Setja ætti 18 ára aldurstakmark á notkun flugelda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2018 23:00 Sigurður Ásgrímsson yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar segir að margt þurfi að varast þegar kemur að flugeldanotkun. Vísir/Vilhelm „Það er margt sem þarf að varast,“ segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar um flugeldanotkun hér á landi. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Sigurður að margar ástæður séu að baki flugeldaslysum. Nefndi hann sem dæmi áfengisneyslu, ekki sé farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum, gallaðar vörur, rakaskemmdir á flugeldum og fleira. Einnig hafi orðið mjög alvarleg slys og dauðsföll þegar flugeldum er breytt á einhvern hátt áður en þeir eru sprengdir. „Það er hægt að búa til mjög öflugar sprengjur úr þeim efnum sem eru í þessu.“Hugsanlega gleymdist að taka hettu af kveiknumHann segir að hugsanlega hafi gleymst eitt mikilvægt skref þegar kveikt var í flugeldatertu sem sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum um áramótin. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Ég hef ekki skoðað þessa köku en það sem menn geta flaskað á til dæmis er að ef það er hetta yfir kveiknum sem á að taka af áður en þú kveikir í, ef þú tekur hana ekki af þá brennur þessi kveikur margfalt hraðar heldur en ef hettan er tekin af.“Sjá einnig: Flugeldaterta sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum Mildi þykir að ekki fór verr þegar flugeldaterta sprakk á jörðu niðri um áramótin.Samsett mynd„Svo er alltaf spurning hvort að setja eigi einhver aldurstakmörk,“ segir Sigurður en hann telur að miða eigi þá við 18 ára aldur þegar kemur að notkun flugelda. Yngri en það ættu þá „alls ekki“ að sprengja flugelda.Skrítið að aðilar láti ekki eyða útrunnum flugeldumFlugeldaslys verða hér á landi á hverju ári og leituðu fimm manns á bráðadeild Landspítalans vegna flugeldaslysa á Nýársnótt sem eru nokkuð færri tilfelli en á síðasta ári. Í gær slösuðust einnig ungmenni á Esjunni vegna flugelda. Sigurður segir að Landsbjörg sé eini söluaðili flugelda á Íslandi sem fái sprengjudeildina til að eyða fyrir sig útrunnum flugeldum. Hann vildi þó ekki halda því fram að aðrir aðilar væru að selja útrunnar vörur. „Ég get ekki staðfest það en kannski eyða þeir þessu sjálfir, ég veit það ekki en við höfum verið að ræða þetta okkar á milli. Okkur finnst þetta mjög skrítið.“ Flugeldar Tengdar fréttir Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00 Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Það er margt sem þarf að varast,“ segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar um flugeldanotkun hér á landi. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Sigurður að margar ástæður séu að baki flugeldaslysum. Nefndi hann sem dæmi áfengisneyslu, ekki sé farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum, gallaðar vörur, rakaskemmdir á flugeldum og fleira. Einnig hafi orðið mjög alvarleg slys og dauðsföll þegar flugeldum er breytt á einhvern hátt áður en þeir eru sprengdir. „Það er hægt að búa til mjög öflugar sprengjur úr þeim efnum sem eru í þessu.“Hugsanlega gleymdist að taka hettu af kveiknumHann segir að hugsanlega hafi gleymst eitt mikilvægt skref þegar kveikt var í flugeldatertu sem sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum um áramótin. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Ég hef ekki skoðað þessa köku en það sem menn geta flaskað á til dæmis er að ef það er hetta yfir kveiknum sem á að taka af áður en þú kveikir í, ef þú tekur hana ekki af þá brennur þessi kveikur margfalt hraðar heldur en ef hettan er tekin af.“Sjá einnig: Flugeldaterta sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum Mildi þykir að ekki fór verr þegar flugeldaterta sprakk á jörðu niðri um áramótin.Samsett mynd„Svo er alltaf spurning hvort að setja eigi einhver aldurstakmörk,“ segir Sigurður en hann telur að miða eigi þá við 18 ára aldur þegar kemur að notkun flugelda. Yngri en það ættu þá „alls ekki“ að sprengja flugelda.Skrítið að aðilar láti ekki eyða útrunnum flugeldumFlugeldaslys verða hér á landi á hverju ári og leituðu fimm manns á bráðadeild Landspítalans vegna flugeldaslysa á Nýársnótt sem eru nokkuð færri tilfelli en á síðasta ári. Í gær slösuðust einnig ungmenni á Esjunni vegna flugelda. Sigurður segir að Landsbjörg sé eini söluaðili flugelda á Íslandi sem fái sprengjudeildina til að eyða fyrir sig útrunnum flugeldum. Hann vildi þó ekki halda því fram að aðrir aðilar væru að selja útrunnar vörur. „Ég get ekki staðfest það en kannski eyða þeir þessu sjálfir, ég veit það ekki en við höfum verið að ræða þetta okkar á milli. Okkur finnst þetta mjög skrítið.“
Flugeldar Tengdar fréttir Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00 Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00
Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21
Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00