Lífið

Kim Larsen greinist með krabbamein

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Larsen er 72 ára gamall.
Kim Larsen er 72 ára gamall. Vísir/Getty
Danski tónlistarmaðurinn Kim Larsen hefur greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og hafa hann og hljómsveitin Kjukken aflýst öllum tónleikum sem fyrirhugaðir voru í janúar, febrúar og mars.

Greint er frá þessu á Facebook-síðu Kim Larsen & Kjukken. Þar kemur fram að Larsen hafi fengið greininguna í desember, að meðferð sé þegar hafin og að hann hafi ekki kraft til að taka þátt í tónleikaröðinni í byrjun árs.

Larsen biður í færslunni bæði aðdáendur og skipuleggjendur tónleikanna afsökunar.

„Ég er að verða gamall glópur, og þvert gegn vilja mínum verð ég að sætta mig við það að ég þarf meiri tíma til að komast í tónleikaform á ný. En ég reikna með að vera reiðubúinn í sumar,“ segir hinn 72 ára Larsen.

Larsen er einn vinsælasti tónlistarmaður Danmerkur en hann hóf ferilinn í sveitinni Gasolin‘.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×