Mætti á æfingu daginn fyrir barnsburð og á völlinn fjórum vikum síðar Benedikt Bóas skrifar 16. janúar 2018 07:00 Steinunn Björnsdóttir með dóttur sína. Vísir/Hanna „Auðvitað eru átök og ég svitnaði og þetta var erfitt á köflum en ég gekk ekki frá sjálfri mér. Ég fékk góða hvíld á milli og ég er í góðu standi,“ segir Steinunn Björnsdóttir sem var í leikmannahópi Fram í Olís-deildinni þegar liðið tapaði fyrir Haukum 24-23 á mánudag. Steinunn eignaðist sitt fyrsta barn þann 16. desember en var sett 2. janúar. Dömunni litlu lá hins vegar á að mæta í heiminn en minnstu munaði að pabbinn, Vilhjálmur Theodór Jónsson, missti af fæðingu frumburðarins. Hann var nefnilega í Glasgow enda ekki algengt að fyrsta barn sé mikið að drífa sig. „Hann rétt náði á fæðingardeildina. Kom klukkutíma fyrir fæðingu með einhverjum ótrúlegum hætti. Hann átti nefnilega að koma til Íslands á mánudeginum og ég held að hann hafi náð nokkrum klukkutímum í Glasgow,“ segir hún og hlær.Steinunn Björnsdóttir fagnar sigri með Fram á síðustu árum.Vísir/Hanna„Hann var að fara í verslunarferð með mömmu sinni og við vorum ekkert stressuð yfir að barnið væri að koma. Við veltum því alveg fyrir okkur en ætluðum að tækla það þegar þar að kæmi. Þetta var í raun hálfgerð bíómyndasaga hvernig hann komst heim og er skemmtileg minning og mjög skemmtilegt eftir á en það var ekkert endilega sérstakt á meðan á þessu stóð.“ Steinunn fór í fæðingarorlof föstudaginn 15. desember og vann til hádegis. Pakkaði þá saman og gekk út. Fór svo á æfingu. „Ég æfði en í litlu álagi og af mun minni ákefð en ég var mjög heppin alla meðgönguna, var með litla sem enga verki og var hraust og gat unnið. Ég fór í fæðingarorlof á föstudeginum um hádegi og litla daman kom daginn eftir. Ég fékk því hálfan sólarhring í orlofi.“ Hún segir að fæðingin hafi gengið vel og var hún lítið eftir sig eftir hana. Tveimur vikum síðar var hún mætt á æfingar að nýju með dömuna sem hefur ekki hlotið nafn. Verður skírð í byrjun febrúar.stjarnan, fram, handbolti, kvenna, olÃs-deildin, lokaúrslit, leikur 4, sumar 2017„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikil endurkoma þetta er en miðað við viðbrögð kvenna sem hafa gengið í gegnum þetta og hafa komið að máli við mig þá er þetta svolítið óvenjulegt. Ég hef ekki reynslu af neinu öðru þannig að mér finnst erfitt að gera mér grein fyrir hvort þetta sé óvenjulegt eða ekki,“ segir hún en daman er frumburður þeirra. Steinunn segir að daman sofi ekkert brjálæðislega mikið á næturnar en sé að öðru leyti mjög vær og góð. Steinunn ætlar að leita til sérfræðinga til að gera fyrirbyggjandi æfingar til að ekki komi bakslag. „Það eru nokkrar sem hafa komið að máli við mig og sagt að það komi hugsanlegt bakslag og ég er meðvituð um það. Mér líður vel og ég hugsa vel um líkamann og hann kvartar ekki enn og þá er engin ástæða til að hægja á sér. Líkaminn lætur vita og ef það væri eitthvað í gangi þá myndi ég bara slaka á. Ég hef verið þokkalega óheppin með meiðsli á ferlinum og kannski er líkaminn bara að borga til baka,“ segir hún og brosir. Steinunn hefur verið að taka dömuna með á æfingar en pabbinn stundar einnig íþróttir, er í Njarðvík í Domino’s-deild karla. Það má því búast við að íþróttir verði fyrirferðarmiklar í uppeldinu og hún muni heimsækja flest íþróttahús landsins áður en hún nær eins árs aldri. „Ég er rólegri þegar ég tek hana með á æfingar í staðinn fyrir að hún sé heima. Við erum margar mæður í Fram og elsta Frambarnið er að líta eftir minni sem er skemmtilegt. Það er fjölskyldustemning á æfingum og Stebbi þjálfari er vanur að vera með margra barna mæður á æfingum,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
„Auðvitað eru átök og ég svitnaði og þetta var erfitt á köflum en ég gekk ekki frá sjálfri mér. Ég fékk góða hvíld á milli og ég er í góðu standi,“ segir Steinunn Björnsdóttir sem var í leikmannahópi Fram í Olís-deildinni þegar liðið tapaði fyrir Haukum 24-23 á mánudag. Steinunn eignaðist sitt fyrsta barn þann 16. desember en var sett 2. janúar. Dömunni litlu lá hins vegar á að mæta í heiminn en minnstu munaði að pabbinn, Vilhjálmur Theodór Jónsson, missti af fæðingu frumburðarins. Hann var nefnilega í Glasgow enda ekki algengt að fyrsta barn sé mikið að drífa sig. „Hann rétt náði á fæðingardeildina. Kom klukkutíma fyrir fæðingu með einhverjum ótrúlegum hætti. Hann átti nefnilega að koma til Íslands á mánudeginum og ég held að hann hafi náð nokkrum klukkutímum í Glasgow,“ segir hún og hlær.Steinunn Björnsdóttir fagnar sigri með Fram á síðustu árum.Vísir/Hanna„Hann var að fara í verslunarferð með mömmu sinni og við vorum ekkert stressuð yfir að barnið væri að koma. Við veltum því alveg fyrir okkur en ætluðum að tækla það þegar þar að kæmi. Þetta var í raun hálfgerð bíómyndasaga hvernig hann komst heim og er skemmtileg minning og mjög skemmtilegt eftir á en það var ekkert endilega sérstakt á meðan á þessu stóð.“ Steinunn fór í fæðingarorlof föstudaginn 15. desember og vann til hádegis. Pakkaði þá saman og gekk út. Fór svo á æfingu. „Ég æfði en í litlu álagi og af mun minni ákefð en ég var mjög heppin alla meðgönguna, var með litla sem enga verki og var hraust og gat unnið. Ég fór í fæðingarorlof á föstudeginum um hádegi og litla daman kom daginn eftir. Ég fékk því hálfan sólarhring í orlofi.“ Hún segir að fæðingin hafi gengið vel og var hún lítið eftir sig eftir hana. Tveimur vikum síðar var hún mætt á æfingar að nýju með dömuna sem hefur ekki hlotið nafn. Verður skírð í byrjun febrúar.stjarnan, fram, handbolti, kvenna, olÃs-deildin, lokaúrslit, leikur 4, sumar 2017„Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikil endurkoma þetta er en miðað við viðbrögð kvenna sem hafa gengið í gegnum þetta og hafa komið að máli við mig þá er þetta svolítið óvenjulegt. Ég hef ekki reynslu af neinu öðru þannig að mér finnst erfitt að gera mér grein fyrir hvort þetta sé óvenjulegt eða ekki,“ segir hún en daman er frumburður þeirra. Steinunn segir að daman sofi ekkert brjálæðislega mikið á næturnar en sé að öðru leyti mjög vær og góð. Steinunn ætlar að leita til sérfræðinga til að gera fyrirbyggjandi æfingar til að ekki komi bakslag. „Það eru nokkrar sem hafa komið að máli við mig og sagt að það komi hugsanlegt bakslag og ég er meðvituð um það. Mér líður vel og ég hugsa vel um líkamann og hann kvartar ekki enn og þá er engin ástæða til að hægja á sér. Líkaminn lætur vita og ef það væri eitthvað í gangi þá myndi ég bara slaka á. Ég hef verið þokkalega óheppin með meiðsli á ferlinum og kannski er líkaminn bara að borga til baka,“ segir hún og brosir. Steinunn hefur verið að taka dömuna með á æfingar en pabbinn stundar einnig íþróttir, er í Njarðvík í Domino’s-deild karla. Það má því búast við að íþróttir verði fyrirferðarmiklar í uppeldinu og hún muni heimsækja flest íþróttahús landsins áður en hún nær eins árs aldri. „Ég er rólegri þegar ég tek hana með á æfingar í staðinn fyrir að hún sé heima. Við erum margar mæður í Fram og elsta Frambarnið er að líta eftir minni sem er skemmtilegt. Það er fjölskyldustemning á æfingum og Stebbi þjálfari er vanur að vera með margra barna mæður á æfingum,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira