Markaðsmisnotkun í Glitni: Ekki nógu fínn fyrir samskipti við Lárus um verðbréfaviðskipti Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2018 17:06 Elmar er hér fyrir miðri mynd, sem er tekin þegar BK-44 málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Til vinstri er Jóhannes Baldursson Vísir/GVA Elmar Svavarsson, fyrrverandi hlutabréfamiðlari í Glitni, segist hafa litið svo á að lán frá Glitni upp á 174 milljónir króna til félagsins Geirmundartinds sem sé í hans eigu, til kaupa á hlutum í Glitni hafi verið hluti af hvatakerfi til lykilstarfsmanna bankans. Elmar bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Elmar hefur áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Fyrir dómi sagði Elmar að Jóhannes Baldursson, sem var þá forstöðumaður markaðsviðskipta bankans, hafi komið á máli við sig og boðið sér lánið sem lið í hvatakerfi. Hann hafi þá sett sig í samband við Rósant Má Torfason, fyrrverandi yfirmann fjárfestingarnefndar bankans og þá hafi vinna verið hafin við að stofna félög fyrir þá fjórtán starfsmenn sem hlutu slík lán.Ekki hefðbundnar samningaviðræður Aðspurður um hvort einhverskonar samningaviðræður um lánin hafi átt sér stað sagði Elmar að svo væri ekki. Fram hafi komið um hvaða fjármagn væri að ræða í samtölum við Jóhannes. Ekki hafi verið um hefðbundnar samningaviðræður um kaup og kjör. Þá sagðist hann ekki kannast við umræður um hvers vegna væri notast við þessi lán sem hvatakerfi fyrir starfsmenn en ekki kauprétti eins og tíðkast hafði áður. Elmar var einnig spurður um samskipti sín í starfi við starfsmenn deildar eigin viðskipta. Sagði Elmar þau hafa verið nokkuð mikil.Ekki nógu fínn fyrir Lárus Meðal gagna málsins er tölvupóstur sem Elmar sendi þar sem talað er um að bankinn sé að nálgast 10 prósenta þak í viðskiptum. Í skýrslu hjá lögreglu sagði Elmar að hann hefði sent umræddan tölvupóst að beiðni Jóhannesar Baldurssonar en fyrir dómi í dag sagði Elmar að það væri útilokað, líklega hefði hann verið undir töluverðum þrýstingi í kjölfar handtöku. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er í málinu meðal annars gefið að sök að hafa lagt línurnar fyrir markaðsmisnotkun. Aðspurður hvort hann hafi átt í einhverjum samskiptum við Lárus um hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum við deild eigin viðskipta sagði Elmar að svo væri ekki. „Ég man ekki eftir því að hafa verið svo fínn að hafa rætt við Lárus um verðbréfaviðskipti,“ sagði Elmar. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á mánudag. Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Elmar Svavarsson, fyrrverandi hlutabréfamiðlari í Glitni, segist hafa litið svo á að lán frá Glitni upp á 174 milljónir króna til félagsins Geirmundartinds sem sé í hans eigu, til kaupa á hlutum í Glitni hafi verið hluti af hvatakerfi til lykilstarfsmanna bankans. Elmar bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en Elmar hefur áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Fyrir dómi sagði Elmar að Jóhannes Baldursson, sem var þá forstöðumaður markaðsviðskipta bankans, hafi komið á máli við sig og boðið sér lánið sem lið í hvatakerfi. Hann hafi þá sett sig í samband við Rósant Má Torfason, fyrrverandi yfirmann fjárfestingarnefndar bankans og þá hafi vinna verið hafin við að stofna félög fyrir þá fjórtán starfsmenn sem hlutu slík lán.Ekki hefðbundnar samningaviðræður Aðspurður um hvort einhverskonar samningaviðræður um lánin hafi átt sér stað sagði Elmar að svo væri ekki. Fram hafi komið um hvaða fjármagn væri að ræða í samtölum við Jóhannes. Ekki hafi verið um hefðbundnar samningaviðræður um kaup og kjör. Þá sagðist hann ekki kannast við umræður um hvers vegna væri notast við þessi lán sem hvatakerfi fyrir starfsmenn en ekki kauprétti eins og tíðkast hafði áður. Elmar var einnig spurður um samskipti sín í starfi við starfsmenn deildar eigin viðskipta. Sagði Elmar þau hafa verið nokkuð mikil.Ekki nógu fínn fyrir Lárus Meðal gagna málsins er tölvupóstur sem Elmar sendi þar sem talað er um að bankinn sé að nálgast 10 prósenta þak í viðskiptum. Í skýrslu hjá lögreglu sagði Elmar að hann hefði sent umræddan tölvupóst að beiðni Jóhannesar Baldurssonar en fyrir dómi í dag sagði Elmar að það væri útilokað, líklega hefði hann verið undir töluverðum þrýstingi í kjölfar handtöku. Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, er í málinu meðal annars gefið að sök að hafa lagt línurnar fyrir markaðsmisnotkun. Aðspurður hvort hann hafi átt í einhverjum samskiptum við Lárus um hvernig hann ætti að haga samskiptum sínum við deild eigin viðskipta sagði Elmar að svo væri ekki. „Ég man ekki eftir því að hafa verið svo fínn að hafa rætt við Lárus um verðbréfaviðskipti,“ sagði Elmar. Aðalmeðferð í málinu heldur áfram á mánudag.
Markaðsmisnotkun í Glitni Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira