Svara því að karlar fái herraklippingu 18 ára Sveinn Arnarsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Starfsfólk Domus Medica framkvæmir ófrjósemisaðgerðir. Fyrsta skrefið í ferlinu er að fara í viðtal hjá þvagfæraskurðlækni. vísir/gva Þó lög setji aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerð hjá báðum kynjum við 25 ár virðist það aldurstakmark aðeins eiga við um konur. Heildarendurskoðun laganna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu þar sem meðal annars verður skoðað hvort breyta eigi aldurstakmörkunum sem þessum.Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að ung kona, 27 ára, ætli í ófrjósemisaðgerð. Lög um ófrjósemisaðgerðir eru frá árinu 1975 en þar kemur fram að kona og karl þurfi að vera 25 ára til að fá að fara í aðgerðina. Fréttablaðið hringdi í tvígang í Domus Medica til að fá upplýsingar um hvert aldurstakmarkið væri fyrir karla. Í bæði skiptin var blaðamanni tjáð að það væri ekkert aldurstakmark hvað það varðaði. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að aldurstakmarkið sé hið sama fyrir karla og fyrir konur.Birgir Jakobsson, Landlæknir„Ef það er almennt svo að horft sé til aldurstakmarka gagnvart konum frekar en körlum þá finnst mér það ótrúlega merkilegt. Er hugmyndin þá sú að frekar þurfi að leiðbeina ungum konum en körlum í þessum málum? Ef svo er þá er verið að ýta undir það að konur hafi minna vald yfir sínum líkama en karlar,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisstýra. „Nú veit ég ekki hvort þetta sé almennt svona en þeir aðilar sem gera slíkar aðgerðir hljóta að þurfa að fara eftir lögum og gæta. Eitt verður yfir alla að ganga ef aldurstakmarkið er 25 ár í lögum um ófrjósemisaðgerðir.“ Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að eftirlit með þessum aðgerðum og heilbrigðisþjónustu almennt væri í höndum landlæknisembættisins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ef þetta sé rétt þurfi að skoða þetta nánar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál nákvæmlega þar sem ég þekki ekki framkvæmdina. Hins vegar er það svo að ef lögum er ekki framfylgt þarf að skoða það sérstaklega.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Þó lög setji aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerð hjá báðum kynjum við 25 ár virðist það aldurstakmark aðeins eiga við um konur. Heildarendurskoðun laganna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu þar sem meðal annars verður skoðað hvort breyta eigi aldurstakmörkunum sem þessum.Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að ung kona, 27 ára, ætli í ófrjósemisaðgerð. Lög um ófrjósemisaðgerðir eru frá árinu 1975 en þar kemur fram að kona og karl þurfi að vera 25 ára til að fá að fara í aðgerðina. Fréttablaðið hringdi í tvígang í Domus Medica til að fá upplýsingar um hvert aldurstakmarkið væri fyrir karla. Í bæði skiptin var blaðamanni tjáð að það væri ekkert aldurstakmark hvað það varðaði. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að aldurstakmarkið sé hið sama fyrir karla og fyrir konur.Birgir Jakobsson, Landlæknir„Ef það er almennt svo að horft sé til aldurstakmarka gagnvart konum frekar en körlum þá finnst mér það ótrúlega merkilegt. Er hugmyndin þá sú að frekar þurfi að leiðbeina ungum konum en körlum í þessum málum? Ef svo er þá er verið að ýta undir það að konur hafi minna vald yfir sínum líkama en karlar,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisstýra. „Nú veit ég ekki hvort þetta sé almennt svona en þeir aðilar sem gera slíkar aðgerðir hljóta að þurfa að fara eftir lögum og gæta. Eitt verður yfir alla að ganga ef aldurstakmarkið er 25 ár í lögum um ófrjósemisaðgerðir.“ Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að eftirlit með þessum aðgerðum og heilbrigðisþjónustu almennt væri í höndum landlæknisembættisins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ef þetta sé rétt þurfi að skoða þetta nánar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál nákvæmlega þar sem ég þekki ekki framkvæmdina. Hins vegar er það svo að ef lögum er ekki framfylgt þarf að skoða það sérstaklega.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30