Karlmaður í haldi grunaður um kynferðisbrot gegn pilti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. janúar 2018 18:30 Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. Maðurinn var handtekinn á mánudag en grunur leikur á að hann hafi brotið kynferðislega gegn 17 ára pilti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á sextugsaldri er tengist piltinum ekki fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að grunur leiki á að maðurinn hafi greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir með peningum og/eða lyfjum og að brotin eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Þá rannsakar lögreglan einnig hvort maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn, sem var yfirheyrður á mánudaginn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á þriðjudag og hefur verið í einangrun síðan. Þá var gerð húsleit hjá manninum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. „Ég staðfesti að við erum með til rannsóknar mál sem einstaklingur var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn unglingi, það er að segja einstaklingi undir 18 ára aldri“ Í dag var maðurinn svo úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbótar en nú á grundvelli almannahagsmuna. „Þegar um er að ræða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þá segir það sig sjálft að það eru hagsmunir almennings að viðkomandi gangi ekki frjáls“. Eins og fram hefur komið herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi verið til rannsóknar um nokkurt skeið.Af hverju var ekki gripið fyrr inn í ? „Nú endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál og ekki hvort við höfum verið með það til rannsóknar lengi eða stutt“ Tuttugu og níu mál er varða kynferðisbrot gegn börnum eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en það eru talsvert fleiri mál en gengur og gerist hjá deildinni. Að meðaltali eru þau nítján hverju sinni. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju eru toppar í málunum. Ég vil leggja áherslu á það að þetta eru alltaf mál sem eru í forgangi . Kynferðisbrot eru alltaf í forgangi og sérstaklega þau sem eru gagnvart börnum. Hvers vegna þessi fjöldi núna skal ég ekki segja en engu að síður get ég sagt að það tekur töluvert á að vera með svona mörg mál.“ Lögreglumál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í fimm vikna gæsluvarðhald vegna gruns um kynferðisbrot gegn 17 ára pilti. Er hann meðal annars grunaður um að hafa greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir. Þá leikur grunur á að hann hafi brotið gegn fleiri börnum. Maðurinn var handtekinn á mánudag en grunur leikur á að hann hafi brotið kynferðislega gegn 17 ára pilti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á sextugsaldri er tengist piltinum ekki fjölskylduböndum. Þá herma heimildir fréttastofu að grunur leiki á að maðurinn hafi greitt piltinum fyrir kynferðislegar athafnir með peningum og/eða lyfjum og að brotin eigi að hafa átt sér stað um nokkurt skeið. Þá rannsakar lögreglan einnig hvort maðurinn hafi brotið gegn fleiri börnum samkvæmt heimildum fréttastofu. Maðurinn, sem var yfirheyrður á mánudaginn, var úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna á þriðjudag og hefur verið í einangrun síðan. Þá var gerð húsleit hjá manninum eftir því sem fréttastofa kemst næst. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi. „Ég staðfesti að við erum með til rannsóknar mál sem einstaklingur var í síðustu viku úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli þess að hann hafi brotið gegn unglingi, það er að segja einstaklingi undir 18 ára aldri“ Í dag var maðurinn svo úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald til viðbótar en nú á grundvelli almannahagsmuna. „Þegar um er að ræða gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna þá segir það sig sjálft að það eru hagsmunir almennings að viðkomandi gangi ekki frjáls“. Eins og fram hefur komið herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi verið til rannsóknar um nokkurt skeið.Af hverju var ekki gripið fyrr inn í ? „Nú endurtek ég það sem ég sagði áðan að ég vil ekki tjá mig frekar um þetta mál og ekki hvort við höfum verið með það til rannsóknar lengi eða stutt“ Tuttugu og níu mál er varða kynferðisbrot gegn börnum eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir en það eru talsvert fleiri mál en gengur og gerist hjá deildinni. Að meðaltali eru þau nítján hverju sinni. „Það er alltaf erfitt að átta sig á því af hverju eru toppar í málunum. Ég vil leggja áherslu á það að þetta eru alltaf mál sem eru í forgangi . Kynferðisbrot eru alltaf í forgangi og sérstaklega þau sem eru gagnvart börnum. Hvers vegna þessi fjöldi núna skal ég ekki segja en engu að síður get ég sagt að það tekur töluvert á að vera með svona mörg mál.“
Lögreglumál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira