Subway greiði þrotabúi fimmtán milljónir Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 14:18 Félagið Stjarnan rekur Subway-matsölustaðina hér á landi. Vísir/GVA Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Um leið rifti héraðsdómur framsali á kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði árin 2014-2015 til Stjörnunnar. Meginstarfsemi EK1923, sem áður hét Eggert Kristjánsson hf., fólst í innflutningi matar- og hreinlætisvara. Árið 2014 keypti fyrirtækið lager Sólstjörnunnar sem sá um innkaup, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörnuna, rekstrarfélag Subway, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar. Með því komst á viðvarandi viðskiptasamband milli EK1923 og Stjörnunnar og voru í framhaldi þess gerð drög að þjónustusamningi haustið 2015. Samkvæmt drögunum átti Stjarnan að greiða EK1923 10 prósent álag á þær vörur sem keyptar voru inn og síðar 12,5 prósent. Innflutningskvótarnir sem Eggert Kristjánsson fór eftir reyndust ólöglegir og var íslenska ríkinu því send rukkun af hálfu fyrirtækisins en beðið var að upphæðin yrði lögð á reikning Stjörnunnar. Segir í dómnum að það hafi verið gert samkvæmt samkomulagi sem komist var að nokkrum mánuðum áður en Eggert Kristjánsson var tekið til gjaldþrotaskipta.Dæmi um óvenjulegan greiðslueyriVar fyrir dómi farið fram á riftun þessa framsals á endurkröfu búsins til Stjörnunnar vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs sem námu tæpum 25 milljónum króna. Fól aðalkrafa þrotabúsins í sér að Stjörnunni yrði gert að greiða þessar tæplega 25 milljónir auk fimmtán milljóna til vara. Krafðist Stjarnan sýknu af öllum kröfum og að þrotabúið greiddi málskostnað félagsins. Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar á hendur Stjörnunnar hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna í skilningi laga um gjaldþrotaskipti. Á þetta var ekki fallist fyrir dómi. Dómurinn féllst hins vegar á kröfu búsins um að það að láta þriðja aðila greiða einu félagi fyrir hönd annars væri dæmi um óvenjulegan greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Því var fallist á riftunarkröfu stefnanda. Héraðsdómur féllst á varakröfu stefnanda og er Stjörnunni því gert að greiða 14.670.838 kr. í þeirra hendur auk einnar milljónar í málskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Um leið rifti héraðsdómur framsali á kröfu á hendur íslenska ríkinu vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði árin 2014-2015 til Stjörnunnar. Meginstarfsemi EK1923, sem áður hét Eggert Kristjánsson hf., fólst í innflutningi matar- og hreinlætisvara. Árið 2014 keypti fyrirtækið lager Sólstjörnunnar sem sá um innkaup, lagerhald og dreifingu fyrir Stjörnuna, rekstrarfélag Subway, sem er í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar. Með því komst á viðvarandi viðskiptasamband milli EK1923 og Stjörnunnar og voru í framhaldi þess gerð drög að þjónustusamningi haustið 2015. Samkvæmt drögunum átti Stjarnan að greiða EK1923 10 prósent álag á þær vörur sem keyptar voru inn og síðar 12,5 prósent. Innflutningskvótarnir sem Eggert Kristjánsson fór eftir reyndust ólöglegir og var íslenska ríkinu því send rukkun af hálfu fyrirtækisins en beðið var að upphæðin yrði lögð á reikning Stjörnunnar. Segir í dómnum að það hafi verið gert samkvæmt samkomulagi sem komist var að nokkrum mánuðum áður en Eggert Kristjánsson var tekið til gjaldþrotaskipta.Dæmi um óvenjulegan greiðslueyriVar fyrir dómi farið fram á riftun þessa framsals á endurkröfu búsins til Stjörnunnar vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs sem námu tæpum 25 milljónum króna. Fól aðalkrafa þrotabúsins í sér að Stjörnunni yrði gert að greiða þessar tæplega 25 milljónir auk fimmtán milljóna til vara. Krafðist Stjarnan sýknu af öllum kröfum og að þrotabúið greiddi málskostnað félagsins. Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar á hendur Stjörnunnar hafi verið gjafagerningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna í skilningi laga um gjaldþrotaskipti. Á þetta var ekki fallist fyrir dómi. Dómurinn féllst hins vegar á kröfu búsins um að það að láta þriðja aðila greiða einu félagi fyrir hönd annars væri dæmi um óvenjulegan greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum. Því var fallist á riftunarkröfu stefnanda. Héraðsdómur féllst á varakröfu stefnanda og er Stjörnunni því gert að greiða 14.670.838 kr. í þeirra hendur auk einnar milljónar í málskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira