Erlent

Steven Seagal sakaður um nauðgun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vladimír Pútín og Steven Seagal eru félagar.
Vladimír Pútín og Steven Seagal eru félagar. Vísir/AFP

Hasarleikarinn Steven Seagal hefur verið sakaður um að hafa nauðgað aukaleikara við tökur á kvikmyndinni On Deadly Ground árið 1993.



Regina Simons greinir frá þessu í viðtali við The Wrap þar sem hún segir að þegar hún hafi verið átján ára gömul við tökur á kvikmyndinni sem aukaleikari hafi Seagal boðið henni í partý á heimili hans.



Þegar hún mætti í partý-ið var hins vegar enginn nema Seagal á staðnum.



„Hann fór með mig inn í herbergið hans, lokaði hurðinni og byrjaði að kissa mig,“ segir Simons í samtali við The Wrap. „Hann klæddi mig úr fötunum og áður en ég vissi var hann kominn ofan á mig að nauðga mér.“



Segir hún að hún hafi frosið og ekki getað veitt Seagal viðnám. Simons er mormónatrúar og segir hún að eftir hafa rætt við biskup hafi hún ákveðið að fara ekki til lögreglu á sínum tíma vegna þess stimpils sem hún hefði fengið á sig í samfélagi mormóna.



Greinir hún frá því að hún hafi farið til lögreglu í síðasta mánuði og gefið skýrslu vegna málsins.



Talið er að Simons sé fyrsta konan sem saki Seagal um nauðgun en fjölmargar konur hafa að undanförnu sakað hann um kynferðislega áreitni, þar á meðal leikkonan Portia de Rossi.


Tengdar fréttir

Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum

Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×