Sameinaðir Frakkar Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. janúar 2018 07:00 Það er kannski fullmikið að kalla verkföll þjóðaríþrótt Frakka, en þeir virðast þó hafa meiri smekk fyrir þeim en flestir. Ég hef oftar en einu sinni orðið fyrir meiriháttar óþægindum á ferð um landið vegna verkfalla og gekk um árið beint í fasið á sótillum hópi mótmælenda á götum Parísar. Ég skildi þau ekki almennilega þegar ég spurði um ástæður þess að þau lögðu niður vinnu en þeim þótti þó full ástæða til að stöðva umferð og láta almennilega í sér heyra. Það voru greinilega allir mættir og til í tuskið. Í síðasta mánuði arkaði ég aftur inn í gríðarstóran hóp fólks í höfuðborginni en að þessu sinni var stemningin önnur. Um milljón manns voru þarna saman komin til að minnast ástsælasta söngvara þjóðarinnar, Johnny Hallyday, sem hafði látist skömmu áður. Þó tónlist og ræður væru í forgrunni dagskrárinnar var þó tilkomumesta sjónin hvað það fer Frökkum vel þegar eitthvað sameinar þá. Þeir virðast á heimavelli á fjöldasamkomum, hvort sem verið er að krefjast betri kjara, hýsa stórmót eða minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása. Kannski er þetta ástæða þess að Frakkar eru svona áhugasamir um að halda stórmót í íþróttum þrátt fyrir slæmt efnahagsástand og reynsluna frá fyrri mótum. Þrátt fyrir að eiga ekki efni á því héldu þeir afar vel heppnað Evrópumót í fyrra, HM í handbolta í fyrra og koma til með að hýsa HM í rugby 2023 og Ólympíuleikana 2024, þó þess megi geta að París var eina borgin sem sótti um. Afar ánægjuleg bylgja fjármálalæsis virðist nefnilega flæða yfir vesturlönd þessa dagana, að minnsta kosti virðist sem almenningur hafi loks áttað sig á hvílíkt glapræði það er, fjárhagslega, að bjóða til þeirrar veislu sem stórmót eru. Íbúar Rómar, Osló, Stokkhólms, Krakár, Lviv, St. Moritz, Munchen og Hamborgar þrýstu allir á að hætt yrði við umsóknir borganna þegar í ljós kom hvað Ólympíuleikar kosta í raun og veru. En þetta virðist ekki hafa mikil áhrif á Frakka. Þeir vilja Ólympíueldinn til Parísar bókstaflega sama hvað það kostar. Þó staða hins opinbera muni versna enn frekar skiptir það litlu máli. Kannski verðmeta Frakkar tilefni til að sameina þjóðina öðruvísi en flestir aðrir. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kannski fullmikið að kalla verkföll þjóðaríþrótt Frakka, en þeir virðast þó hafa meiri smekk fyrir þeim en flestir. Ég hef oftar en einu sinni orðið fyrir meiriháttar óþægindum á ferð um landið vegna verkfalla og gekk um árið beint í fasið á sótillum hópi mótmælenda á götum Parísar. Ég skildi þau ekki almennilega þegar ég spurði um ástæður þess að þau lögðu niður vinnu en þeim þótti þó full ástæða til að stöðva umferð og láta almennilega í sér heyra. Það voru greinilega allir mættir og til í tuskið. Í síðasta mánuði arkaði ég aftur inn í gríðarstóran hóp fólks í höfuðborginni en að þessu sinni var stemningin önnur. Um milljón manns voru þarna saman komin til að minnast ástsælasta söngvara þjóðarinnar, Johnny Hallyday, sem hafði látist skömmu áður. Þó tónlist og ræður væru í forgrunni dagskrárinnar var þó tilkomumesta sjónin hvað það fer Frökkum vel þegar eitthvað sameinar þá. Þeir virðast á heimavelli á fjöldasamkomum, hvort sem verið er að krefjast betri kjara, hýsa stórmót eða minnast fórnarlamba hryðjuverkaárása. Kannski er þetta ástæða þess að Frakkar eru svona áhugasamir um að halda stórmót í íþróttum þrátt fyrir slæmt efnahagsástand og reynsluna frá fyrri mótum. Þrátt fyrir að eiga ekki efni á því héldu þeir afar vel heppnað Evrópumót í fyrra, HM í handbolta í fyrra og koma til með að hýsa HM í rugby 2023 og Ólympíuleikana 2024, þó þess megi geta að París var eina borgin sem sótti um. Afar ánægjuleg bylgja fjármálalæsis virðist nefnilega flæða yfir vesturlönd þessa dagana, að minnsta kosti virðist sem almenningur hafi loks áttað sig á hvílíkt glapræði það er, fjárhagslega, að bjóða til þeirrar veislu sem stórmót eru. Íbúar Rómar, Osló, Stokkhólms, Krakár, Lviv, St. Moritz, Munchen og Hamborgar þrýstu allir á að hætt yrði við umsóknir borganna þegar í ljós kom hvað Ólympíuleikar kosta í raun og veru. En þetta virðist ekki hafa mikil áhrif á Frakka. Þeir vilja Ólympíueldinn til Parísar bókstaflega sama hvað það kostar. Þó staða hins opinbera muni versna enn frekar skiptir það litlu máli. Kannski verðmeta Frakkar tilefni til að sameina þjóðina öðruvísi en flestir aðrir. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun