Martin Hermannsson var stigahæstur í liði Chalons-Reims í 32 stiga tapi 95-63 á heimavelli gegn Bourg En Bresse á heimavelli í frönsku deildinni í kvöld.
Úrslitin voru í raun ráðin í hálfleik þegar gestirnir leiddu 47-26 en þeir bættu ellefu stigum við forskot sitt í þriðja leikhluta.
Martin fór fyrir sínu liði með átján stig en hann hitti úr 4/8 þriggja stiga skotum sínum og öllum vítaskotunum en hann tók tvö fráköst.
Var þetta annað tap Chalons í röð sem situr í 15. sæti frönsku deildarinnar þegar keppni er hálfnuð.
Átján stig Martins gátu ekki komið í veg fyrir tap

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
Íslenski boltinn