Coca Cola og Ölgerðin stöðva framleiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2018 10:55 Framleiðsla hefur verið stöðvað tímabundið en staðan verður tekin aftur síðar í dag. Coca Cola á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að stöðva framleiðslu á vörum sínum tímabundið á meðan gengið er fullkomlega úr skugga um að vatnið sem notað er sé í lagi. Ekkert bendi þó til annars enda sé verksmiðja fyrirtækisins á Stuðlahálsi utan þess svæðis sem viðvörunin frá Veitum í gærkvöldi náði til. Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er drykkjarhæft en komið hefur fram að þeir sem eru viðkvæmir, ungabörn og sjúklingar, ættu að sjóða vatnið til öryggis. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun taka sýni í dag og tilkynnt verður þegar ástand vatnsins stenst reglugerð. Stefán Magnússon, markaðs- og sölustjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir enga þörf á innköllun á vörum. Engum vörum hafi verið dreift í gær eða föstudag en það var á föstudaginn sem sýni var tekið af starfsfólki Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sýndi að magn jarðvegsgerla væri yfir mörkum. Stefán segir Coca Cola hafa verið með varúðarráðstafanir og hluti af þeim hafi verið að stöðva framleiðslu í dag. Það sem framleitt var í gær eða á föstudag hafi ekki farið í dreifingu. Fyrirtækið segir allt benda til þess að vörurnar séu í góðu lagi en fyrirtækið sé með belti og axlabönd í öllu sem það geri. Þá minnir hann á að í verksmiðjunni sé allt vatn sem komi í framleiðsluna síað auk þess sem útfjólublátt ljós eigi að drepa allar bakteríur. „Gæðaeftirlit Ölgerðarinnar fylgir ströngum reglum og meðan ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá Veitum um gæði vatnsins, verður framleiðsla ekki í gangi,“ segir í tilkynningu frá Ölgerðinni.Uppfært klukkan 11:45 með yfirlýsingu Ölgerðarinnar. Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Coca Cola á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að stöðva framleiðslu á vörum sínum tímabundið á meðan gengið er fullkomlega úr skugga um að vatnið sem notað er sé í lagi. Ekkert bendi þó til annars enda sé verksmiðja fyrirtækisins á Stuðlahálsi utan þess svæðis sem viðvörunin frá Veitum í gærkvöldi náði til. Neysluvatn á höfuðborgarsvæðinu er drykkjarhæft en komið hefur fram að þeir sem eru viðkvæmir, ungabörn og sjúklingar, ættu að sjóða vatnið til öryggis. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mun taka sýni í dag og tilkynnt verður þegar ástand vatnsins stenst reglugerð. Stefán Magnússon, markaðs- og sölustjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir enga þörf á innköllun á vörum. Engum vörum hafi verið dreift í gær eða föstudag en það var á föstudaginn sem sýni var tekið af starfsfólki Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem sýndi að magn jarðvegsgerla væri yfir mörkum. Stefán segir Coca Cola hafa verið með varúðarráðstafanir og hluti af þeim hafi verið að stöðva framleiðslu í dag. Það sem framleitt var í gær eða á föstudag hafi ekki farið í dreifingu. Fyrirtækið segir allt benda til þess að vörurnar séu í góðu lagi en fyrirtækið sé með belti og axlabönd í öllu sem það geri. Þá minnir hann á að í verksmiðjunni sé allt vatn sem komi í framleiðsluna síað auk þess sem útfjólublátt ljós eigi að drepa allar bakteríur. „Gæðaeftirlit Ölgerðarinnar fylgir ströngum reglum og meðan ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá Veitum um gæði vatnsins, verður framleiðsla ekki í gangi,“ segir í tilkynningu frá Ölgerðinni.Uppfært klukkan 11:45 með yfirlýsingu Ölgerðarinnar.
Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15
Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27
Twitter logar út af menguðu vatni Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík og er mælst til þess að neysluvatn sé soðið í öllum hverfum borgarinnar nema Grafarvogi, Norðlingaholti, Úlfarsárdal, Kjalarnesi auk Mosfellsbæjar, sem fá vatn frá öðrum svæðum í Heiðmörk. 15. janúar 2018 20:30