Lögreglan varar við ástarsvindli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2018 11:01 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við sérstaklega ljótu svindli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svokölluðu ástarsvindli á Facebooksíðu sinni. Ástarsvindl (e. Romance scam) er sérstaklega ljótt að sögn lögreglu því þá er markvisst unnið að því að ávinna sér traust sem síðan er brotið, ásamt vonum brotaþola. Lögreglan segist vita til þess að fólk á Íslandi hafi orðið fyrir því að missa pening til óprúttinna aðila sem stundi ástarsvindl. Lögreglan segir að þessi tegund svindls sé eldri en Internetið en tekur fram að með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlaranna að fólki stóraukist.„Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk,“ segir lögreglan til útskýringar. Lögreglan segir að þegar svindlararnir hafi náð að ávinna sér traust hjá brotaþola þá biðji þeir um greiða og geta lygarnar verið margvíslegar eins og að biðja um peninga fyrir flugi til að geta hitt viðkomandi, biðja um peninga fyrir óvæntum spítalaútgjöldum og þá er oft sagt að viðkomandi sé á ferðalagi og að öllu hafi verið stolið af honum/henni. Þá kemur fram að svindlararnir vilji gjarnan senda pakka á undan sér en allt í einu berist reikningar sem viðtakandinn eigi að greiða. Lögreglan segir að það sé algengt að brotaþolar finni fyrir skammartilfinningu þegar þeir lendi í slíku svindli. Það gæti ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. Lögreglan vill taka fram að brotin séu alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beiti oft háþróuðum aðferðum til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum.Nokkrar góðar venjur að mati lögreglunnarHún brýnir fyrir fólki að velja vini sína vandlega á samfélagsmiðlum. Hún segir að varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum. Gott getur verið að skoða myndir á heimasvæðum þess sem sendir vinabeiðni og að gera leit af þeim á netinu. Lögreglan varar fólk við því að deila með ókunnugum viðkvæmum upplýsingum eins og myndum af vegabréfum og þess háttar því hægt er að nota það í svindl. Þá eigi ekki að senda peninga til ókunnugra.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu lögreglunnar í heild sinni. Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við svokölluðu ástarsvindli á Facebooksíðu sinni. Ástarsvindl (e. Romance scam) er sérstaklega ljótt að sögn lögreglu því þá er markvisst unnið að því að ávinna sér traust sem síðan er brotið, ásamt vonum brotaþola. Lögreglan segist vita til þess að fólk á Íslandi hafi orðið fyrir því að missa pening til óprúttinna aðila sem stundi ástarsvindl. Lögreglan segir að þessi tegund svindls sé eldri en Internetið en tekur fram að með tilkomu samfélagsmiðla hafi aðgengi svindlaranna að fólki stóraukist.„Það er líka mjög auðvelt að villa á sér heimildir, virðulegi bandaríski hermaðurinn eða myndarlega konan sem þú heldur að þú sért að tala við er mögulega hópur af svindlurum sem eru tilbúnir að ljúga hverju sem er til að fá fólk til að trúa að þau séu að eiga í samskiptum við raunverulegt fólk,“ segir lögreglan til útskýringar. Lögreglan segir að þegar svindlararnir hafi náð að ávinna sér traust hjá brotaþola þá biðji þeir um greiða og geta lygarnar verið margvíslegar eins og að biðja um peninga fyrir flugi til að geta hitt viðkomandi, biðja um peninga fyrir óvæntum spítalaútgjöldum og þá er oft sagt að viðkomandi sé á ferðalagi og að öllu hafi verið stolið af honum/henni. Þá kemur fram að svindlararnir vilji gjarnan senda pakka á undan sér en allt í einu berist reikningar sem viðtakandinn eigi að greiða. Lögreglan segir að það sé algengt að brotaþolar finni fyrir skammartilfinningu þegar þeir lendi í slíku svindli. Það gæti ákveðinna fordóma í samfélaginu gagnvart brotum af þessu tagi. Lögreglan vill taka fram að brotin séu alls ekki brotaþola að kenna. Svindlararnir beiti oft háþróuðum aðferðum til að skapa traust og vekja langanir hjá brotaþolum.Nokkrar góðar venjur að mati lögreglunnarHún brýnir fyrir fólki að velja vini sína vandlega á samfélagsmiðlum. Hún segir að varast beri vinabeiðnir frá ókunnugum. Gott getur verið að skoða myndir á heimasvæðum þess sem sendir vinabeiðni og að gera leit af þeim á netinu. Lögreglan varar fólk við því að deila með ókunnugum viðkvæmum upplýsingum eins og myndum af vegabréfum og þess háttar því hægt er að nota það í svindl. Þá eigi ekki að senda peninga til ókunnugra.Hér að neðan er hægt að lesa stöðuuppfærslu lögreglunnar í heild sinni.
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira