Fimm manns leituðu á bráðadeild Landspítalans í Reykjavík í nótt vegna slysa af völdum flugelda. Þetta eru nokkuð færri tilfelli en á síðasta ári.
Þetta segir Bergur Stefánsson á bráðadeildinni í samtali við mbl.is í morgun. Hann segir að meðal annars hafi ung stúlka leitað aðhlynningar eftir að hafa fengið flugeld í höndina og hlotið af því áverka bæði á hendi og í andliti.
Annars hafi nóttin verið annasöm á bráðadeildinni þar sem flestir hafi leitað þangað vegna hálkuslysa og áfengisneyslu.
Fimm á bráðadeild vegna flugeldaslysa
Atli Ísleifsson skrifar
