðir boltar: 2 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn: Afar klókur leikmaður. Hefur leikskilning upp á tíu. Náði að róa leik íslenska liðsins í kvöld þegar hann kom við sögu. En við verðum að fá meira út úr leikmanni í hans stöðu. Hann er hins vegar ungur og engin ástæða til að örvænta.Bestu menn Svía samkvæmt HB Statz: Mikael Appelgren 8,3 Jim Gottfridsson 7,6 Albin Lagergren 6,5 Mattias Zachrisson 6,2 EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Ólafur: Verður gaman að mæta á æfingu eftir mót Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur. 12. janúar 2018 19:21 Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12 Rúnar: Búnir að horfa ógeðslega mikið á Svíana Ísland vann 26-24 sigur á Svíum í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. 12. janúar 2018 19:01 Kristján: Mig dreymdi ekki í nótt að þetta færi svona Hinn íslenski þjálfari sænska landsliðsins, Kristján Andrésson, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 12. janúar 2018 19:40 Geir: Má ekki slaka á þrátt fyrir sigur Geir Sveinsson, þjálfari íslenska liðsins, var ánægður með að vinnan sem strákarnir lögðu á sig fyrir leikinn gegn Svíum borgaði sig. 12. janúar 2018 19:26 Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. 12. janúar 2018 19:20 Guðjón Valur: Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft? Guðjón Valur gat slegið á létta strengi eftir tveggja marka sigur Íslands á Svíþjóð á EM í Króatíu í kvöld. 12. janúar 2018 19:10 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Aron Pálmarsson var maður leiksins samkvæmt einkunnagjöf HB Statz er Íslendingar lögðu Svía að velli á EM í handbolta í kvöld, 26-24. Björgvin Páll Gústavsson og Ólafur Guðmundsson voru ekki langt undan. HB Statz og Vísir munu birta einkunnir, tölfræði og umsagnir um leikmenn Íslands á meðan EM í Króatíu stendur en hér fyrir neðan má sjá einkunnir strákanna okkar fyrir frammistöðuan gegn Svíum.Aron Pálmarsson 8,1 Mörk (skot): 3 (7) Skotnýting: 42,9% Sköpuð færi (stoðsendingar): 10 (8) Tapaðir boltar: 6 Löglegar stöðvanir: 4 Stolnir boltar: 1Umsögn: Stjórnaði íslenska liðinu af mikilli festu og skoraði afar mikilvæg mörk. Þetta var einn besti landsleikur Arons í langan tíma. Hann hélt haus allan leikinn sem hefur verið hans akkilesarhæll undanfarin misseri.Björgvin Páll Gústavsson 7,4 Varin (skot): 15/2 (39/2) Hlutfallsmarkvarsla: 38,5%Umsögn: Var með fýlusvip í leikjunum í Þýskalandi um helgina og var einfaldlega slakur þá. En í Split sýndi hann hvað hann getur þegar mest á reynir. Hann var í sama formi gegn Svíum og hann var í á Ólympíuleikunum í Peking fyrir tæpum áratug, er Íslendingar unnu silfur. Til hamingju, Björgvin - meira af þessu!Ólafur Guðmundsson 7,3 Mörk (skot): 7 (14) Skotnýting: 50% Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (1) Löglegar stöðvanir: 5Umsögn: Líklegast sá leikmaður sem hefur mátt þola mesta gagnrýni undanfarin ár, eins og hann átti skilið. En sýndi í kvöld og í síðustu leikjum að hann er ekki aðeins ein besta skytta sem við höfum átt heldur var hann frábær í vörninni. Einn besti maður íslenska liðsins.Guðjón Valur Sigurðsson 7,0 Mörk (skot): 5 (9) Skotnýting: 55,6% Löglegar stöðvanir: 1 Stolnir boltar: 1Umsögn: Stóð sig með prýði. Bar liðið á herðum sér, skoraði mikilvæg mörk og virkaði jákvæður á vellinum. Var duglegur að rífa upp samherja sína þegar Svíar komu með áhlaup sín á forystu íslenska liðsins.Arnór Þór Gunnarsson 6,9 Mörk (skot): 5 (6) Skotnýting: 83,3% Stolnir boltar: 2Umsögn: Skilaði frábæru verki og stóð svo sannarlega fyrir sínu. Nýtti færin sín vel og á ekki langt að sækja góða skapgerð - það geislar af honum eftir frábæra frammistöðu í þýsku B-deildinni í vetur.Rúnar Kárason 6,3 Mörk (skot): 5 (9) Skotnýting: 55,6% Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (1) Tapaðir boltar: 1Umsögn: Var langt frá sínu besta í leikjunum gegn Þýskalandi um helgina en líkt og á HM í fyrra sýndi hann okkur hvað hann getur. Á það hins vegar til að detta út úr leikjum eins og hann gerði í kvöld. Annars hnökralaust af hans hálfu.Bjarki Már Gunnarsson 5,8 Löglegar stöðvanir: 3Umsögn: Stóð sig vel í íslensku vörninni. Geir var gagnrýndur fyrir valið á honum fyrir þetta mót. En hann er maðurinn sem ræður við 100+ kg skrokka og er það jákvæð umsögn um Olísdeildina hversu vel hann stóð sig.Janus Daði Smárason 5,5 Mörk (skot): 1 (2) Skotnýting: 50% Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (0) Fiskuð víti: 1Umsögn: Átti frábæra innkomu undir lok leiksins, sem skipti máli þegar Svíar sóttu að okkar mönnum. Hann var ekki í takti í leikjunum gegn Þýskalandi en er hins vegar mikið efni sem á enn eftir að sýna hvað í honum býr.Ásgeir Örn Hallgrímsson 5,3 Mörk (skot): 0 (2) Sköpuð færi (stoðsendingar): 1 (0) Fiskuð víti: 1 Löglegar stöðvanir: 2 Blokk (varin skot): 1Umsögn: Vanmetinn leikmaður. Besti leikmaður íslensku varnarinnar - það sýndi hann í leikjunum gegn Þýskalandi. Áhorfendur fengu það staðfest í leiknum í kvöld. Fær lítið hrós og á mun meira skilið. Arnar Freyr Arnarsson 5,3 Mörk (skot): 0 (1) Fiskuð víti: 3 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn: Tók sig saman í andlitinu eftir leikina gegn Svíum á Íslandi í október. Það er til fyrirmyndar að sjá hvað hann hefur tekið sjálfan sig vel í gegn. Þetta er leikmaður sem getur orðið mun betri en Rússajeppinn Sigfús Sigurðsson sem á sínum tíma var einn sá besti í heimi.Ómar Ingi Magnússon 4,8 Tapaðir boltar: 2 Löglegar stöðvanir: 1Umsögn: Afar klókur leikmaður. Hefur leikskilning upp á tíu. Náði að róa leik íslenska liðsins í kvöld þegar hann kom við sögu. En við verðum að fá meira út úr leikmanni í hans stöðu. Hann er hins vegar ungur og engin ástæða til að örvænta.Bestu menn Svía samkvæmt HB Statz: Mikael Appelgren 8,3 Jim Gottfridsson 7,6 Albin Lagergren 6,5 Mattias Zachrisson 6,2
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Ólafur: Verður gaman að mæta á æfingu eftir mót Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur. 12. janúar 2018 19:21 Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52 Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12 Rúnar: Búnir að horfa ógeðslega mikið á Svíana Ísland vann 26-24 sigur á Svíum í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. 12. janúar 2018 19:01 Kristján: Mig dreymdi ekki í nótt að þetta færi svona Hinn íslenski þjálfari sænska landsliðsins, Kristján Andrésson, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 12. janúar 2018 19:40 Geir: Má ekki slaka á þrátt fyrir sigur Geir Sveinsson, þjálfari íslenska liðsins, var ánægður með að vinnan sem strákarnir lögðu á sig fyrir leikinn gegn Svíum borgaði sig. 12. janúar 2018 19:26 Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. 12. janúar 2018 19:20 Guðjón Valur: Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft? Guðjón Valur gat slegið á létta strengi eftir tveggja marka sigur Íslands á Svíþjóð á EM í Króatíu í kvöld. 12. janúar 2018 19:10 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Ólafur: Verður gaman að mæta á æfingu eftir mót Ólafur Guðmundsson, maður leiksins í sigri Íslands á Svíum á EM í Króatíu, segir að það hafi farið örlítið um hann þegar Svíar minnkuðu muninn í leiknum hægt og þétt. Hann segir þó að sigurinn hafi verið erfiður, en sætur. 12. janúar 2018 19:21
Twitter eftir sigur Íslands: „Langar að maka mig allan í Silver geli" Íslenska landsliðið vann góðan og mikilvægan sigur á Svíum í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í handbolta, en lokatölur í Split urðu 26-24. 12. janúar 2018 18:52
Aron: Ekki yfirlýsing heldur tvö verðskulduð stig Aron Pálmarsson, miðjumaður og lykilmaður Íslands í handbolta, segir að sigurinn gegn Svíum hafi ekki verið yfirlýsing frá íslenska liðinu heldur tvö verðskulduð stig. 12. janúar 2018 19:12
Rúnar: Búnir að horfa ógeðslega mikið á Svíana Ísland vann 26-24 sigur á Svíum í fyrsta leik á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Króatíu. 12. janúar 2018 19:01
Kristján: Mig dreymdi ekki í nótt að þetta færi svona Hinn íslenski þjálfari sænska landsliðsins, Kristján Andrésson, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld. 12. janúar 2018 19:40
Geir: Má ekki slaka á þrátt fyrir sigur Geir Sveinsson, þjálfari íslenska liðsins, var ánægður með að vinnan sem strákarnir lögðu á sig fyrir leikinn gegn Svíum borgaði sig. 12. janúar 2018 19:26
Bjöggi: Þeir eru með allt þetta lið, en eru ekki Íslendingar Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Íslands gegn Svíum á Evrópumótinu í Króatíu í dag, en Ísland fór með 26-24 sigur eftir að hafa verið tíu mörkum yfir snemma í seinni hálfleik. 12. janúar 2018 19:20
Guðjón Valur: Ertu að reyna að fá mig til að rífa kjaft? Guðjón Valur gat slegið á létta strengi eftir tveggja marka sigur Íslands á Svíþjóð á EM í Króatíu í kvöld. 12. janúar 2018 19:10
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 26-24 | Frábær sigur á Svíum Ótrúlegur fyrri hálfleikur lagði grunninn að glæsilegum sigri Íslands á Svíþjóð á fyrsta leik okkar manna á EM í Króatíu. 12. janúar 2018 19:00