Minni hagvöxtur framundan en ekki tími skattalækkana? Konráð S. Guðjónsson skrifar 17. janúar 2018 12:46 Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ári, líkt og mældist árið 2016. Af þeim sökum hefur margoft verið bent á, sérstaklega síðustu misseri, að nauðsynlegt sé að ríkið sýni aðhald í rekstri við slíkt ástand og hefur Viðskiptaráð tekið undir það. Á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þann 16. janúar sl. sagði fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, að á tíma hraðrar efnahagsuppsveiflu væru almennar skattalækkanir ekki brýnasta verkefni stjórnvalda. Áætlanir um skattalækkanir lægju því ekki í kortunum. Vill ráðherra meina að við séum enn í hraðri efnahagsuppsveiflu? Er hagvöxtur það mikill? Hvernig eru horfurnar? Þrátt fyrir góða stöðu benda flestar spár og nýjustu tölur til þess að farið sé að hægja verulega á þeim mikla efnahagsuppgangi sem við höfum búið við síðustu ár. Sem dæmi þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur hafi verið 3,7% í fyrra, eða um helmingi minni en árið 2016, og að það hægi á honum á næstu árum. Aðrar spár eru af svipuðum meiði. Það eru ekki einungis spár sem benda til að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar heldur benda ýmsir hagvísar einnig til að svo sé. Störfum hefur fjölgað hægt sl. mánuði eða um 0,5% milli ára frá júlí til nóvember en árið 2016 fjölgaði þeim um 5% á sama tíma. Tugprósenta vöxt ferðaþjónustunnar, sem borið hefur uppi núverandi uppsveiflu, má telja liðinn, a.m.k. í bili. Eitt skýrasta merki þess er að erlend kortavelta hér á landi dróst saman um 5% milli ára síðustu tvo mánuði ársins 2017. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þar mælist samdráttur og í fyrsta skiptið í fimm ár sem ekki mælist tugprósenta vöxtur. Í ljósi þessara sterku vísbendinga um að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar myndast svigrúm til að setja skattalækkanir framar í forgangsröðina en stjórnvöld virðast horfa til. Skynsamlegt er að huga að því sem framundan er – að öllum líkindum tímabil minni hagvaxtar og gætu skattalækkanir auðveldað aðlögun að nýju og um margt eðlilegra ástandi. Ef ekki er tími til að huga að skattalækkunum þegar horfur eru á rólegri tímum í hagkerfinu er erfitt að sjá hvenær réttur tími er fyrir lækkanir á einstaka sköttum. Hafa skal í huga að fátt bendir til verulegrar efnahagsniðursveiflu og einkaneysla vex enn hratt, en jafnvel við þær aðstæður er hægt að lækka skatta ef aðhald í útgjöldum fylgir að. Byrjum á hinum augljósu skrefum og göngum í lækkun tryggingargjaldsins ásamt því að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts, sem Viðskiptaráð hefur margbent á, að er íþyngjandi hér á landi í alþjóðlegum samanburði, ef tekið er mið af raunávöxtun.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur mikið farið fyrir umræðu um að Ísland sé á toppi hagsveiflunnar. Með öðrum orðum er rætt um að vöxtur tekna, landsframleiðslu og atvinnustigs sé í hámarki. Þó er ljóst að hagkerfið getur ekki verið á toppnum að eilífu. Það er óraunhæft að búast við 7,4% hagvexti á ári hverju ári, líkt og mældist árið 2016. Af þeim sökum hefur margoft verið bent á, sérstaklega síðustu misseri, að nauðsynlegt sé að ríkið sýni aðhald í rekstri við slíkt ástand og hefur Viðskiptaráð tekið undir það. Á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og SA þann 16. janúar sl. sagði fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson, að á tíma hraðrar efnahagsuppsveiflu væru almennar skattalækkanir ekki brýnasta verkefni stjórnvalda. Áætlanir um skattalækkanir lægju því ekki í kortunum. Vill ráðherra meina að við séum enn í hraðri efnahagsuppsveiflu? Er hagvöxtur það mikill? Hvernig eru horfurnar? Þrátt fyrir góða stöðu benda flestar spár og nýjustu tölur til þess að farið sé að hægja verulega á þeim mikla efnahagsuppgangi sem við höfum búið við síðustu ár. Sem dæmi þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur hafi verið 3,7% í fyrra, eða um helmingi minni en árið 2016, og að það hægi á honum á næstu árum. Aðrar spár eru af svipuðum meiði. Það eru ekki einungis spár sem benda til að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar heldur benda ýmsir hagvísar einnig til að svo sé. Störfum hefur fjölgað hægt sl. mánuði eða um 0,5% milli ára frá júlí til nóvember en árið 2016 fjölgaði þeim um 5% á sama tíma. Tugprósenta vöxt ferðaþjónustunnar, sem borið hefur uppi núverandi uppsveiflu, má telja liðinn, a.m.k. í bili. Eitt skýrasta merki þess er að erlend kortavelta hér á landi dróst saman um 5% milli ára síðustu tvo mánuði ársins 2017. Þetta er í fyrsta skiptið í sjö ár sem þar mælist samdráttur og í fyrsta skiptið í fimm ár sem ekki mælist tugprósenta vöxtur. Í ljósi þessara sterku vísbendinga um að við séum komin yfir topp hagsveiflunnar myndast svigrúm til að setja skattalækkanir framar í forgangsröðina en stjórnvöld virðast horfa til. Skynsamlegt er að huga að því sem framundan er – að öllum líkindum tímabil minni hagvaxtar og gætu skattalækkanir auðveldað aðlögun að nýju og um margt eðlilegra ástandi. Ef ekki er tími til að huga að skattalækkunum þegar horfur eru á rólegri tímum í hagkerfinu er erfitt að sjá hvenær réttur tími er fyrir lækkanir á einstaka sköttum. Hafa skal í huga að fátt bendir til verulegrar efnahagsniðursveiflu og einkaneysla vex enn hratt, en jafnvel við þær aðstæður er hægt að lækka skatta ef aðhald í útgjöldum fylgir að. Byrjum á hinum augljósu skrefum og göngum í lækkun tryggingargjaldsins ásamt því að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts, sem Viðskiptaráð hefur margbent á, að er íþyngjandi hér á landi í alþjóðlegum samanburði, ef tekið er mið af raunávöxtun.Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar