Endurkomusigur hjá Örnunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2018 01:00 Rodney McLeod fagnar eftir að hafa fellt Matt Ryan, leikstjórnanda Atlanta Falcons. Vísir/Getty Philadelphia Eagles er komið áfram í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir sigur á Atlanta Falcons í háspennuleik í kvöld, 15-10. Það var mjótt á munum allan leikinn og eftir að bæði lið skoruðu snertimark í fyrri hálfleik var staðan 10-9, Philadelphia í vil. Eini munurinn á liðunum var að sparkari Philadelphia nýtti ekki vallarmarkstilraun fyrir aukastigi eftir snertimark LaGarette Blount. Vörn Philadelphia spilaði frábærlega í allt kvöld og náði að halda Matt Ryan, leikstjórnanda Falcons, sem og hlauparanum Devonta Freeman í skefjum. Sókn Philadelphia virtist ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en Nick Foles, leikstjórnandi arnanna, komst á flug í síðari hálfleik og setti saman tvær sóknir sem enduðu báðar með vallarmarki. Þaðan komu stigin sex sem komu Philadelphia yfir, 15-10, fyrir lokasókn Atlanta í leiknum.Nick Foles.Vísire/GettyFálkarnir komu sér loksins á flug þegar mest lá við. Útherjinn Julio Jones greip boltann á ögurstundi til að halda lífi í sókn Atlanta og komst liðið alla leið að tveggja jarda línunni á vallarhelmingi heimamanna. Þar fékk Ryan eitt tækifæri til að tryggja Atlanta sigurinn og kastaði hann boltanum í áttina að áðurnefndum Jones, sem náði ekki að grípa boltann. Þar með voru vonir Atlanta úti og sigurinn tryggður hjá heimamönnum stuttu síðar, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Foles er varaleikstjórnandi Eagles en hefur verið í byrjunarliðinu síðan að Carson Wentz sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Hann spilaði ekki vel í síðustu leikjum arnanna en gerði nóg í kvöld, sérstaklega þegar mest var undir í síðari hálfleik. Þetta flokkast seint sem stjörnuframmistaða hjá leikstjórnanda í úrslitakeppninni en miðað við þær væntingar sem voru gerðar stóðst hann þær og gott betur. Foles var með 246 sendingajarda í leiknum en hlauparinn Jay Ajayi spilaði vel í kvöld og var með samtals 115 jarda. Hjá Atlanta var Ryan með 210 sendingajarda og Jones 101 jarda. Hlauparinn Devonta Freeman, einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu, réði þó ekkert við vörn Philadelphia og endaði með aðeins sjö jarda í tíu tilraunum. Philadelphia fær að spila úrslitaleik Þjóðardeildarinnar á heimavelli og mætir þar annað hvort Minnesota Vikings eða New Orleans Saints, sem eigast við annað kvöld. NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Philadelphia Eagles er komið áfram í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir sigur á Atlanta Falcons í háspennuleik í kvöld, 15-10. Það var mjótt á munum allan leikinn og eftir að bæði lið skoruðu snertimark í fyrri hálfleik var staðan 10-9, Philadelphia í vil. Eini munurinn á liðunum var að sparkari Philadelphia nýtti ekki vallarmarkstilraun fyrir aukastigi eftir snertimark LaGarette Blount. Vörn Philadelphia spilaði frábærlega í allt kvöld og náði að halda Matt Ryan, leikstjórnanda Falcons, sem og hlauparanum Devonta Freeman í skefjum. Sókn Philadelphia virtist ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en Nick Foles, leikstjórnandi arnanna, komst á flug í síðari hálfleik og setti saman tvær sóknir sem enduðu báðar með vallarmarki. Þaðan komu stigin sex sem komu Philadelphia yfir, 15-10, fyrir lokasókn Atlanta í leiknum.Nick Foles.Vísire/GettyFálkarnir komu sér loksins á flug þegar mest lá við. Útherjinn Julio Jones greip boltann á ögurstundi til að halda lífi í sókn Atlanta og komst liðið alla leið að tveggja jarda línunni á vallarhelmingi heimamanna. Þar fékk Ryan eitt tækifæri til að tryggja Atlanta sigurinn og kastaði hann boltanum í áttina að áðurnefndum Jones, sem náði ekki að grípa boltann. Þar með voru vonir Atlanta úti og sigurinn tryggður hjá heimamönnum stuttu síðar, við gríðarlegan fögnuð áhorfenda. Foles er varaleikstjórnandi Eagles en hefur verið í byrjunarliðinu síðan að Carson Wentz sleit krossband í hné undir lok deildarkeppninnar. Hann spilaði ekki vel í síðustu leikjum arnanna en gerði nóg í kvöld, sérstaklega þegar mest var undir í síðari hálfleik. Þetta flokkast seint sem stjörnuframmistaða hjá leikstjórnanda í úrslitakeppninni en miðað við þær væntingar sem voru gerðar stóðst hann þær og gott betur. Foles var með 246 sendingajarda í leiknum en hlauparinn Jay Ajayi spilaði vel í kvöld og var með samtals 115 jarda. Hjá Atlanta var Ryan með 210 sendingajarda og Jones 101 jarda. Hlauparinn Devonta Freeman, einn besti leikmaður deildarinnar í sinni stöðu, réði þó ekkert við vörn Philadelphia og endaði með aðeins sjö jarda í tíu tilraunum. Philadelphia fær að spila úrslitaleik Þjóðardeildarinnar á heimavelli og mætir þar annað hvort Minnesota Vikings eða New Orleans Saints, sem eigast við annað kvöld.
NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira