Tyrkir undirbúa árásir á Kúrda í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2018 11:53 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AFP Tyrkir undirbúa nú að gera árás á Afrin hérað í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar ráða ríkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir markmiðið vera að hreinsa svæðið af „hryðjuverkamönnum“ og fer fram á stuðning Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa hins vegar veitt sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu. Erdogan segir að innrás í Afrin gæti hafist þá og þegar. Kúrdarnir sem stjórna Afrin kallast YPG og eru þeir álitnir vera hryðjuverkahópur í Tyrklandi og nátengdur Verkamannaflokki Kúrda. Bandaríkin hafa þó staðið við bakið á YPG og bandamönnum þeirra, sem mynda regnhlífarsamtökin SDF eða Syrian Democratic Forces og stjórna stórum hluta Sýrlands, í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu.Árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum Sýrlands og Tyrklands og skiptu þeir yfirráðasvæði Kúrda í tvennt.Tyrkir vilja reka Kúrda frá Afrin og sömuleiðis frá Manbij.Vísir/GraphicNewsErdogan segir hins vegar að hann búist við stuðningi Bandaríkjanna gegn YPG í Afrin.„Ef hryðjuverkamennirnir í Afrin gefast ekki upp munum við rífa þá niður,“ sagði Erdogan við tyrkneska þingmenn um helgina. Kúrdar í Afrin segja að þeir munu vera svæðið og ætli sér ekki að gefast upp. Þá saka þeir Tyrki um að brjóta á rétti Sýrlendinga og að grafa undan alþjóðlegri viðleitni til að finna lausn á átökunum þar í landi. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkin vinni nú með SDF að því að þjálfa um 30 þúsund landamæraverði í Sýrlandi. Talsmaður Erdogan sagði í dag að það væri óboðlegt og að Bandaríkin væru að reyna að auka trúverðugleika og lögmæti SDF til að stjórna svæði í Sýrlandi. Tyrkir gætu ekki og myndu ekki sætta sig við það. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. 13. nóvember 2017 22:11 Assad kallar Kúrda „svikara“ Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. 18. desember 2017 22:00 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Tyrkir undirbúa nú að gera árás á Afrin hérað í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar ráða ríkjum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir markmiðið vera að hreinsa svæðið af „hryðjuverkamönnum“ og fer fram á stuðning Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa hins vegar veitt sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra mikinn stuðning gegn Íslamska ríkinu. Erdogan segir að innrás í Afrin gæti hafist þá og þegar. Kúrdarnir sem stjórna Afrin kallast YPG og eru þeir álitnir vera hryðjuverkahópur í Tyrklandi og nátengdur Verkamannaflokki Kúrda. Bandaríkin hafa þó staðið við bakið á YPG og bandamönnum þeirra, sem mynda regnhlífarsamtökin SDF eða Syrian Democratic Forces og stjórna stórum hluta Sýrlands, í baráttu þeirra gegn Íslamska ríkinu.Árið 2016 gerðu Tyrkir innrás í Sýrland til að koma í veg fyrir að sýrlenskir Kúrdar næðu tökum á gervöllum landamærum Sýrlands og Tyrklands og skiptu þeir yfirráðasvæði Kúrda í tvennt.Tyrkir vilja reka Kúrda frá Afrin og sömuleiðis frá Manbij.Vísir/GraphicNewsErdogan segir hins vegar að hann búist við stuðningi Bandaríkjanna gegn YPG í Afrin.„Ef hryðjuverkamennirnir í Afrin gefast ekki upp munum við rífa þá niður,“ sagði Erdogan við tyrkneska þingmenn um helgina. Kúrdar í Afrin segja að þeir munu vera svæðið og ætli sér ekki að gefast upp. Þá saka þeir Tyrki um að brjóta á rétti Sýrlendinga og að grafa undan alþjóðlegri viðleitni til að finna lausn á átökunum þar í landi. Fregnir hafa borist af því að Bandaríkin vinni nú með SDF að því að þjálfa um 30 þúsund landamæraverði í Sýrlandi. Talsmaður Erdogan sagði í dag að það væri óboðlegt og að Bandaríkin væru að reyna að auka trúverðugleika og lögmæti SDF til að stjórna svæði í Sýrlandi. Tyrkir gætu ekki og myndu ekki sætta sig við það.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. 13. nóvember 2017 22:11 Assad kallar Kúrda „svikara“ Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. 18. desember 2017 22:00 Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Tyrkir gerðu loftárásir á Kúrda í Írak og Sýrlandi Minnst tuttugu létu lífið í árásum Tyrkja á bandamenn Bandaríkjanna, sem eru uggandi. 25. apríl 2017 22:57
Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28
Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. 13. nóvember 2017 22:11
Assad kallar Kúrda „svikara“ Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. 18. desember 2017 22:00
Mæta fordómum ættingja fyrir að berjast gegn ISIS Um þúsund arabískar konur hafa gengið til liðs við bandalag Kúrda og Araba gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. 10. febrúar 2017 16:15