Segir 345 prósenta hækkun skapa alvarlegt ástand Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. janúar 2018 06:00 Útflutningsverðmæti sjávarafurða ársins 2016 námu 232 milljörðum. vísir/stefán „Ef ekkert verður að gert, þá blæðir okkur bara út. Þetta er grafalvarlegt ástand,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu, um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmTil stendur að breyta fyrirkomulagi veiðileyfagjalda og afkomutengja þau. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir tilganginn að skoða samsetningu veiðigjaldanna. Veiðigjöldin séu byggð á tveggja ára gömlum upplýsingum. Það hafi þýtt að 1. september síðastliðinn hafi gjöldin hækkað mjög mikið. Sú hækkun hafi ekki verið í takti við það sem afkoman sýndi. „Í stjórnarsáttmálanum segir að við ætlum að taka mið af afkomu þegar veiðigjöldin eru annars vegar,“ segir Lilja Rafney við Fréttablaðið. „Þegar þú eykur skattheimtu milli ára um 345 prósent, þá heggur það í. Þegar þetta snýst um það að 10 til 15 prósent af tekjunum hjá útgerðinni fara í greiðslu veiðigjalda þá þarf að taka það einhvers staðar,“ segir Óðinn. Hann hefur tvenns konar athugasemdir við kerfið eins og það er. Annars vegar að miðað er við afkomu allt annars árs. Hins vegar sé stærstur hluti gjaldsins lagður á vegna bolfiskveiða. „Það er nauðsynlegt að skoða þetta í samhengi við mismunandi útgerðarflokka og afkomu innan greinarinnar,“ segir Lilja. Skipuð verður þverpólitísk nefnd vegna endurskoðunarinnar þegar þing kemur saman. Lilja segir að reynt verði að vinna eins hratt og mögulegt er og útilokar ekki að gerðar verði breytingar sem nái til yfirstandandi fiskveiðiárs. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
„Ef ekkert verður að gert, þá blæðir okkur bara út. Þetta er grafalvarlegt ástand,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Íslandssögu, um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmTil stendur að breyta fyrirkomulagi veiðileyfagjalda og afkomutengja þau. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, segir tilganginn að skoða samsetningu veiðigjaldanna. Veiðigjöldin séu byggð á tveggja ára gömlum upplýsingum. Það hafi þýtt að 1. september síðastliðinn hafi gjöldin hækkað mjög mikið. Sú hækkun hafi ekki verið í takti við það sem afkoman sýndi. „Í stjórnarsáttmálanum segir að við ætlum að taka mið af afkomu þegar veiðigjöldin eru annars vegar,“ segir Lilja Rafney við Fréttablaðið. „Þegar þú eykur skattheimtu milli ára um 345 prósent, þá heggur það í. Þegar þetta snýst um það að 10 til 15 prósent af tekjunum hjá útgerðinni fara í greiðslu veiðigjalda þá þarf að taka það einhvers staðar,“ segir Óðinn. Hann hefur tvenns konar athugasemdir við kerfið eins og það er. Annars vegar að miðað er við afkomu allt annars árs. Hins vegar sé stærstur hluti gjaldsins lagður á vegna bolfiskveiða. „Það er nauðsynlegt að skoða þetta í samhengi við mismunandi útgerðarflokka og afkomu innan greinarinnar,“ segir Lilja. Skipuð verður þverpólitísk nefnd vegna endurskoðunarinnar þegar þing kemur saman. Lilja segir að reynt verði að vinna eins hratt og mögulegt er og útilokar ekki að gerðar verði breytingar sem nái til yfirstandandi fiskveiðiárs.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira