Opna nýjar stöðvar í líkamsræktaræði Baldur Guðmundsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Að sögn Björns í World Class hefur korthöfum fjölgað um 20 prósent tvö ár í röð. Hann stefnir á opnun 15. stöðvarinnar. vísir/andri marinó Tvær stærstu líkamsræktarkeðjur landsins áforma að opna nýjar stöðvar fyrir haustið. Forsvarsmönnum þeirra ber saman um að mikill uppgangur sé í geiranum og að korthöfum fjölgi ár frá ári. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að undanfarin tvö ár hafi fjölgun korthafa numið 20 prósentum, hvort ár. World Class tók um áramótin við rekstri Átaks-stöðvanna á Akureyri. Í haust stendur til að taka í notkun nýja stöð sem verið er að byggja á Völlunum í Hafnarfirði. Um verður að ræða fimmtándu World Class-stöðina en hún verður um 2.200 fermetrar. Þá segir Björn á teikniborðinu að byggja við stöðina í Mosfellsbæ. „Það er allt að gerast,“ segir hann. Björn rekur þessa aukningu til nokkurra þátta. Hann bendir á að fólki fjölgi hratt á höfuðborgarsvæðinu. Önnur ástæða sé sú að á hverju ári bætist við kúnnahópinn heill árgangur af ungu fólki sem hreyfi sig. Þá gengur fólk síður úr skaftinu fyrir aldurs sakir. „Þegar ég var að byrja, fyrir 33 árum, voru þeir ekki eldri en þrítugir sem stunduðu þetta. Nú er svo komið að hjá mér er töluvert af fólki sem er komið yfir áttrætt.“ Hann segir aðsóknina í heita sali sífellt að aukast og að salir hitaðir með innrauðum geislum hafi notið sérstakra vinsælda. Tveir slíkir salir séu með þannig búnaði í Faxafeni, þar sem Reebok opnaði stöð í nóvember og að slíkur salur verði einnig í Lambhaga. „Þetta er ekki eins og að labba inn í sjóðandi gufubað, heldur gengur þú inn í þægilegan hita. Þú finnur fyrir hitanum eins og þú sætir í sólbaði,“ útskýrir hann. Líkamsræktarkort í World Class kostar 6.840 krónur á mánuði en viðskiptavinurinn er þá bundinn í tvo mánuði. Það gera ríflega 82 þúsund krónur á ári. Innifalinn er aðgangur að öllum stöðvum World Class og sex sundlaugum. Námsmenn fá betri kjör, gegn framvísun skólakorts. Tólf mánaða áskrift að líkamsræktarstöðvum Reebok, og þremur sundlaugum, kostar 5.840 krónur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur á ári. Hægt er að kaupa áskrift án bindingar fyrir 6.540 krónur á mánuði, eða um 78 þúsund krónur. Báðar stöðvar bjóða upp á fjölbreytt úrval opinna tíma fyrir korthafa. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Tvær stærstu líkamsræktarkeðjur landsins áforma að opna nýjar stöðvar fyrir haustið. Forsvarsmönnum þeirra ber saman um að mikill uppgangur sé í geiranum og að korthöfum fjölgi ár frá ári. Björn Leifsson, eigandi World Class, segir að undanfarin tvö ár hafi fjölgun korthafa numið 20 prósentum, hvort ár. World Class tók um áramótin við rekstri Átaks-stöðvanna á Akureyri. Í haust stendur til að taka í notkun nýja stöð sem verið er að byggja á Völlunum í Hafnarfirði. Um verður að ræða fimmtándu World Class-stöðina en hún verður um 2.200 fermetrar. Þá segir Björn á teikniborðinu að byggja við stöðina í Mosfellsbæ. „Það er allt að gerast,“ segir hann. Björn rekur þessa aukningu til nokkurra þátta. Hann bendir á að fólki fjölgi hratt á höfuðborgarsvæðinu. Önnur ástæða sé sú að á hverju ári bætist við kúnnahópinn heill árgangur af ungu fólki sem hreyfi sig. Þá gengur fólk síður úr skaftinu fyrir aldurs sakir. „Þegar ég var að byrja, fyrir 33 árum, voru þeir ekki eldri en þrítugir sem stunduðu þetta. Nú er svo komið að hjá mér er töluvert af fólki sem er komið yfir áttrætt.“ Hann segir aðsóknina í heita sali sífellt að aukast og að salir hitaðir með innrauðum geislum hafi notið sérstakra vinsælda. Tveir slíkir salir séu með þannig búnaði í Faxafeni, þar sem Reebok opnaði stöð í nóvember og að slíkur salur verði einnig í Lambhaga. „Þetta er ekki eins og að labba inn í sjóðandi gufubað, heldur gengur þú inn í þægilegan hita. Þú finnur fyrir hitanum eins og þú sætir í sólbaði,“ útskýrir hann. Líkamsræktarkort í World Class kostar 6.840 krónur á mánuði en viðskiptavinurinn er þá bundinn í tvo mánuði. Það gera ríflega 82 þúsund krónur á ári. Innifalinn er aðgangur að öllum stöðvum World Class og sex sundlaugum. Námsmenn fá betri kjör, gegn framvísun skólakorts. Tólf mánaða áskrift að líkamsræktarstöðvum Reebok, og þremur sundlaugum, kostar 5.840 krónur á mánuði, eða um 70 þúsund krónur á ári. Hægt er að kaupa áskrift án bindingar fyrir 6.540 krónur á mánuði, eða um 78 þúsund krónur. Báðar stöðvar bjóða upp á fjölbreytt úrval opinna tíma fyrir korthafa.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira