Íbúð á 45 þúsund krónur fyrir háskólanema sem vilja vera vinir gamla fólksins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2018 15:30 Sambærileg íbúð á Stúdentagörðum er leigð út á 90 þúsund krónur. Vísir Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Svona hljóðar auglýsing frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem leitar að tveimur háskólanemum í áhugavert verkefni sem óhætt er að segja að bjóði upp á ódýran húsnæðiskost í Reykjavík. Þórhildur Egilsdóttir hjá velferðarsviði segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð en hún var birt í Fréttablaðinu um helgina. Þá hefur auglýsingu af Fésbókarsíðu velferðarsviðs verið deilt í rúmlega tvö hundruð skipti sem séu mun meiri viðbrögð en gengur og gerist með efni sviðsins á samfélagsmiðlum. Um tilraunaverkefni er að ræða að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel í Hollandi að sögn Þórhildar. Miðað er við að verkefnið hefjist um mánaðamótin og standi til 1. júlí 2019. „Það sýnir sig að félagsleg virkni er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða og gott fyrir þá að eiga samskipti við fólk í samfélaginu,“ segir Þórhildur. Háskólanemar, með færni í nýjungum og tækni, geta hjálpað þeim eldri sem á móti hafi tíma og búi yfir visku. Þjónustukjarninn við Norðurbrún 1.Vísir/Stefán Um tvær stöður er að ræða. Annars vegar í þjónustukjarna í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrúninni. „Við erum að leita að líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi,“ segir Þórhildur. Ekki sé skilyrði að viðkomandi spili á gítar eða svoleiðis. Allir hafi eitthvað fram að færa og viðkomandi vinni með því starfsfólki sem fyrir sé í þjónustukjörnunum. „Viðkomandi þarf að aðstoða við daglegt líf, vera eins konar vítamínssprauta fyrir starfsemina.“ Leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjarnanum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. Á móti sinnir viðkomandi 40 klst vinnu á mánuði. „Þetta er draumastaða, sérstaklega flott fyrir fólk sem er í námi sem tengist velferð,“ segir Þórhildur. Umsóknir séu byrjaðar að berast. Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ert þú háskólanemi sem vantar íbúð og vilt vinna við að auka vellíðan og lífsánægju aldraðra? Svona hljóðar auglýsing frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem leitar að tveimur háskólanemum í áhugavert verkefni sem óhætt er að segja að bjóði upp á ódýran húsnæðiskost í Reykjavík. Þórhildur Egilsdóttir hjá velferðarsviði segir að auglýsingin hafi fengið mikil viðbrögð en hún var birt í Fréttablaðinu um helgina. Þá hefur auglýsingu af Fésbókarsíðu velferðarsviðs verið deilt í rúmlega tvö hundruð skipti sem séu mun meiri viðbrögð en gengur og gerist með efni sviðsins á samfélagsmiðlum. Um tilraunaverkefni er að ræða að erlendri fyrirmynd og hefur reynst vel í Hollandi að sögn Þórhildar. Miðað er við að verkefnið hefjist um mánaðamótin og standi til 1. júlí 2019. „Það sýnir sig að félagsleg virkni er gríðarlega mikilvæg fyrir aldraða og gott fyrir þá að eiga samskipti við fólk í samfélaginu,“ segir Þórhildur. Háskólanemar, með færni í nýjungum og tækni, geta hjálpað þeim eldri sem á móti hafi tíma og búi yfir visku. Þjónustukjarninn við Norðurbrún 1.Vísir/Stefán Um tvær stöður er að ræða. Annars vegar í þjónustukjarna í Lönguhlíð og hins vegar í Norðurbrúninni. „Við erum að leita að líflegum, hressum einstaklingum sem finnst gaman að spjalla við gamla fólkið, er jákvætt og drífandi,“ segir Þórhildur. Ekki sé skilyrði að viðkomandi spili á gítar eða svoleiðis. Allir hafi eitthvað fram að færa og viðkomandi vinni með því starfsfólki sem fyrir sé í þjónustukjörnunum. „Viðkomandi þarf að aðstoða við daglegt líf, vera eins konar vítamínssprauta fyrir starfsemina.“ Leiguverð á 35 fermetra stúdíóíbúð, sem staðsett er í þjónustukjarnanum, er um 45 þúsund krónur að teknu tilliti til húsaleigubóta. Á móti sinnir viðkomandi 40 klst vinnu á mánuði. „Þetta er draumastaða, sérstaklega flott fyrir fólk sem er í námi sem tengist velferð,“ segir Þórhildur. Umsóknir séu byrjaðar að berast.
Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira