Svara því að karlar fái herraklippingu 18 ára Sveinn Arnarsson skrifar 15. janúar 2018 07:00 Starfsfólk Domus Medica framkvæmir ófrjósemisaðgerðir. Fyrsta skrefið í ferlinu er að fara í viðtal hjá þvagfæraskurðlækni. vísir/gva Þó lög setji aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerð hjá báðum kynjum við 25 ár virðist það aldurstakmark aðeins eiga við um konur. Heildarendurskoðun laganna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu þar sem meðal annars verður skoðað hvort breyta eigi aldurstakmörkunum sem þessum.Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að ung kona, 27 ára, ætli í ófrjósemisaðgerð. Lög um ófrjósemisaðgerðir eru frá árinu 1975 en þar kemur fram að kona og karl þurfi að vera 25 ára til að fá að fara í aðgerðina. Fréttablaðið hringdi í tvígang í Domus Medica til að fá upplýsingar um hvert aldurstakmarkið væri fyrir karla. Í bæði skiptin var blaðamanni tjáð að það væri ekkert aldurstakmark hvað það varðaði. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að aldurstakmarkið sé hið sama fyrir karla og fyrir konur.Birgir Jakobsson, Landlæknir„Ef það er almennt svo að horft sé til aldurstakmarka gagnvart konum frekar en körlum þá finnst mér það ótrúlega merkilegt. Er hugmyndin þá sú að frekar þurfi að leiðbeina ungum konum en körlum í þessum málum? Ef svo er þá er verið að ýta undir það að konur hafi minna vald yfir sínum líkama en karlar,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisstýra. „Nú veit ég ekki hvort þetta sé almennt svona en þeir aðilar sem gera slíkar aðgerðir hljóta að þurfa að fara eftir lögum og gæta. Eitt verður yfir alla að ganga ef aldurstakmarkið er 25 ár í lögum um ófrjósemisaðgerðir.“ Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að eftirlit með þessum aðgerðum og heilbrigðisþjónustu almennt væri í höndum landlæknisembættisins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ef þetta sé rétt þurfi að skoða þetta nánar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál nákvæmlega þar sem ég þekki ekki framkvæmdina. Hins vegar er það svo að ef lögum er ekki framfylgt þarf að skoða það sérstaklega.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Þó lög setji aldurstakmörk við ófrjósemisaðgerð hjá báðum kynjum við 25 ár virðist það aldurstakmark aðeins eiga við um konur. Heildarendurskoðun laganna er hafin í heilbrigðisráðuneytinu þar sem meðal annars verður skoðað hvort breyta eigi aldurstakmörkunum sem þessum.Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að ung kona, 27 ára, ætli í ófrjósemisaðgerð. Lög um ófrjósemisaðgerðir eru frá árinu 1975 en þar kemur fram að kona og karl þurfi að vera 25 ára til að fá að fara í aðgerðina. Fréttablaðið hringdi í tvígang í Domus Medica til að fá upplýsingar um hvert aldurstakmarkið væri fyrir karla. Í bæði skiptin var blaðamanni tjáð að það væri ekkert aldurstakmark hvað það varðaði. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að aldurstakmarkið sé hið sama fyrir karla og fyrir konur.Birgir Jakobsson, Landlæknir„Ef það er almennt svo að horft sé til aldurstakmarka gagnvart konum frekar en körlum þá finnst mér það ótrúlega merkilegt. Er hugmyndin þá sú að frekar þurfi að leiðbeina ungum konum en körlum í þessum málum? Ef svo er þá er verið að ýta undir það að konur hafi minna vald yfir sínum líkama en karlar,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafnréttisstýra. „Nú veit ég ekki hvort þetta sé almennt svona en þeir aðilar sem gera slíkar aðgerðir hljóta að þurfa að fara eftir lögum og gæta. Eitt verður yfir alla að ganga ef aldurstakmarkið er 25 ár í lögum um ófrjósemisaðgerðir.“ Úr heilbrigðisráðuneytinu fengust þau svör að eftirlit með þessum aðgerðum og heilbrigðisþjónustu almennt væri í höndum landlæknisembættisins. Birgir Jakobsson landlæknir segir að ef þetta sé rétt þurfi að skoða þetta nánar. „Ég get ekki tjáð mig um þetta mál nákvæmlega þar sem ég þekki ekki framkvæmdina. Hins vegar er það svo að ef lögum er ekki framfylgt þarf að skoða það sérstaklega.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Er 27 ára, barnlaus og ætlar í ófrjósemisaðgerð Tinna Haraldsdóttir er 27 ára barnlaus kona. Eftir nokkra daga fer hún í ófrjósemisaðgerð og ástæðan er einföld, hana langar ekki að eignast börn. 12. janúar 2018 07:30