Innlent

Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Malaga

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Malaga.
Karlmaður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Malaga. Wiki Commons
Íslenskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni sem einnig er íslensk.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er maðurinn grunaður um að eiga þátt í því að eiginkona hans féll fram af svölum á heimili þeirra á Spáni en hún liggur nú alvarlega slösuð á sjúkrahúsi ytra og óvíst er með bata.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að íslenskur karlmaður hafi verið hnepptur í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni vegna gruns um alvarlegt ofbeldisbrot. Urður vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.

Atvikið átti sér stað fyrr í vikunni en hjónin eru nýlega flutt til Spánar og eru búsett þar ásamt ungri dóttur sinni.

Ekki hafa fengist upplýsingar um málið hjá íslenskum lögregluyfirvöldum en málið mun vera í höndum spænsku lögreglunnar í Malaga. Komi til ákæru fer málið til meðferðar hjá spænskum dómstólum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×