Neyðarlínan tengd á ný í Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. janúar 2018 06:00 Neyðarlínan hefur nú verið tengd á ný og geta ríkin því auðveldlega átt í beinum samskiptum. vísir/epa Neyðarlína á milli yfirvalda í Norður- og Suður-Kóreu hefur verið tengd á ný. Suður-Kóreumenn fengu í gær símtal í gegnum línuna þar sem einræðisríkið tilkynnti að tengingu hefði verið komið á. Engin slík lína hefur verið tengd í tvö ár eftir að einræðisherrann Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar. Samkvæmt sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu eru 33 neyðarlínur sem þessi til. Þessi tiltekna lína er staðsett í landamærabænum Panmunjom. Ríkin hafa ekki átt í viðræðum frá því í desember 2015. Skömmu eftir þær fyrirskipaði Kim aftenginguna og hætti norðrið því að svara í þennan merkilega síma. Athygli vakti að í Norður-Kóreu var það ekki ríkismiðillinn KCNA sem greindi frá tíðindunum. Þess í stað gaf Ri Son-gwon, formaður nefndar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins, út tilkynningu sem hann sagði gefna út með samþykki Kim Jong-un.Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.vísir/afpHið fyrsta símtal var stutt og greindu suðurkóreskir miðlar frá því að enn væri verið að gera athuganir á línunni, til að mynda á öryggi hennar. Markmiðið með þessari ákvörðun einræðisherrans er að ríkin tvö geti átt í einföldum samskiptum um að senda íþróttamenn frá Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu síðar á þessu ári. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tók ákvörðuninni fagnandi og sagði hana afar mikilvæga. „Þetta gerir okkur kleift að eiga í samskiptum hvenær sem er.“ Suðurkóreskir fjölmiðlar voru þó fullir efasemda. Þannig sagði í dagblaðinu JoongAng Ilbo að ef til vill hefði Norður-Kóreustjórn ákveðið að sækja í átt að friði nú til þess að vinna sér inn tíma svo hægt væri að fullklára kjarnorkuáætlun ríkisins. Dagblaðið Hankyoreh tók í sama streng. „Kim hefur ekki haggast tommu frá þeirri óábyrgu kjarnorkuþróunarstefnu sem hann hefur unnið að,“ sagði í blaðinu. Í nýársávarpi sínu sagðist Kim vilja þíða frosið samband á Kóreuskaga. Sagði hann enn fremur að þátttaka Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum væri til þess fallin að sýna að íbúar Kóreuskaga stæðu saman. En í nýársávarpinu boðaði Kim þó ekki einungis frið. Hótaði hann Bandaríkjunum ítrekað og sagði jafnframt að hann væri tilbúinn með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu sínu. Átti hann þar við að hann gæti fyrirskipað kjarnorkuárás án þess að hreyfa sig nema um örfáa sentimetra. Þessu tók Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ekki þegjandi. „Vill einhver úr þessari þreyttu og sveltu ógnarstjórn hans vinsamlega upplýsa Kim um að ég sé líka með kjarnorkuhnapp. Hann er hins vegar miklu stærri og öflugri en hans hnappur. Minn virkar meira að segja,“ tísti forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Neyðarlína á milli yfirvalda í Norður- og Suður-Kóreu hefur verið tengd á ný. Suður-Kóreumenn fengu í gær símtal í gegnum línuna þar sem einræðisríkið tilkynnti að tengingu hefði verið komið á. Engin slík lína hefur verið tengd í tvö ár eftir að einræðisherrann Kim Jong-un fyrirskipaði aftengingu hennar. Samkvæmt sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu eru 33 neyðarlínur sem þessi til. Þessi tiltekna lína er staðsett í landamærabænum Panmunjom. Ríkin hafa ekki átt í viðræðum frá því í desember 2015. Skömmu eftir þær fyrirskipaði Kim aftenginguna og hætti norðrið því að svara í þennan merkilega síma. Athygli vakti að í Norður-Kóreu var það ekki ríkismiðillinn KCNA sem greindi frá tíðindunum. Þess í stað gaf Ri Son-gwon, formaður nefndar um friðsamlega sameiningu föðurlandsins, út tilkynningu sem hann sagði gefna út með samþykki Kim Jong-un.Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.vísir/afpHið fyrsta símtal var stutt og greindu suðurkóreskir miðlar frá því að enn væri verið að gera athuganir á línunni, til að mynda á öryggi hennar. Markmiðið með þessari ákvörðun einræðisherrans er að ríkin tvö geti átt í einföldum samskiptum um að senda íþróttamenn frá Norður-Kóreu á Vetrarólympíuleikana sem fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu síðar á þessu ári. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, tók ákvörðuninni fagnandi og sagði hana afar mikilvæga. „Þetta gerir okkur kleift að eiga í samskiptum hvenær sem er.“ Suðurkóreskir fjölmiðlar voru þó fullir efasemda. Þannig sagði í dagblaðinu JoongAng Ilbo að ef til vill hefði Norður-Kóreustjórn ákveðið að sækja í átt að friði nú til þess að vinna sér inn tíma svo hægt væri að fullklára kjarnorkuáætlun ríkisins. Dagblaðið Hankyoreh tók í sama streng. „Kim hefur ekki haggast tommu frá þeirri óábyrgu kjarnorkuþróunarstefnu sem hann hefur unnið að,“ sagði í blaðinu. Í nýársávarpi sínu sagðist Kim vilja þíða frosið samband á Kóreuskaga. Sagði hann enn fremur að þátttaka Norður-Kóreu á Ólympíuleikunum væri til þess fallin að sýna að íbúar Kóreuskaga stæðu saman. En í nýársávarpinu boðaði Kim þó ekki einungis frið. Hótaði hann Bandaríkjunum ítrekað og sagði jafnframt að hann væri tilbúinn með kjarnorkuhnappinn á skrifborðinu sínu. Átti hann þar við að hann gæti fyrirskipað kjarnorkuárás án þess að hreyfa sig nema um örfáa sentimetra. Þessu tók Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ekki þegjandi. „Vill einhver úr þessari þreyttu og sveltu ógnarstjórn hans vinsamlega upplýsa Kim um að ég sé líka með kjarnorkuhnapp. Hann er hins vegar miklu stærri og öflugri en hans hnappur. Minn virkar meira að segja,“ tísti forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira