Gísli laut í lægra haldi fyrir dönskum banka Daníel Freyr Birkisson skrifar 3. janúar 2018 09:30 Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða Jyske Bank 48.300 danskar krónur. vísir/Anton Brink Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 krónur danskar (tæplega 814 þúsund ísl. kr.) vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem hann tók í janúar árið 2005. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í málinu skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Gísli tók yfirdráttarlán hjá bankanum árið 2005 upp á 50 þúsund danskar krónur. Í framhaldinu hafi ekki verið staðið afborganir lánsins á gjalddögum að því er kemur fram í dóminum sem Vísir hefur undir höndum. Árið 2007 var því undirrituð skuldaviðurkenning, svokölluð „Frivilligt forlig“ eða frjáls sátt. Með henni hafi bankinn skuldbundið sig til þess að greiða skuldina ásamt vöxtum en tók þó fram að nýr samningur yrði fljótlega eftir það gerður um greiðslutilhögun Gísla. Segir í dóminum að Gísli hafi ekki greitt skuldina né samið um hana. Málsaðilar tókust ekki á um fyrningarfrest kröfunnar sem samkvæmt dönskum lögum er tíu ár. Það var þó tekist á um hvenær fyrningarslit hafi orðið á lánskröfunni. Gísli vill meina að fyrningu skyldi miða við þingfestingu máls, 22. mars 2017, en hin frjálsa sátt var undirrituð 14. mars 2007. Var það mat bankans að miða skyldi fyrningarslit við birtingu stefnunnar sem send var 10. mars 2017. Var það mat héraðsdóms að stefndi gæti ekki gengið að því vísu að skuldin væri fallin niður þar sem stefnandi hafi aldrei gefið til kynna að svo væri. Gísli segir í samtali við Vísi að óvíst sé hvort hægt verði að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og velti það í raun á því hvort að upphæð greiðslunnar nái ákveðnum mörkum. Sé raunin sú að upphæðin nái því er víst að hann mun áfrýja. Hann segir að bankinn hafi aldrei haft samband um greiðslutilhögun eftir að hin frjálsa sátt var undirrituð og segist því hafa brugðið þegar stefnan barst nú á síðasta ári. Dómsmál Tengdar fréttir Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Lögfræðingurinn og athafnamaðurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 krónur danskar (tæplega 814 þúsund ísl. kr.) vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem hann tók í janúar árið 2005. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í málinu skömmu fyrir jól. Forsaga málsins er sú að Gísli tók yfirdráttarlán hjá bankanum árið 2005 upp á 50 þúsund danskar krónur. Í framhaldinu hafi ekki verið staðið afborganir lánsins á gjalddögum að því er kemur fram í dóminum sem Vísir hefur undir höndum. Árið 2007 var því undirrituð skuldaviðurkenning, svokölluð „Frivilligt forlig“ eða frjáls sátt. Með henni hafi bankinn skuldbundið sig til þess að greiða skuldina ásamt vöxtum en tók þó fram að nýr samningur yrði fljótlega eftir það gerður um greiðslutilhögun Gísla. Segir í dóminum að Gísli hafi ekki greitt skuldina né samið um hana. Málsaðilar tókust ekki á um fyrningarfrest kröfunnar sem samkvæmt dönskum lögum er tíu ár. Það var þó tekist á um hvenær fyrningarslit hafi orðið á lánskröfunni. Gísli vill meina að fyrningu skyldi miða við þingfestingu máls, 22. mars 2017, en hin frjálsa sátt var undirrituð 14. mars 2007. Var það mat bankans að miða skyldi fyrningarslit við birtingu stefnunnar sem send var 10. mars 2017. Var það mat héraðsdóms að stefndi gæti ekki gengið að því vísu að skuldin væri fallin niður þar sem stefnandi hafi aldrei gefið til kynna að svo væri. Gísli segir í samtali við Vísi að óvíst sé hvort hægt verði að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og velti það í raun á því hvort að upphæð greiðslunnar nái ákveðnum mörkum. Sé raunin sú að upphæðin nái því er víst að hann mun áfrýja. Hann segir að bankinn hafi aldrei haft samband um greiðslutilhögun eftir að hin frjálsa sátt var undirrituð og segist því hafa brugðið þegar stefnan barst nú á síðasta ári.
Dómsmál Tengdar fréttir Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu Erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. 2. janúar 2018 13:01