650 þúsund krónur fyrir sólarhrings vinnu í niðurfelldu máli Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Hæstiréttur taldi skylt að ákveða sakarkostnað. vísir/gva Íslenska ríkið var í Hæstarétti í gær dæmt til að greiða rúmlega 650 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda í sakamáli sem aldrei náði í aðalmeðferð. Málið var höfðað með ákæru 1. desember síðastliðinn og fór fyrsta þinghald í málinu fram þann 20. desember. Við upphaf þinghalds lýsti saksóknari, frá embætti héraðssaksóknara, því yfir að hann léti málið niður falla en að ný ákæra hefði verið gefin út vegna málsins. Í því máli hefði heiti brots verið breytt úr „sérstaklega hættulegri líkamsárás“ í „tilraun til manndráps“. Aðrar lítilsháttar breytingar voru gerðar á ákærunni. Verjandi mannsins mótmælti niðurfellingunni og krafðist úrskurðar þar um. Þá krafðist hans sakarkostnaðar vegna niðurfellingarinnar. Héraðsdómari féllst á niðurfellinguna en taldi að ákvörðun sakarkostnaðar ætti að bíða efnisdóms í hinu nýja máli. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn. Hæstiréttur taldi að í úrskurði héraðsdóms hefði borið að kveða á um hvort fella ætti sakarkostnað á ríkið eður ei. Breytti þar engu að nýtt mál hefði verið höfðað. Af tímaskrá verjandans þótti ljóst að hann hefði varið 25 klukkustundum í rekstur málsins frá 1. desember. Voru honum því dæmdar 527 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 124 þúsund krónur í kærumálskostnað. Sá kostnaður greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Íslenska ríkið var í Hæstarétti í gær dæmt til að greiða rúmlega 650 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda í sakamáli sem aldrei náði í aðalmeðferð. Málið var höfðað með ákæru 1. desember síðastliðinn og fór fyrsta þinghald í málinu fram þann 20. desember. Við upphaf þinghalds lýsti saksóknari, frá embætti héraðssaksóknara, því yfir að hann léti málið niður falla en að ný ákæra hefði verið gefin út vegna málsins. Í því máli hefði heiti brots verið breytt úr „sérstaklega hættulegri líkamsárás“ í „tilraun til manndráps“. Aðrar lítilsháttar breytingar voru gerðar á ákærunni. Verjandi mannsins mótmælti niðurfellingunni og krafðist úrskurðar þar um. Þá krafðist hans sakarkostnaðar vegna niðurfellingarinnar. Héraðsdómari féllst á niðurfellinguna en taldi að ákvörðun sakarkostnaðar ætti að bíða efnisdóms í hinu nýja máli. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar þann 22. desember síðastliðinn. Hæstiréttur taldi að í úrskurði héraðsdóms hefði borið að kveða á um hvort fella ætti sakarkostnað á ríkið eður ei. Breytti þar engu að nýtt mál hefði verið höfðað. Af tímaskrá verjandans þótti ljóst að hann hefði varið 25 klukkustundum í rekstur málsins frá 1. desember. Voru honum því dæmdar 527 þúsund krónur í málsvarnarlaun og 124 þúsund krónur í kærumálskostnað. Sá kostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira